Gátt


Gátt - 2004, Page 50

Gátt - 2004, Page 50
50 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Ummæli e instakl inga: - Nauðsynlegt og skipulagt fyrir þá sem eru að leita sér að vinnu. - Ég hef ákveðið að fara í nám til að afla mér þekkingar sem nauðsynleg er fyrir það starf sem ég hef áhuga á að vinna. - Ég hef styrkst mjög mikið og er betur undirbúin fyrir nám og atvinnuleit. - Ferilskráin mín er full af sjálfsvirðingu, ólík þeim fyrri. - Kom mér á óvart en er frábært verkefni. Gunnlaug Hartmannsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Mími - símenntun. „Verkamenn hjá Símanum“ Nú í ár hefur Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins komið að tilraunaverkefnum í tengslum við starfsþjálfun og endur- menntun. Innlegg Fræðslumiðstöðvar hefur falist í því að greina tækifæri til mats á raunfærni og vera ráðgefandi í því ferli. Eitt þessara verkefna er samstarfsverkefni Símans, Eflingar – stéttarfélags, Iðnskólans í Reykjavík, Starfsafls – starfsmenntar Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Markmið verkefnis- ins er að allir verkamenn hjá Símanum eigi kost á starfs- þjálfunarnámskeiðum sem miða að því að gera þá hæfari í starfi og um leið byggja brýr fyrir þá sem áhuga hafa á því að fá færni sína metna til styttingar á námi í símsmíði. Könnun á meðal starfsmanna leiddi í ljós að um tuttugu manns höfðu áhuga á að fá mat á færni sinni. Í upphafi var haldinn kynningarfundur með hópnum. Í kjölfarið hófst færniskráning. Náms- og starfsráðgjafi, kennari og fræðslustjóri Símans aðstoðuðu einstakling- ana við að lýsa þeirri heildarfærni sem þeir hafa þróað með sér með námi og starfi. Þá tóku við einstaklingsviðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa þar sem farið var yfir skráningu og rætt um námið. Út frá niðurstöðum færniskráningar er nú verið að vinna yfirlit yfir þá þætti sem mögulegt er að meta hjá hverjum einstaklingi fyrir sig til styttingar á námi í símsmíði. Síminn mun sjá um að meta inn í þá áfanga, sem hann hefur umsjón með, í náminu í samvinnu við Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins sem leggur til leiðbeiningar varðandi tilhögun matsins. Iðnskólinn í Reykjavík mun koma til móts við tilvonandi nemendur á sama máta. Einstaklingar innan hópsins eru mislangt á veg komnir í færniuppbyggingu sinni og námi í faginu. Sumir hafa tekið þó nokkra áfanga í framhaldsskólakerfinu, aðrir búa að langri starfsreynslu og margir hafa hvort tveggja í farteskinu. Mikilvægt er að kynna matsferlið og hugtök tengd raun- færni vel fyrir einstaklingum til þess að þeir geti tekið upplýsta ákvörðum um hvort þessi leið henti þeim. Við kortlagningu á færni getur komið sér vel að vinna í hópum þar sem oft er verið að lýsa sameiginlegri færni og því gott að geta sameinast við að rifja upp verkþætti og orða lýsingarnar. M A T Á F Æ R N I T I L S T Y T T I N G A R Á N Á M I Fjóla María Lárusdóttir

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.