Gátt


Gátt - 2004, Síða 16

Gátt - 2004, Síða 16
bjóða fullorðnu fólki upp á hefðbundna kennslu sem oft hefur verið fyrir utan hið formlega skólakerfi, hvort heldur það var í lýðháskólum, útvarpsskóla, bréfaskóla, náms- flokkum eða í margvíslegum námskeiðum sem hafa blómstrað allan seinni hluta 20. aldar. Sumt af þessari fullorðinsfræðslu hefur þó verið innan skólakerfisins og eru öldungadeildir framhaldsskólanna á síðasta fjórðungi 20. aldarinnar skýrasta dæmið um það. Undanfarinn áratug hefur óformleg fullorðinsfræðsla verið færð inn í skólakerfið í auknum mæli, ekki síst á háskólastiginu. Hinn þáttur fullorðinsfræðslunnar er ekki síður áhuga- verður og hefur örugglega verið mjög vanmetinn í umræðu um uppbyggingu menntunar í landinu. Þetta er ótrúlega fjölþætt óformleg fræðslustarfsemi af ýmsu tagi. Innan hennar rúmast fræða- og lestrarfélög 19. aldarinn- ar, uppbygging bókasafna til alþýðufræðslu, öflug tímarita- útgáfa 19. og 20. aldar, öflug kennslu- og fræðslustarfsemi ríkisútvarpsins, einkum á fyrstu áratugum þess, almennir fyrirlestrar og fræðslufundir alla 20. öldina og fræðsluefni á netinu á síðustu árum. Ingi Sigurðsson (1996) segir meðal annars um atorku Magnúsar Stephensen í byrjun 19. aldar: Útgáfa efnis fyrir börn í fræðsluskyni var sannarlega merkur þáttur í útgáfustarfsemi þeirri sem Magnús var viðriðinn, en meginmarkmið hennar var að sjá fullorðnum fyrir góðri fræðslu um veraldleg og, að nokkru leyti, andleg efni. Segja má að í viðleitni hans á þessu sviði hafi falist risavaxið átak í full- orðinsfræðslu (bls. 110). Það skiptir mestu máli þegar þróun þessarar fullorðins- fræðslu er athuguð að frekar fjölþætt og margþætt menntun af ýmsu tagi varð smám saman samofin hinu formlega skólakerfi. En jafnframt hafa vaxið nýir sprotar af nýjum fræjum og ekki er alltaf ljóst hvernig eða að hvaða marki þeir fléttast inn í menntakerfið. Reynslan sýnir þó að það muni í flestum tilvikum gerast um síðir. Ástæða er til að ætla að viðurkenning samfélagsins á því að símenntun sé hluti af menntakerfinu leiði smám saman til talsverðra breytinga á þessu kerfi og á viðhorfi til menntunar. Það er ekki ósennilegt að þetta verði þær breytingar á menntun sem verði mest áberandi á fyrstu áratugum 21. aldarinnar. Hvers vegna ful lorðinsfræðsla? Rökin fyrir menntun eru margslungin og það á jafnt við um menntun utan og innan skólakerfisins. Á síðustu áratugum hefur verið látið að því liggja að tilefni mennt- unar eftir að formlegri skólagöngu lýkur sé fyrst og fremst að styrkja stöðu vinnuafls á markaði, til þess auka framleiðni, færanleika vinnuafls og nýsköpun í atvinnulífi. Þetta mætti kalla mannauðsrökin. Þetta eru vissulega sterk og mikilvæg rök fyrir kvikri endurmenntun. Þetta eru auðvitað einnig veigamikil rök fyrir öflugum framhalds- og háskólum og það er almennt og nokkuð gott samkomulag um að samfélagið standi straum af rekstrar- kostnaði þeirrar grunnmenntunar sem þar fer fram. En hvað um kostnaðinn af endurmenntun utan skólakerf- isins? Það hefur verið stefna ríkisvaldsins undanfarið að ábyrgðin á endurnýjun menntunar sé á herðum einstakl- inga og síðan atvinnurekenda að því marki sem það eru sérstakir hagsmunir þessara aðila sem eru í húfi. En málið er aðeins flóknara. Það er alls ekki ljóst hvers vegna eigi að gera þennan skýra greinarmun á grunnmenntuninni sem er innan hins formlega skólakerfis og viðhaldi menntunar sem er iðulega utan þess. En fyrir því eru meðal annars þau rök að fólk, sem komið er til starfa, hafi meira svigrúm til að standa straum af endurnýjun þekkingar sinnar og meiri sveigjan- leika til þess að gera það, meðal annars í samráði við vinnuveitanda sinn. En það sem flækir þetta mál enn frekar er að það eru að minnsta kosti þrenn rök fyrir endurmenntun til viðbótar mannauðsrökunum sem þegar hafa verið nefnd. Fyrst eru það rök sem vísa til mikilvægis þess að endurnýja undirstöðuþekkingu (meðal annars læsi) almennings í þjóðfélagi sem tekur hröðum breyt- ingum en reiðir sig á þekkingu hvers einasta einstaklings til þess að taka virkan þátt12. Köllum þetta lýðræðisrökin. 16 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 12 Ég tel að íslenskukennsla til handa fólki af erlendi bergi, sem hefur tekið sér búsetu hér á landi, fari í þennan flokk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.