Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 72

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 72
þessarar nýju listgreinar ítarlega rakin allt til ársins 1945 og lokast þar með það aldarlanga tímabil sem bókin spannar. Þessum sögulega hluta bókarinnar er skipt í fjóra kafla þar sem miðað er við markverðar stiklur í ljósmyndun hérlendis, eins og þróun atvinnuljósmyndunar og síðan áhugaljósmyndun. Meginhluti bókarinnar er ljósmyndaratal sem skipt er í þrjá kafla; sjálfstætt starfandi ljósmyndara, aðra ljósmyndara sem stunduðu ljósmyndun en ekki sem aðalstarf og að lokum er kafli um íslenska ljós- myndara sem störfuðu á erlendri grund. í ljósmynd- aratalinu fær hver ljósmyndari eina til tvær bókar- opnur þar sem getið er foreldra og móður- og föður- foreldra, maka og barna auk búsetu. Þá er fjallað um nám, störf, félagsstörf og þess háttar, helstu sýningar ljósmyndaranna og ritstörf. Jafnframt er þeirra ljós- myndanema getið sem störfuðu hjá viðkomandi ljósmyndara og annars þess sem markvert getur tal- ist. Með hverju æviágripi fylgir síðan mynd, oftast frummynd, sem höfundur telur dæmigerða fyrir við- komandi ljósmyndara og verk hans. í þriðja hluta verksins er aðseturs ljósmyndar- anna getið ásamt staðsetningarkorti og síðan er vandað yfirlit yfir þær heimildir sem notaðar hafa verið varðandi hvern ljósmyndara fyrir sig. Því næst fylgir ensk þýðing yfir íslensk lykilorð sem koma fyrir í ljósmyndaratalinu og einnig þýðing á sagnfræðilega inngangskaflanum. Að síðustu fylgir heimildaskrá, myndaskrá og nafna- og atriðisorðaskrá. Gífurleg rannsóknarvinna og erfið liggur að baki þessa verks, einkum vegna þess hve lítið er til af rit- uðum heimildum um ljósmyndarana almennt og þá oft erfitt að ná til þeirra heimilda, s.s. einkabréfa. Sömuleiðis reyndist afar erfitt að afla hlutaðeigandi mynda en þar var að stórum hluta stuðst við hið mikla og vandaða myndasafn í myndadeild Þjóð- minjasafnsins ásamt Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Því er það eftirtektarvert hversu einstök þessi bók er að allri gerð, einkum þó fyrir fágun og sjaldgæfa ná- kvæmni í öllum vinnubrögðum. Hér eru ekki farnar troðnar og auðrataðar slóðir við heimildaöflun og efnisframsetningu, heldur er jafnan leitast við að þaulkanna og sannreyna allar leiðir uns heilsteyptri og sannri mynd er náð af viðfangsefninu. Sést það kannski best þegar skoðaður er hinn langi listi við- mælenda höfundar sem hann hefur talað við til að styrkja og bæta við þær rituðu heimildir, prentaðar sem óprentaðar, sem hann hafði þegar aflað. Sem fræðirit á bókin vart sinn líka hvað uppsetningu varð- ar þar sem hægt er að nálgast viðfangsefnið nánast frá öllum þeim sjónarhornum sem rannsóknir gætu hugsanlega beinst að. Ber þar að sjálfsögðu hæst ljós- myndaratalið sjálft og rökleg kaflaskipting þess inn- byrðis, staðsetningu ljósmyndaranna á íslandskort- inu og svo hina vönduðu og ómetanlegu heimilda- skrá yfir þær heimildir sem sjálft ljósmyndaratalið styðst við, þar sem raðað er samkvæmt nöfnum ljósmyndaranna. Heimildaskráin við bókarlok, ásamt myndaskrá og nafna- og atriðisorðaskrá eru óvenju viðamiklar og settar upp af natni, smekkvísi og sam- ræmi. Sömuleiðis eiga hönnuður bókarinnar, Sigríður Bragadóttir ásamt Ingvari Víkingssyni, sérstakt hrós skilið fyrir útlit allt sem er til fyrirmyndar og mynda- bakstimplar ljósmyndaranna á innanverðri kápu og á saurblöðum gefa bókinni sérlega listrænt yfirbragð. Styrkur bókarinnar er þó ekki hvað síst fólginn í ljós- myndunum sjálfum, einstakri prentvinnslu á þeim og fjölbreytilegu vali þar sem hver mynd segir okkur djúpstæða og áhrifamikla sögu, sögu sem ekki yrði sögð ella. Myndirnar fá líka að njóta sín enn frekar sem listaverk með því að þeim er gefið gott rými sem umgjörð og undir hverri mynd er haldgóður skýring- artexti. Höfundur hnykkir síðan á vönduðum vinnubrögð- um sínum með því að sýna enskumælandi lesendum þá tillitssemi að birta enskar þýðingar á lykilorðum úr sjálfu ljósmyndaratalinu, auk þýðingar á fyrsta hluta bókarinnar um sögu ljósmyndunar á íslandi, þar sem Anna Yates snarar textanum af alkunnu öryggi yfir á enska tungu ásamt Helen S. Maclean. Eins og þegar hefur komið fram er nær ómögulegt að færa fram rökstuddar ábendingar um hnökra á þessu verki. Það eina sem hugsanlega mætti betur fara er bókbandið sjálft, því þótt bókin sé bundin í hörð spjöld þá virðist bandið ekki veigamikið. Og þar sem bókin er þykk og verður án efa mikið notuð er því hætta á að bandið gefi sig þótt innihaldið standi eftir um aldir, ljóst og sterkt og áhrifamikið. Það er hneyksli, og ég vil meina hrein handvömm, að þetta rit var ekki í það minnsta tilnefnt til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna í flokki fræðirita. Að ólöstuðum þeim ágætu bókum sem þar hlutu náð vona ég að þeir mætu menn sem þar höfðu völd beiti fagmannlegri vinnubrögðum í framtíðinni. Höfundi Ljósmyndara á íslandi 1845-1945, Ingu Láru Baldvins- dóttur, útgefendum bókarinnar og öðrum aðstand- endum hennar óska ég til hamingju með aðdáun- arvert afreksverk. Inga Lára Baldvinsdóttir Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945 Myndaval: Inga Lára Baldvinsdóttir og ívar Brynj- ólfsson Ensk þýðing: Anna Yates, Helen S. Maclean Hönnun bókar, útlit kápu og umbrot: Sigríður Bragadóttir og Ingvar Víkingsson Reykjavík: Þjóðminjasafn íslands og JPVútgáfa, 2001 ISBN 9979-761-31-8 519 bls. 70 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.