Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 71

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 71
Gróa Finnsdóttir Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945 Ritdómur Höfundar sagnfræðirita hafa í aldanna rás leitast við að gefa sem skýrasta mynd af þeim atvikum sem um ræðir með hinu ritaða orði einvörðungu. Þannig hafa við- burðir sögunnar verið settir inn í ákveðið umhverfi, en fólkið sem knýr fram atburðarás sögunnar hefur oft á tíðum orðið að óljósum myndum í hugskoti les- andans, þannig að hinn huglægi drifkraftur sem sjá má í andliti hverrar manneskju nær ekki að vekja upp grundvallarspurninguna: af hverjuF í seinni tíð hafa þó höfundar heimildarita í auknum mæli leitast við að lýsa bækur sínar með ljós- myndum til stuðnings efni- viðnum og í dag kemur vart út það fræðirit sem ekki er ríkulega myndskreytt. Á liðnu hausti gerðist hins vegar sá menningarviðburður hérlendis að út kom mikið og merkt sagnfræðirit, bókin Ljósmyndarar á íslandi 1845- 1945 eftir Ingu Láru Bald- vinsdóttur, sagnfræðing og forstöðumann myndadeildar Þjóðminjasafns íslands. Mörgum mun þó vafalaust hnykkja við þegar sagt er sagnfrœðirit um bók sem er að langmestum hluta ljósmynd- ir og vissulega er hér fyrst og fremst um ljósmyndaverk að ræða. Því telst ritið til ljós- myndasagnfræði, fræðigrein- ar sem er tiltölulega ný af nálinni, einkum hér á íslandi, og hlýtur því að teljast afar kærkomin öllum þeim sem fást við rannsóknir á sögu og þjóðlífi íslendinga. Aldarlöng saga þjóðarinnar, frá 1845-1945, er hér sögð á ferskari og ágengari hátt en sést hefur þar sem lesa má í sálarlíf fólks, nokkuð sem sagn- fræðin hefur alltof lítið fengist við í gegnum tíðina. Hvaða sögu segir það okkur til dæmis að bláfátækt alþýðufólk lagði oft á sig löng og erfið ferðalög til láta taka af sér ljósmyndir á bernskuárum þessarar listgreinar? Ljósmyndirnar í bókinni vekja upp slíkar spurningar en veita jafnframt svör við öðrum og varpa þannig Ijósi á líf fólks og ýmsa atburði þessa tímabils. Bókin hlýtur því að teljast ómetanlegt heimildaverk fyrir þá sem stunda alvöru söguskoðun, einkum þar sem gamlar ljósmyndir hafa verið óaðgengilegar og lítt rann- sakaðar. Því eru það orð að sönnu sem höfundur segir í formála bókarinnar að „til þess að Ijósmyndaarfurinn verði nýttur skynsamlega og af sömu virðingu og önnur söguleg gögn er nauðsynlegt að til staðar sé handbœrt rit með grundvaUar- þekkingu á sögu Ijósmyndunar og starfstíma einstakra Ijós- myndara." (s.7) Fyrsti hluti bókarinnar er einmitt helgaður sögu ljós- myndunarinnar. Getið er hinna erlendu frumkvöðla hennar, s.s Daguerre, Niépce og Talbot og þróun Ijós- myndatækninnar sem átti sér stað laust fyrir miðbik 19. aldar. Síðan er fjallað um hvernig áhrif þessarar nýju uppgötvunar bárust til ís- lands, ekki síst fyrir til- stuðlan erlendra ljósmynd- ara sem hingað komu með erlendum ferðalöngum og mismunandi áherslur þeirra við val á myndefninu. Flestir höfðu þeir áhuga á landslagi, húsagerð og búningum þessarar fram- andi þjóðar, en aðrir tóku einstakar myndir af fólki og daglegum störfum þess. Getið er frumkvöðlastarfs Sigfúsar Eymundssonar, fyrsta íslendingsins sem hafði ljósmyndun að aðalstarfi og síðan er saga Ljósmyndarar Á ÍSLANDI Photographers of lceland 1845-1945 INGA Ura baldvinsdöttir BÓKASAFNIÐ 26. ARG. 2002 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.