Gátt


Gátt - 2004, Side 15

Gátt - 2004, Side 15
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 15 saman flust þangað. Endrum og eins er reynt að stemma stigu við því og flytja hana í einhverjum mæli aftur út á starfsvettvang og margvísleg starfsmenntun fer vissulega fram utan skólakerfisins. Umfjöllun um símenntun hefur einmitt mótast af hugmyndum um að menntun, ekki síst til starfs, sé viðfangsefni fólks alla starfsævina og verði því að fara fram með starfi og þá ekki síður utan skóla en innan. Á síðustu áratugum 20. aldar var almennt álitið að menntun eftir að formlegri skólagöngu lyki væri mjög mikilvæg, jafnvel ekki síður en sú sem færi fram á skóla- göngualdri. Þess vegna bæri henni mikilvægur sess í umræðu um menntamál; hugmyndin um ævimenntun eða símenntun fór að taka á sig skýra mynd. Það er því augljóslega áhugavert að velta því fyrir sér hvernig þessir mikilvægu þættir menntunar þróast, fléttast saman og hafa áhrif hvor á annan. Skólakerfi Vesturlanda hafa mótast á nokkuð löngum tíma þótt íslenska kerfið sé ekki ýkja gamalt. Þessari mótun er engan veginn lokið. Fram að 19. öldinni var nánast ekkert skólastarf á Íslandi utan latínuskólanna sem voru starfsmenntaskólar fyrir presta10. Á 19. öldinni fer svo að móta fyrir skólakerfi en einnig dafnaði fjölbreytileg fræðslustarfsemi sem sneri bæði að starfs- menntun og almennri fræðslu fyrir unga sem aldna. Alþýðufræðsla eða fullorðinsfræðsla var mjög blómleg á þessum tíma. Undir lok aldarinnar fer það skólakerfi, sem við þekkjum nú, að taka á sig skýra mynd, annars vegar með stórefldri barnafræðslu en ekki síður með stofnun starfsmenntaskóla í ýmsum starfsgreinum. Blómaskeið starfsmenntaskóla var á áratugunum fyrir og eftir aldamótin 1900. Þessi þróun heldur svo áfram á fyrri hluta 20. aldarinnar og það vekur athygli hve fjölbreytt umgjörð þeirra og starfsemi var. Með lagasetningu árið 1946 verða viss þáttaskil því þá eru sett lög um marga af þessum skólum og þeir settir inn í eitt heilsteypt kerfi. Það má segja að samhliða stofnun lýðveldisins höfum við sett á laggirnar okkar eigið skólakerfi. Sú viðleitni að fella skólana að einni heild heldur áfram allan seinni helming aldarinnar og með framhaldskólalögunum 1988 er henni að mestu lokið fyrir framhaldsskólastigið og með lögum um háskóla 1997 er það sama gert fyrir háskólastigið. Í þessari þróun var mótað vel samhæft kerfi og innan þess eru nemendur hreyfanlegir en jafnframt innan ramma sem er skýr. Það eina sem hefur ekki tekist (góðu heilli) er að aldursbinda rammann í þeim mæli sem gert hefur verið í nágrannalöndum okkar en nokkur viðleitni er þó í þá átt11. Fjölmargt hefur unnist með þessari kerfisbindingu en sennilega hefur tvennt tapast sem er áhyggjuefni. Annað er fjölbreytileiki. Vera má að það sé einkum marg- breytileiki skipulags og verklags sem hefur látið undan síga en mig grunar að það eigi einnig við um inntak; að vísu ekki endilega fjölda námsbrauta heldur hvernig á þeim er haldið og hvert inntak þeirra er. Hitt sem hefur tapast er sveigjanleiki. Um leið og skólakerfinu hefur vaxið ásmegin og það hefur tekið á sig skýrari mynd og reglurnar um hvenær nemandi er innan kerfisins eða utan hafa mótast hefur staða þeirra sem eru utan kerfis- ins í vissum skilningi veikst. Það er orðið ljósara en áður hvort fólk hefur spjarað sig í kerfinu eða ekki vegna þess hve leikreglurnar eru skýrar og einfaldar. Skólakerfið er í þessum skilningi mjög ráðandi um stöðu fólks í samfélag- inu og það verður sífellt mikilvægara að skilgreina sig með tilvísun í það kerfi, meðal annars með því að nota þau viðmið (þ.e. þær prófgráður eða vottorð) sem það notar. Staða þeirra sem eru fyrir utan verður af þessum sökum sífellt erfiðari. Það er þess vegna áhugavert að fylgjast með því hvernig skólakerfið styrkir stöðu sína, verður að ýmsu leyti einfaldara, gagnsærra, öflugra og skilvirkara en tapar um leið ákveðinni fjölbreytni og sveigjanleika og verður hugsanlega í hugum sumra held- ur fráhrindandi. Fræðsla og nám fullorðinna innan og utan skólakerfisins hefur um langan aldur skipt miklu máli en það er eins og þetta hafi stundum gleymst í umræðu um þróun mennt- unar í landinu. Það eru tvær stoðir þessarar fullorðins- fræðslu. Önnur eru margvíslegar tilraunir til þess að 10 Það er eftirtektarvert að menntaskólarnir, eins konar musteri almenns bóknáms, skuli í upphafi hafa verið starfsmenntastofnanir. Ég hef kallað þetta dæmi um bóknámsrek (academic drift). 11 Með aldursbindingu er t.d. átt við að fólk eigi ekki erindi í framhaldsskóla eftir að það hefur náð tvítugsaldri.

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.