Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 34

Gátt - 2004, Qupperneq 34
34 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Nú er rétt að taka dæmi. Segjum að 35 ára gömul kona, þriggja barna móðir, óski eftir inngöngu á sjúkraliðabraut. Hún lauk á sínum tíma einum vetri í framhaldskóla en hætti þá til þess að sinna börnum sínum. Hún bjó tæp þrjú ár í Danmörku þar sem bóndi hennar var í námi og þar vann hún í skólamötuneyti undir stjórn matreiðslumanns og næringarfræðings. Nú eru börnin komin á legg og hana langar í nám, var búin að vinna nokkur sumur á öldrunarheimili og líkaði vel að vinna við heilbrigðisstörf. Hún leggur fram prófskírteini úr framhaldsskólanum og starfsferilsskrá og óskar eftir mati á fyrra námi og óform- legu námi. Og hvernig bregst nú skólinn við þessu? Við metum almennar greinar, íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði og lífsleikni, jafnvel sögu og félagsfræði. Kennslustjóri sjúkraliðabrautar ræðir ítarlega við konuna um vinnu hennar á öldrunarheimilinu og ákveður að konan fái metinn tiltekinn verklegan áfanga í hjúkrun og sömuleiðis næringarfræði. Aðrar sérgreinar brautarinnar verður hún að setjast í og læra. Síðar verður metið hvort unnt er að stytta starfsþjálfunartímann. Svona gæti þetta endað. Það sem byggt er á eru því próf- skírteini, starfsferilsskrá og viðtal. Við ítrekum að ekkert mat á tilteknum einstaklingi er fordæmisgefandi, það er ávallt verið að meta fyrra nám og raunfærni tiltekins ein- staklings eftir þeim gögnum sem hann leggur fram. Það er þjóðhagslega brýnt að taka myndarlega á þessum málum hér á landi og menntamálaráðuneytið verður að veita því ákveðna forystu. Í nágrannalöndum er þetta mat komið á góðan rekspöl, ekki síst vegna þess að þar búa mun fleiri innflytjendur en hér á landi, fólk sem kemur að heiman með ákveðna færni, jafnvel skilgreind próf – en enga pappíra. Ég hygg að skólar hafi sýnt of mikla varfærni í mati af þessu tagi en reynsla okkar sýnir að fullorðið fólk, sem kemur aftur í skóla, er reiðubúið til að leggja mikið á sig. Ef raunfærni þess er ofmetin, t.d. í tungumálum eða stærð- fræði, sýnir reynslan okkur að það er óhrætt við að biðja um endurmat svo að það geti byrjað í áfanga sem er hæfilega ögrandi ef svo má segja. Ekkert nám á sér stað ef nemandi er annaðhvort í of léttum eða of þungum áfanga. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. R A U N F Æ R N I M I Ð S T Ö Ð I N Í M Á L M E Y Raunfærnimat í Málmey Tilraunaverkefni í að meta raunfærni hefur staðið yfir í Svíþjóð frá því á haustdögum árið 2000 en ekki er til nein heildarhugsun um skilyrði eða ferli matsins enn. Þar af leiðandi þróast raunfærnimatið á mismunandi stöðum á landinu út frá afar ólíkum áformum og skilyrðum. Eftirfarandi lýsing á færnimati byggist á vinnunni í Málmey og þeim skilyrðum sem gengið er út frá þar. Skipulag Raunfærnimiðstöðin í Málmey er rekin í samstarfi við vinnumiðlunina og beinist að þeim einstaklingum sem æskja þess að fá starfsfærni sína metna. Frá því í janúar 2004 hefur matið verið hluti af reglulegri starfsemi skólaskrifstofunnar og telst til fullorðinsfræðslu- deildarinnar. Grunnframlag er veitt í matsstarfsemina sem nægir fyrir kostnaði við stjórnun og starfsmenn, tvo verk- efnastjóra og einn náms- og starfsráðgjafa. Hugmyndin er að þeir sem óska eftir að nota mat við framkvæmd eigi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.