Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 64

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 64
 Tafla 1 Fjöldi útgefinna rannsókna til og með 1993 og frá 1994 til og með 2000 Samanburður Til og með 1994 til og Upplýsingalind 1993 með 2000 Alls Bókasafnið 7 12 19 SPLQ S 1 6 LISA 6 6 12 Annað 9 13(+2)‘ 22(+2)‘ Alls 27 32(+2)‘ 59(+2)‘ * Greinar í sviga tákna greinar sem höfðu heimildir í neðanmáli í stað heimildalista. Eitt af því sem er eftirtektarvert við þessar tölur er sú aukning sem hefur orðið í útgáfu rannsóknargreina í tímaritinu Bókasafninu, en þar hafa undanfarin sex ár birst 12 greinar sem falla undir skilgreiningu þá sem notuð var yfir rannsóknir, en fyrra tímabilið voru þær alls sjö. Það má geta þess að í einu tölublaði Bóka- safnsins var engin rannsóknargrein, þannig að þessar 12 greinar eru í sex tölublöðum. Engin aukning hefur orðið á fjölda greina sem fengnar voru úr LISA (Library and Information Sci- ence Abstract). Mikil fækkun hefur hinsvegar orðið í útgáfu rannsóknargreina sem tengjast íslandi í Scandinavian Public Library Quarterly og birtist á þessu tímabili einungis ein slík grein í ribnu, en fyrra tímabilið voru þær fimm. Erfitt er að skýra þessa breytingu, en verið gæti að breyttum áherslum í ritstjórnarstefnu sé um að kenna. Greinar sem fengnar voru eftir öðr- um leiðum en þeim sem hér hafa verið taldar upp, svo sem útgefin M.A. verkefni, greinar úr ráðstefnu- ritum ogbókakaflar reyndust nú 13 en fyrra tímabilið voru þær níu. Fyrra tímabilið er mun lengra en það tímabil sem unnið var með að þessu sinni og má í raun segja að það nái aftur í árdaga íslenskrar bókasafnsfræði, en síðara tímabilið spannar aðeins sjö ár. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að mikil aukning hefur orðið á birtingu rannsóknargreina og má einnig gera ráð fyrir því að aukning hafi orðið á rannsóknarvinnu innan stéttarinnar. Þessi þróun hlýtur að vera fagnaðarefni því hún stuðlar án efa að eflingu bókasafnsfræðinnar hérlendis sem fræðigreinar. Höfundar Það er athyglisvert að skoða þjóðerni rannsakenda og kemur ekki á óvart að íslendingar eru þar í meirihluta. En það vekur vissulega athygli hversu afkastamiklir áströlsku rannsakendurnir eru; tveir fræðimenn gefa út 11 rannsóknargreinar á tímabilinu. Ýmist vinna þeir saman að rannsóknum eða hvor í sínu lagi. Má því með sanni segja að rannsóknir á ýmsum sviðum rjúfi landfræðilega múra milli fjarlægra landa. Tafla 2 Flokkun höfunda eftir þjóðerni Þjóðerni Fjöldi Fjöldi höfunda höfunda rannsóknargreina Til og 1994 til og Til og 1994 til og með 1993 með 2000 með 1993 með 2000 ísland 13 Norðurlönd 6 Ástralía 1 Bandaríkin 1 Greinar alls: 21 14 18 19 (+2)* 2 6 2 2 2 11 0 1 0 18 27 32 (+2)* * Greinar í sviga tákna greinar sem höfðu heimildir í neðanmáli í stað heimildalista. Tafla 2 sýnir fjölda þeirra höfunda sem skrifuðu rannsóknargreinar árið 1994 til og með ársins 2000 og er þeim skipt eftir þjóðerni. Á þessu tímabili hafa verið gefnar út 34 greinar, sem er aukning um sjö greinar frá fyrri rannsókn sem náði eins og áður sagði til mun lengra tímabils. Að þessum greinum standa 18 höfundar og eru þeir heldur færri en í fyrri rann- sókn, en þá voru þeir 21 talsins. Eins og í fyrri rannsókn eru íslensku höfundarnir í meirihluta en þeir eru nú 14 talsins og eiga samtals 21 grein. Þetta er lítil breyting frá fyrri rannsókn, en þá var fjöldi höfunda 13 og greinafjöldi 18. Höfundar frá hinum Norðurlöndunum eiga ekki eins margar greinar nú og árið 1993, en þá voru sex höfundar með sex rannsóknargreinar. Nú sjö árum seinna eru aðeins tveir höfundar með eina grein hvor. Á þessu tímabili hefur áströlskum rannsóknargreinum fjölg- að umtalsvert, eða frá því að vera tvær greinar 1993 í 11 greinar samkvæmt þessari rannsókn. Það vekur athygli að lítil samvinna virðist vera milli íslenskra fræðimanna á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Aðeins 12 greinar af þessum 34 eru með fleiri en einn höfund. Allir höfundar rannsókna- greinanna eru konur, sem kemur ekki á óvart þar sem meirihluti stéttarinnar eru konur. Aðferðir Þegar skoðaðar voru rannsóknaraðferðir í íslenskum rannsóknum í bókasafns- og upplýsingafræði vakti at- hygli að rannsakendur nota í auknum mæli fleiri en eina aðferð í rannsóknum sínum. Þetta skapaði ákveð- in vandamál við greiningu rannsóknaraðferða. Niður- staðan varð sú að skilgreina eina rannsóknaraðferð sem aðal- eða undirstöðuaðferð (primary method) líkt og hefur verið gert í mörgum fyrri rannsóknum af þessu tagi. 62 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.