Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 56

Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 56
þá hvaöa breytingar hafa orðið á viðhorfi nemenda til starfsemi safnanna. Verkefnið getur komið öðrum framhaldsskólum að góðu gagni. Bæði má nota spurningalistann að hluta til eða í heild og bera rannsóknarniðurstöður saman við niðurstöður þeirrar könnunar sem hér liggur fyrir. Framkvæmdaáætlun verkefnisins stóðst að öðru leyti en því að úr hömlu dróst að fá niðurstöður úr tölvuvinnslunni þannig að endanlegar niðurstöður lágu fyrir meira en ári síðar en fyrirhugað var í upphafi. Gildi niðurstaðna fyrir samstarfsskólana liggur fyrst og fremst í því að fá fram viðhorf nemenda til þjónustu bókasafns- og upplýsingamiðstöðva skólanna og til þeirrar aðstöðu sem þau bjóða upp á. Jafnframt em niðurstöður könnunarinnar mikilvægar til að bera sam- an við niðurstöður síðari kannana svo sem áður getur. Helstu vandkvæði við framkvæmd könnunarinnar vom að í ljós kom að erfitt er að framkvæma svona könnun nema viðkomandi bekkur eða hópur sé í tölvu- veri í þeirri kennslustund sem könnunin fer fram. Samstarfshópurinn er einnig sammála um að verk- efnið hafi verið bæði áhugavert og lærdómsríkt og hvetur forstöðumenn annarra bókasafna í framhalds- skólum til að standa fyrir sambærilegum verkefnum. Tilvitnanir 1 Sjá Auður Sigurðardóttir: (1987) Samband iðnfrœðsluskóla. Fréttabréf 21, s. 19-22; Grímhildur Bragadóttir: (1985) Bóka- safnið 9, s. 25-29; Þórdís T. Þórarinsdóttir: (1985) Bókasafnið 9, s. 19-24 og Ný menntamál 3, s. 40-46; (1995) Bókasafnið 19, s. 28-36 og (1997) Sál aldanna, s. 343-365. 2 Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1987, s. 4-6. 3 Halldóra Kristbergsdóttir, 1998. 4 Kristín Björgvinsdóttir, 1999. 5 Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1987, s. 5. Heimildir Halldóra Kristbergsdóttir og Sólveig Haraldsdóttir: Viðhorfs- könnun á bókasafni FB (uorönn 1998). Reykjavík, Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti, 1998. Kristín Björgvinsdóttir: Mat á starfi umsjónarkennara og þjónustu bókasafns Fjölbrautaskólans uið Ármúla. [Kristín Björgvins- dóttir samdi spurningalista og framkvæmdi könnunina á bókasafnshlutanum.] Gréta E. Pálsdóttir og Kristinn Huga- son [tóku skýrsluna saman sem verkefni í námskeiðinu Þjónustumat við Félagsvísindadeild Háskóla íslands, kennari var Sigurlína Davíðsdóttir.] Reykjavík, Háskóli fslands, 1999. Þjónustugœði og mœlingar. Kennslugögn úr námskeiði sem haldið var hjá Endurmenntunarstofnun 12. - 13. apríl 1999. Kennari var Sigrún Magnúsdóttir. Reykjavík, Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands, 1999. Þjónustumœlingar á bókasafns- og upplýsingamiðstöðuum Fjölbrauta- sfeólans uið Árrnúla, Menntaskólans uið Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Könnun lögð fyrir úrtak nemenda uikuna 3. - 7. apríl 2000. Spumingalistann og skýrsluna unnu þær Kristín Björg- vinsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir, Svanhildur Agnarsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingar skólanna. Björgvin Sigurðsson vann netútgáfu spuminga- listans og vélræna samantekt niðurstaðna. Umsjónarmaður verkefnisins var Þórdís T. Þórarinsdóttir. Menntamálaráðu- neytið styrkti framkvæmd könnunarinnar úr Þróunarsjóði framhaldsskóla. Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, 2001. Þórdís T. Þórarinsdóttir: „Bókasafn Menntaskólans uið Sund. Könnun á notkun og viðhorfum nemenda til safnsins." Fregnir - Fréttabréf Félags bókasafnsfrœðinga og Bókavarðafélags ís- lands. 1. tbl., 12. árg., 1987, s. 4-6. Spurningalistinn Kyn - Skóli - Hvað hefur þú verið margar annir í framhalds- skóla? [Gefnir eru fjórir valkostir.] 1. Notar þú bókasafnið í skólanum þínum? [Gefnir eru sex valkostir.] 2. Hvers vegna notar þú skólabókasafnið sjaldan eða aldrei? [Gefnir eru þrír valkostir.] 3. Ef þú notar bókasafnið er það vegna þess að [Gefnir eru níu valkostir.] (merkja má við mörg atriði/öll atriðin) 4. Notar þú líka önnur bókasöfn en skólasafnið? [Gefnir eru fjórir valkostir.] 5. Hefur þú fengið kennslu í að nota bókasafn skólans? [Gefnir eru tveir valkostir.] 6. Finnst þér þú fá nægilega kennslu í að nota bókasafn skólans? [Gefnir eru tveir valkostir.] 7. Hversu gagnleg finnst þér kennsla í að nota bókasafns skólans? [Gefnir eru fjórir valkostir.] 8. Teldir þú gagnlegt að fá kennslu í heimildaleit í tengslum við ákveðin verkefni í skólanum? [Gefnir em tveir val- kostir.] 9. í hvaða námsgreinum notarðu bókasafnið helst? For- gangsraðaðu - mest má merkja við fimm greinar (Mest notkun = 1 o.s.frv.) [Alls voru taldar upp 40 námsgreinar.] 10. í hvaða námsgreinum notarðu bókasafnið aldrei? [Alls voru taldar upp 40 námsgreinar.] 11. Hefur þú aflað heimilda á bókasafninu? [Gefnir eru sex valkostir.] 12. Hefur þú fengið bók eða annað efni af safninu lánað heim? [Gefnir eru tveir valkostir.] 13. Nýtast þér heimildir á erlendum málum við verkefna- vinnu og ritgerðir? [Gefnir eru sjö valkostir.] 14. Hefur þú leitað upplýsinga í úrklippusafni bókasafns- ins? [Gefnir eru tveir valkostir.] 15. Hefur þú leitað upplýsinga í tímaritum bókasafnsins? [Gefnir eru tveir valkostir.] 16. Hefur þú leitað upplýsinga á margmiðlunardiskum bókasafnsins? [Gefnir eru tveir valkostir.] 17. Færðu aðstoð hjá starfsfólki bókasafnsins þegar þú leit- ar eftir henni? [Gefnir eru fjórir valkostir.] 18. Hversu mikilvægt er bókasafn skólans? [Gefnir eru fjórir valkostir.] 19. Hvernig finnst þér vinnuumhverfið á bókasafninu [Spurt er um 12 atriði og fjórir valkostir gefnir við hvert atriði.] 20. Hvað finnst þér helst vanta á bókasafnið? Raðaðu í for- gangsröð frá 1-9. Það sem helst vantar skal vera númer 1. [Spurt er um níu atriði.] 21. Hvernig finnst þér afgreiðslutími safnsins? [Gefnir eru fjórir valkostir.] 22. Hverjar eru þínar hugmyndir að betra skólasafni? [Opin spurning.] Summary Survey of library services in secondary schools In 1998, three secondary schools in Reykjavík started extensive cooperation on evaluating and comparing their practices and services. The article describes a survey of library services that was carried out among the students of the three schools in April 2000. The survey questionnaire had 25 multiplechoice questions. It was in electronic format and was done in the schools’ computer labs. The main conclusion is that general library services, such as collection coverage, opening hours and assistance to students, were found to be quite satisfactory. On the other hand, the working facilities in the libraries, such as (space), furniture and access to computers rated far lower. D.H. 54 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.