Gátt


Gátt - 2004, Page 12

Gátt - 2004, Page 12
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 12 Það er margt sem gerir umræðu um þetta efni í senn flókna og áhuga- verða. Í fyrsta lagi eru sum hugtök óljós og skilin á ólíka vegu þannig að fólk er oft að nota sömu orðin, til dæmis starfsmenntun, símenntun og fullorðinsfræðslu, en er samt að tala um mjög ólíka hluti. Þetta veldur því að erfitt er að bera saman stöðu mála á milli landa og jafnvel skoða þróunina innan hvers lands. Í öðru lagi eru rökin eða hugsunin að baki menntun, sérstaklega margvís- legri endurmenntun, margslungin. Ólíkir aðilar geta sammælst um mikilvægi menntunar en gera það á mjög mörgum og ólíkum forsendum. Sumir beina sjónum sínum að hag fyrirtækja og hverju menntun skilar þeim, aðrir að velta fyrir sér símenntun í þágu lýðræðis og jafnréttis. Enn aðrir huga fyrst og fremst að því hvernig einstaklingar geta haft gagn eða gaman af frekari menntun óháð arðsemi fyrir þá sjálfa, vinnustaði þeirra eða fyrir þjóðfélagið almennt. Af þessum sökum er erfitt að komast að niðurstöðu um hverjir eigi að bera ábyrgð á menntun að loknum formlegum skóla; er það samfélagið, fyrirtæki, verkalýðsfélög eða einstaklingarnir sjálfir? Í þriðja lagi er sú grundvallarsýn sem fólk hefur á þau kerfi, sem ættu að þjóna endurmenntun, mjög margvís- leg. Sumir hugsa einkum til hins hefðbundna skólakerfis og hvort það megnar að reiða fram ólík tilboð um menntun fyrir alla en aðrir gera því skóna að menntun í þágu atvinnulífs eða þeirra sem hafa hopað frá skólakerfinu verði að fara fram á vettvangi atvinnulífsins og utan skólakerfisins. Vegna þess að menntun fullorðinna hefur verið utan skólakerfisins hefur hún ekki verið mjög sýnileg. Margir halda að þetta sé tiltölulega nýtt fyrirbæri en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að gróskumikil símenntun hefur verið við lýði um langa hríð. Þær flækjur, sem hér eru nefndar, verður að hafa í huga þegar starfs- menntun eða símenntun er rædd og þær kalla á að öll umfjöllun sé eins gegnsæ og skýr hvað þessi atriði varðar og mögulegt er. Í þessari grein ætla ég að staldra við atriði sem ég tel að skipti sköpum um mat á stöðu, en þó einkum þróun, símenntunar næstu árin en ég ætla ekki að gefa yfirlit yfir allt það sem gæti skipt máli. Fyrst ræði ég um hugtök, einkum þau sem tengjast fullorðinsfræðslu, síðan um kerfi skóla og menntunar og í því sambandi um rætur menntunar fullorðinna, þar næst um rökin fyrir fræðslu fullorðinna og á hverjum ábyrgðin hvílir. Að síðustu fjalla ég um stöðuna og hver sennileg þróun verður. Hugtökin ful lorðinsfræðsla 1, endurmenntun 2, s ímenntun 3 og starfsmenntun Það skapar ákveðinn vanda í umræðu um menntun að merking mikilvægra hugtaka hefur verið á reiki. Þetta á líklega ekkert frekar við í umræðu um fullorðinsfræðslu en önnur svið menntunar en það má vera að hugtaka- óreiðan valdi óvenjumiklum vanda á þessu sviði4. Það er vegna þess að það tengist afdrifaríkum hugmyndum, til dæmis um skipulagningu nýs kerfis um fullorðinsfræðslu eða deilum um fjármagn. Vegna þess hve umfangið er mikið, fjármunirnir miklir, markmiðin margslungin og aðstæður fjölbreytilegar skiptir miklu máli að það sé F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A O G S T A R F S M E N N T U N Á Í S L A N D I S T A Ð A O G Þ R Ó U N S T A R F S F R Æ Ð S L U O G S Í M E N N T U N A R Jón Torfi Jónasson 1 Sjá umfjöllun í Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir (2001a). Um hríð virðist fullorðinnakennsla eða fullorðinnamenntun hafa verið notað, sjá t.d. Jóhann S. Hannesson (1971). Í greinargerð frumvarpsins um fullorðinsfræðslu var rökstutt að samsetning eintölunnar (fullorðins) og fræðslu- hugtaksins væri líklega þjálli orðmynd. 2 Um hríð virðast orðin ummentun og viðbótarmenntun hafa verið notuð þegar nú er talað um endurmenntun. 3 Athyglisverðust eru örlög orðsins ævimenntun. Það var alls ráðandi á áttunda áratugnum, stundum sem þýðing permanent education (sjá Bertrand Schwartz, 1971) en þó mun frekar á life-long learning. Það er ljóst að orðið símenntun er upphaflega þýðing á recurrent education. Þess vegna virðist vera eðlilegt að tala um að leggja áherslu á símenntun (það er að fólk geti auðveldlega komið aftur og aftur inn í fræðslustarf), m.a. með því að byggja upp kerfi eða umgjörð ævimenntunar. Einkenni ævimenntunarkerfis er símenntun. 4 Það er ekkert sáluhjálparatriði að öll hugtökin séu kristaltær ef þau skiljast í stórum dráttum. Hins vegar getur skipt sköpum, t.d. í deilum um hver á að standa straum af kostnaði einhverrar starfsemi að vita hvað til hennar heyrir. Þetta á örugglega við um fjölmargt sem deilt er um hvort að flokka eigi sem fullorðinsfræðslu, endurmenntun eða starfsmenntun, svo dæmi séu tekin.

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.