Bókasafnið - 01.01.2002, Page 75

Bókasafnið - 01.01.2002, Page 75
flutningstækinu mínu og finna taktinn á milli síðanna. Það er ekki langt síðan að ég tók mig til og las sög- una um Sölva Helgason. Það er ekki heldur svo ýkja langt síðan að ég áttaði mig á því að bókin er ekki frá sextándu öld (og nánast í flokki handrita) heldur skrifaði Davíð Stefánsson bókina á þeirri tuttugustu og kom hún út árið 1940. En sagan um Sölva fellur alveg í skuggann fyrir skuggalegu útliti bókarinnar og dularfullum örlögum hennar. Mér er um megn að skilja hvað Þórður afi minn í Sandvík í Sandgerði var að gera með bók úr Reykjavík. Kannski hann hafi fengið hana lánaða hjá félaga, sá hefur eflaust haft áhuga á hestum. Hvað sem því líður þá er hún komin aftur til Reykjavíkur og trónir þögul við hliðina á garg- andi hljómflutningstæki, í litlu húsi í Þingholtunum. Það er ekki úr vegi að taka fram að á fyrstu blaðsíð- una hefur einhver skrifað orðin Stefano Islandi. Jú, afi minn söng mikið og hefur eflaust dáð Stefano (var hann ekki annars söngvari?) - ekki nema afi hafi rænt bókinni af Stefano sem hefur verið búinn að eigna sér bókasafnsbókina. Þetta verður sífellt dular- fyllra. Af fenginni reynslu mæli ég eindregið með því að ræna bók af fjarlægu bókasafni, dýfa henni í kaffi og tuska hana svolítið til. Gefa bókina síðan ungu barna- barni sem mun í framtíðinni velta vöngum yfir dular- fullum örlögum bókarinnar. Vegurinn til Hólmavíkur Ég verð að játa að ég er lestrarhestur. Nei, ekki einu sinni svo lítið. Ég er lestrarflóðhestur. Nei, ekki einu sinni það. Ég les miklu frekar á við flóðhestafjöl- skyldu (ég er sannfærð um að flóðhestar lesi). Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á bókasafnið og rekast á bækur í hillum (þetta segir ekkert um það hve viðburðarríkt líf mitt er) og láta þær koma mér á óvart. Jafnframt því að lesa á við flóðhestafjölskyldu er ég með heila sem mætti líkja við efnið teflon. Það festist ekkert þarna inni. Þetta er mjög hentugt því þá get ég lesið aftur og aftur sömu bækurnar og verið alltaf jafn spennt. Þrátt fyrir þetta hefur ein bók náð að festa sig í sessi innan í krumpuðu sítrónunni. Þrátt fyrir hundr- uði skáldsagna, ljóða, smásagna, prósaljóða (ævisög- Á BÓKASAFNINU Gyrðir Elíasson: Heykvísl og gúmmískór (Mál og menning, 1991) Hann fór daglega á bæjarbókasafnið sem var í húskofa nálægt sundlauginni, og á safninu sat hann úti í horni og las í gömlu útgáfunni af Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar þangað til safnið lokaði og bókavörðurinn hafði reykt sínar tuttugu sígarettur og loft orðið mettað og ógagnsætt innan dyra, bókahillurnar einsog fuglabjarg í þoku, fuglarnir allir sofandi. Trúlega las hann ekki mikið í Biblíunni eftir að hann yfirgaf kirkjuna sína og fór að hafa stelp- urnar á veggjum, og aldrei sást hann lesa annað á safninu en Sigfús Sigfússon, aumingja gamla Sigfús Sigfússon sem var svo uppsigað við það á Seyðisfirði að steðjað væri fram úr honum á götu: það boðaði ekkert gott og kom líka róti á fylgjuhópinn. Aldrei kom fyrir að presturinn fengi lánaða með sér bók heim af safninu. (Himnastiginn, s. 75) BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 73

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.