Gátt


Gátt - 2004, Side 14

Gátt - 2004, Side 14
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 14 merking var væntanlega höfð í huga þegar Endur- menntunarnefnd HÍ var sett á laggirnar árið 19856. Samkvæmt þessari þröngu merkingu orðsins er ekki gert ráð fyrir að fólk sé að bæta við sig frekari prófgráðum í beinu framhaldi af þeim sem það hefur fyrir. Ef svo væri þá væri talað um viðbótar- eða framhaldsnám en ekki endurmenntun. Hins vegar virðist orðið endurmenntun smám saman fá víðari merkingu og ná yfir allt nám sem fólk sækir sér á fullorðinsaldri og er þá ekki gerður grein- armunur á því hvort um er að ræða grunnmenntun (til dæmis iðnnám eða fyrstu háskólagráðu), framhald grunn- menntunar eða endurnýjun þekkingar, svo framarlega sem fólk er að bæta við sig námi eftir nokkuð langt hlé (og er að öðru jöfnu þess vegna ekki á þeim aldri í náminu sem kerfið gerir ráð fyrir). Ef fólk bætir við sig námi sem felur í sér prófgráður, sem eru þó á sama stigi og fyrri gráður, hefur það stundum verið kallað viðbótarmenntun eða ummenntun frekar en framhaldsmenntun7. Nú er þetta nám oft flokkað sem endurmenntun. Þessi útvíkkun merkingar orðsins er að mörgu leyti skiljanleg enda má segja að öll menntun sé í einhverjum skilningi til endursköpunar, meðal annars þegar fólk sækir inn á algjörlega ný mið, og þess vegna megi rökstyðja að orðið eigi oft við. Sennilega er óhjákvæmilegt að sætta sig við þessa víðu merkingu. Orðið er notað í þessari víðu merkingu hér. Orðið símenntun fær stöðugt öruggari fótfestu og tengist meðal annars áherslu stjórnvalda víða um heim á „life- long learning“. Ekki er ljóst hvers vegna þetta hugtak ýtti út orðinu ævimenntun sem að sumu leyti virðist samsvara life-long learning betur og var notað um hríð. Hér er átt við að í nútímaþjóðfélagi sé eðlilegt og mikil- vægt að líta svo á að menntun taki aldrei enda, það sé úrelt viðhorf að halda að maður ljúki námi á unglingsaldri og þar með sé skólagöngu lokið8. En orðið lýsir stöðu eða almennu skipulagi en ekki tilteknu námi, til dæmis væri ekki eðlilegt að tala um að „sækja sér símenntun“, heldur frekar að fara á námskeið eða sækja sér endurmenntun eða viðbótarmenntun í samfélagi þar sem mikilvægi símenntunar væri viðurkennt. Orðið starfsmenntun á íslensku vísar til menntunar til starfa eða starfssviða hvort heldur hún fer fram utan skólakerfisins eða innan, í framhaldsskóla eða háskóla. Um menntun í skóla eru oft notuð ensku orðin vocational education (sem vísar einkum til starfsmenntunar í framhaldsskóla) og professional education (sem vísar einkum til fagmenntunar í háskóla). Þetta bendi ég á vegna þess að á íslensku skilja sumir orðið starfsmennt- un eins og það vísi fyrst og fremst til framhaldsskólanáms en það er ekkert í eðli þess verkefnis að mennta fólk til starfa sem bendir á eitt skólastig öðru fremur né tengir það nauðsynlega við skóla. Það er heldur ekkert sem bindur námið við ákveðinn aldur þótt auðvitað sé gert ráð fyrir að fólk undirbúi sig undir störf áður en það ræður sig til þeirra. Menntakerf i Samspil skóla og margvíslegrar endurmenntunar er um margt sérstakt. Að sumu leyti er eins og þessi tvö verkefni snerti ekki hvort annað en samt er eins og skólakerfið ráði mjög miklu um framvindu og skipan allrar menntunar9. Þótt skólakerfi séu löngu búin að taka á sig ákveðið mót eru þau enn í sífelldri þróun og hafa mjög mótandi áhrif á menntun utan kerfisins. Starfsmenntun, sem almennt er viðurkennt að sé ein af undirstöðum hagkerfisins, fer að mestu fram innan skólakerfisins og hefur sjálf einnig verið að breytast, sumir þættir hennar hafa verið að flytjast á milli skóla og vettvangs (stundum í eina átt, stundum í aðra). Upphaflega átti starfsmenntun ekki endilega heima innan skólakerfisins en hefur smám 6 Orðið endurmenntun er ekki í útgáfu Orðabók Menningarsjóðs frá 1985. 7 Hér er gert ráð fyrir að orðið framhaldsnám vísi til formlegra prófgráða í skólakerfinu þar sem það er alveg ljóst að næsta prófgráða er æðri þeirri fyrri og er í beinu framhaldi af henni. Þessi merking orðsins er ekki jafnskýr og fyrr en það eru þessar framhaldsgráður sem ég á erfiðast með að sætta mig við að séu taldar til endurmenntunar. 8 Tékkneski menntafrömuðurinn Komenius (1592-1670) taldi að menntun hæfist í móðurkviði og síðasta menntunarskeiðið væri undirbúningur undir dauðann. 9 Auðvitað eru tengsl, m.a. fyrir tilstilli símenntunarmiðstöðva, en þeim er einmitt ætlað að byggja brýr vegna þess hve náttúrulegir snertifletir eru fáir.

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.