Bókasafnið - 01.01.2002, Side 55

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 55
Mynd 11 21. sp. - afgreiðslutími bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar skólans) Hæfilegur Of stuttur Of langur Veit ekki Svara ekki □ FÁ | Kvennask. ■ MS Síðasta spumingin, sem var opin, gaf nemendum tækifæri til að tjá sig um hvað betur mætti fara á bóka- safns- og upplýsingamiðstöð skólans. Ekki margir nemendur sáu ástæðu til að svara þessari spurningu, hafa ef til vill talið sig vera búna að koma til skila því sem þeim þykir betur mega fara. Sumir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og svömðu með aulafyndni þar sem farið var fram á að bókasafninu yrði breytt í bjórkrá eða súlustað. Flestir svöruðu þó af samviskusemi og voru svör þeirra nokkuð einsleit og ef til vill fyrirsjáanleg. Kvartað var yfir of litlu húsnæði, of fáum sætum mið- að við nemendafjölda, hvort heldur er til hóp- eða einstaklingsvinnu og óþægilegum húsgögnum. Þetta eru allt atriði sem ekki verða leyst nema með stjórn- valdsákvörðunum og eru ekki á valdi starfsmanna safnanna, enda öll söfnin í húsnæði þar sem áður voru kennslustofur og því illa til þess fallið að starf- rækja í bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar. Nokkrir bentu á að aðgangur nemenda að tölvum á bókasafni væri lítill sem enginn. Tölvufæðin stafar bæði af peningaleysi skólanna og þrengslum á bóka- söfnunum en fækka þarf vinnuborðum nemenda enn meir ef tölvum verður fjölgað. Aðrir vildu betri bókakost í ýmsum greinum sem snerta áhugamál þeirra og nokkrir nefndu að fleiri ein- tök þyrftu að vera til af hveijum titli svo allir, að minnsta kosti þeir sjálfir, gætu fengið lánað heim þegar margir þurfa að nota sömu heimildirnar. Þetta kemur ekki á óvart en stundum er erfitt að verða við slíkum óskum þegar jafnvel fleiri tugir nemenda þurfa að nota sömu heimildirnar á sama tíma, jafnvel aðeins í stuttan tíma í senn sem skapar óheyrilega mikið álag á söfnin. Síðast er vert að geta þeirra atriða sem að mestu eru í höndum nemenda, það er umgengni, vinnufrið- ur og loftræsting. Tillitssemi er oft ábótavant og er háð því hvort viðkomandi nemendur eru að vinna af alvöru eða aðeins að „kíkja“ í bækur og blöð eða jafn- vel að hitta félagana (sbr. mynd 2). Loftræstingu og hitastigi er erfitt að halda í jafn- vægi þegar nemendur loka gluggum jafnharðan og þeir eru opnaðir og öfugt. Eins eru ofnar stilltir á hæsta stig þegar kulvísir nemendur setjast við þá þrátt fyrir að öðrum þyki hitastigið í góðu meðallagi. Ábendingar nemenda um hvað betur má fara á söfnunum voru, eins og áður er sagt, að mestu leyti fyrirsjáanlegar og hafa verið baráttuefni forstöðu- manna bókasafns- og upplýsingamiðstöðvanna um árabil. Það styrkir þá í starfinu að komast að raun um að nemendur eru sama sinnis og verður vonandi auðveldara að fá baráttumálunum framgengt við yfirvöld skólanna með niðurstöður þjónustukönnun- arinnar sem rök fyrir auknum fjármunum til safn- anna og þar með bættri aðstöðu. Að mati samstarfsaðila gefa niðurstöður könnun- arinnar í heildina tekið góða mynd af starfsemi bóka- safnanna í skólunum og þar með vísbendingar um hvað megi betur fara og jafnframt gefur könnunin sterkar vísbendingar um hvar styrkur safnanna liggur. í stuttu máli er kjarni niðurstaðna sá að fagleg starfsemi bókasafns- og upplýsingamiðstöðvanna, svo sem uppbygging safnkosts, afgreiðslutími og þjónusta, kemur vel út en ytri ramminn sem starf- seminni er búinn, svo sem húsnæði, vinnuaðstaða og aðgengi að tölvum, fær mun lakari einkunn. Mat á verkefninu Samstarfsaðilarnir eru sammála um að verkefnið hafi verið mjög gagnlegt. Afar fróðlegt var að bera starfsemi safnanna saman á tölfræðilegan hátt og athyglisvert hve mikil samsvörun var milli svaranna í skólunum þremur. Hópurinn var einhuga um að áhugavert og fróð- legt væri að gera aðra sambærilega þjónustukönnun eftir 3-5 ár og bera niðurstöður hennar saman við þær niðurstöður sem nú liggja fyrir til að sjá hvort og Afgreiðslu- °9 öryggiskerfi fyrir bókasöfn ÁRVÍK Garðatorgi 3 - 210 Garðabær Sími 568 7222 Fax 568 7295 Netfang: arvik@arvik.is BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 53

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.