Gátt - 2004, Qupperneq 13
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
13
sæmilega ljóst um hvað málið snýst. Orðið fullorðins-
fræðsla hefur í daglegu tali að minnsta kosti tvenns konar
merkingu og hér verða leidd rök að því að líklega séu þær
þrjár5.
Í fyrsta lagi er sú merking sem vísar til allrar fræðslu sem
fullorðið fólk á kost á, hvort sem miðað er við tvítugsald-
urinn eða önnur aldursmörk og hvort heldur fræðslan er
formleg eða óformleg. Í umfjöllun um menntamál hefur
mótast sérstakt fræðasvið um kennslufræði fullorðinna
sem fjallar um alla kennslu til handa fullorðnum á grund-
velli þessarar almennu merkingar (á ensku er notað orðið
andragogy um þessi fræði).
Önnur merking orðsins, og miklu algengari, er talsvert
þrengri og vísar til þeirrar fræðslu fullorðinna sem er
annaðhvort utan skólakerfisins (til dæmis námskeið með
starfi) eða fræðslu sem er sérstaklega ætluð fullorðnu
fólki til þess að það geti bætt sér upp formlega skóla-
göngu sem það fór á mis við (til dæmis þá fræðslu sem
öldungadeildir framhaldsskólanna hafa boðið upp á).
Menntun fullorðinna, sem er eðlileg framvinda formlegrar
skólagöngu (til dæmis nám iðnmeistara, eða meistara-
og doktorsnám í háskóla), telst samkvæmt þessari skil-
greiningu ekki til fullorðinsfræðslu. Þessi merkingar-
munur skiptir máli. Þegar fjallað er um fræði um full-
orðinsfræðslu, til dæmis hvort sérstök viðhorf eigi við
þegar skólastarf fyrir fullorðna er skipulagt, er orðið
notað í víðari merkingunni. Hins vegar, þegar krafa er
gerð til stjórnvalda um að vinna að skipulagi fullorðins-
fræðslu eða þegar fjallað er um löggjöf til þess að efla
fullorðinsfræðslu eða greiða fyrir hana, er þetta sú merk-
ing sem lögð er í orðið og svo er einnig hér. Í þessari
merkingu tekur orðið hugsanlega við af orðunum
alþýðumenntun eða alþýðufræðsla sem vísuðu til
margvíslegrar fræðslu sem fólk sótti sér.
En það má deila um hvort telja eigi nám innan skólakerf-
isins með fullorðinsfræðslu alveg óháð því hve gamalt
fólk er. Vera má að hún eigi aðeins að ná til náms utan
skólakerfisins eigi hún að koma að gagni.
Þess vegna má segja að merking orðsins fullorðins-
fræðsla sé orðin þríþætt. Tvær fyrstu merkingar orðins
eru þær sem kynntar voru hér að framan:
I) Fræðsla fyrir alla sem náð hafa ákveðnum aldri,
segjum 20 ára aldri. Hér vísar orðið til allrar fræðslu
fullorðinna alveg óháð stöðu hennar miðað við skóla-
kerfið. Þetta var fyrri merkingin sem nefnd var hér að
framan og orðið andragogy vísar til. Þetta er líklega
hin kórrétta merking og þess vegna sú sem ætti að
nota en er sjaldnast sú sem fólk hefur í huga þegar
orðið er notað.
II) Fræðsla fyrir alla sem stunda nám en eru ekki á
hinum beina vegi formlegrar skólagöngu. Þetta er sú
merking sem lögð er í orðið í frumvarpi til laga um full-
orðinsfræðslu sem lagt var fyrir Alþingi árið 1974. Hér
er með talin formleg skólaganga, hvort heldur er
innan framhaldsskóla- eða háskólakerfisins en á þó
aðeins við í því tilviki þegar fólk stundar námið löngu
eftir að hinum venjubundna aldri skólastigsins er náð
(til dæmis þegar fólk lýkur framhaldsskólanámi á
fertugsaldri). Enn fremur nær merkingin til allrar
óformlegrar fræðslu fyrir fólk á fullorðinsaldri.
III) Fræðsla sem ekki fellur að hinu formlega skólakerfi
er sú merking sem virðist ráða ferðinni nú orðið í
almennri umræðu. Oftast hefur fólk aðeins í huga þá
fræðslu sem tengist atvinnulífinu en margvísleg tóm-
stundafræðsla fær að fljóta þarna með. Samkvæmt
þessari þrengstu merkingu tilheyra öldungadeildir
framhaldsskólanna strangt til tekið ekki fullorðins-
fræðslu. Þessi merking var ekki kynnt í umræðunni
hér að framan.
Orðið endurmenntun virðist hafa fest sig í sessi og er,
eins og fullorðinsfræðsla, einnig notað í fleiri en einni
merkingu í íslensku. Annars vegar er orðið notað í þröngri
merkingu og vísar þá til þess að fólk sæki sér endur-
menntun þegar það endurnýjar fyrri menntun sína. Þá er
til dæmis talað um endurmenntunarnámskeið fyrir
fagstéttir og þannig er orðið væntanlega til komið. Þessi
5 Það er athyglisvert hvað þetta hugtak er skilgreint á marga ólíka vegu í nágrannalöndum okkar. Sjá yfirlit yfir ólíkar skilgreiningar í Beatriz Pont, Anne
Sonnet, Patrick Werquin (2003). Þar sést að enska orðið adult education er ýmist notað í víðari eða hinni þrengri merkingu.