Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 10

Gátt - 2004, Qupperneq 10
10 Mat á raunfærni Fræðslumiðstöð atvinnulífsins skal aðstoða mennta- málaráðuneytið við að þróa aðferðir við mat á námi og námsárangri, þ.m.t. mat og vottun á óformlegu námi og starfsþjálfun í samstarfi við atvinnulífið og fræðsluaðila. Einnig skal FA taka þátt í að þróa aðferðir við uppbygg- ingu námsferilsskrár fyrir einstaklinga í markhópnum. Menntamálaráðuneytið setti á fót nefnd til ráðgjafar um þessi mál. Nefndin vinnur jafnframt að því að móta mats- reglur til viðmiðunar við mat. Í nefndinni eru Ólafur Grétar Kristjánsson, Þórir Ólafsson, Sölvi Sveinsson og Ingibjörg E. Guðmundsdóttir. Til að aðstoð Fræðslumið- stöðvarinnar við að þróa aðferðir við vottun á óformlegu námi og starfsþjálfun sé gagnleg er nauðsynlegt að afla upplýsinga frá löndunum í kringum okkur sem eru lengra komin í ferlinu og jafnframt að taka þátt í nokkrum tilraunaverkefnum. - Í september staðfesti menntamálaráðuneytið að meta mætti til styttingar á námi í framhaldsskóla, með þeim hætti sem matsnefndin gerði tillögu um, nokkur náms- tilboð frá Mími-símenntun. Ráðuneytið ritaði framhalds- skólunum bréf um málið en mat á námi á framhalds- skólastigi er í höndum skólameistara og er það ávallt einstaklingsbundið. Þau námstilboð sem fengu mat eru: Grunnmenntaskólinn, metinn til allt að 24 eininga. Landnemaskólinn til allt að 10 eininga, Jarðlagnatækni til allt að 24 eininga, MFA-skólinn til allt að 27 eininga og „Aftur í nám“ til allt að 7 eininga. - Unnið er að námsskrá fyrir umfangsmikið verslunar- fagnám sem lagt hefur verið inn til mats. Niðurstaðna er að vænta fljótlega. - Í ársbyrjun 2004 kom Torild Nilsen Mohn frá VOX í Noregi í heimsókn til FA. VOX er sá aðili í Noregi sem hefur haldið utan um raunfærniverkefnið þar í landi, en Norðmenn hafa stigið ákveðnari skref í þessari þróun en flestir aðrir. Torild vann með starfsmönnum FA og hélt einnig fyrirlestur fyrir fleiri aðila. Í maí fór Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri FA, til Bordeaux í Frakklandi á ráðstefnu Leonardo da Vinci áætlunar- innar um „Transparency, assessment and validation of knowledge“. Í maí fóru Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Fjóla María Lárusdóttir, náms- og starfsráðgjafi FA, í kynnisferð með starfsmenntaráði félagsmálaráðu- neytisins til Skotlands. Áherslan í ferðinni var mat á raunfærni, skoska kerfið var kynnt og starfsemi ýmissa aðila sem koma að matinu eða vinna skyld verkefni. Í júní fór Guðmunda Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá FA, í Cedefop-námsferð til Englands. Námsferðin bar nafnið „Recognition of formal, non-formal and informal learn- ing“. Í september fór Fjóla María Lárusdóttir í manna- skiptaferð á vegum Leonardo til Svíþjóðar og Danmerkur og heimsótti aðila sem hafa verið að vinna að mati á raunfærni í þessum löndum. - Tilraunaverkefni er unnið í samstarfi við Símann, Eflingu-stéttarfélag, Iðnskólann í Reykjavík og Starfsafl um mat á starfi verkamanna hjá Símanum inn í sím- smiðanám í Iðnskólanum. - Í byrjun október var lögð inn forumsókn um tilrauna- verkefni til Leonardo-skrifstofunnar á Íslandi þar sem markmiðið er að lýsa aðferðum og framleiða tæki til raunfærnimats ásamt því að byggja upp ráðgjöf og aðkomu fyrirtækja að raunfærniskráningu. Verkefnið verður unnið í samstarfi við aðila m.a. í Danmörku og Svíþjóð. Íslensku aðilarnir eru, ásamt FA, Starfs- greinaráð í fjármála- og verslunargreinum, SÍB, Landsbankinn og Íslandsbanki. Áformað er að leita eftir samstarfi við fleiri aðila, verði forumsóknin samþykkt. Markmið með uppbyggingu námsferilsskráa er að finna auðvelda leið til að halda utan um námsferil einstaklinga í formlegu og óformlegu námi ásamt því að halda jafn- framt utan um raunfærnimat einstaklinga, jafngildingu mats miðað við formlegt nám, staðfesta færni á vinnu- markaði og hugsanlega einnig aðra færni sem ekki hefur verið metin né staðfest. Þetta verkefni er skammt á veg komið en þó hafa tvö skref verið stigin í þessu máli. F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.