Gátt


Gátt - 2004, Page 68

Gátt - 2004, Page 68
68 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Á undanförnum áratug hefur nám full- orðinna verið áberandi. Ástæður þess eru m.a. hækkandi meðalaldur íbúa og að efnahagslíf OECD-ríkjanna byggist í sífellt meiri mæli á þekkingu. Mikið atvinnuleysi ósérhæfðs verkafólks, vaxandi þýðing og viðurkenning á mikilvægi mannauðs fyrir efna- hagsvöxt og félagslega þróun – ásamt almennum áhuga á að auka félags- legan og persónulegan þroska sinn – kallar á aukið framboð námstækifæra fyrir fullorðið fólk til símenntunar í víðara samhengi. Námstækifærin skírskota, eftir að- stæðum, til starfs, nauðsynlegrar grunnfærni, viðbótar- færni eða til félagslegs og borgaralegs vafsturs af ýmsu tagi. Þrátt fyrir góða viðleitni er mikið ójafnræði milli hópa þegar kemur að því að stunda nám og þegar litið er yfir það nám sem er í boði. Nú er kominn tími til að fylgja umræðunni eftir og leggja á ráðin um raunhæfa stefnu til að fjölga tækifærum og greiða götu allra fullorðinna til náms. Tilgangur skýrslunn- ar er að gera grein fyrir reynslu Bretlands, Danmerkur, Finnlands, Kanada, Noregs, Portúgals, Spánar, Sviss og Svíþjóðar. Viðfangsefnin Hvað er nám fullorðinna? Hugtakið nám fullorðinna felur í sér hvers konar nám og þjálfun sem fullorðnir stunda vegna atvinnu eða af persónulegum ástæðum. Hugtakið felur í sér almenna menntun, verkmenntun og starfs- þjálfun sem rúmast innan símenntunar. Í ríkjunum níu er fjölbreytt námsframboð á vegum opinberra aðila, einka- geirans, fræðslustofnana, fyrirtækja, viðskiptasamtaka, félagasamtaka og ýmissa annarra samtaka. Þátttaka í námi fullorðinna er misjöfn milli ríkjanna. Á Norðurlöndum, Bretlandi, í Sviss og Kanada tók a.m.k. þriðjungur fullorðinna þátt í einhverri þjálfun á tilteknu 12 mánaða tímabili (samkvæmt: IALS: International Adult Literacy Survey, 1994-1998). Í flestum norrænu löndunum og Bretlandi tók a.m.k. fimmtungur fullorðinna þátt í námi á tilteknu fjögurra mánaða tímabili (samkvæmt ELFS: European Union Labour Force Survey, 2001). Þátttakan er minni á Spáni og Portúgal. Þátttaka einstakra hópa í námi fullorðinna er afar ójöfn. Yngstu hópar fullorðinna, langskólagengnir, þeir sem eru í vinnu eða eru í vinnu sem krefst talsverðrar fagkunnáttu finna frekar nám við hæfi eða hafa greiðari aðgang en aðrir að námi. Aldur skiptir máli vegna þess að í ljós kemur að með hækkandi aldri dregur úr aðsókn í nám. Í flestum landanna er meirihluti þátttakenda á aldrinum 25-29 ára en um fimmtugsaldurinn fer að draga verulega úr þátttöku. Fullorðnir, sem hafa lokið langskólanámi, hafa mestan hag af viðbótarnámi. Langskólagengið fólk heldur áfram að læra þótt aldurinn færist yfir. Það sér hag í viðbótar- menntun og endurmenntun. Það hvetur líklega til viðbót- arnáms. Í fáum orðum sagt eru flestir þeirra sem taka þátt í námi fyrir fullorðna fyrir fram vissir um gildi þess að fara til náms. Vegna þess að fyrirtækin hafa svo mikil áhrif er hátt hlutfall náms fyrir fullorðna skipulagt til þess að endurnýja starfsþekkingu. Meira en 50% þeirra sem þjálfuðu sig fyrir starf gerðu það með stuðningi atvinnu- rekanda. Atvinnurekendur vilja helst fjárfesta í því sem þeir eiga von á að gefi góðan arð. Þess vegna fá þeir helst þjálfun sem hafa menntun og náð nokkrum frama í starfi í stórum fyrirtækjum. Þeir sem vinna ósérhæfð störf eru yfir miðjum aldri, starfa í litlum fyrirtækjum eða eru ráðnir tímabundið verða út undan. Stærri fyrirtæki þjálfa marga, einnig fyrirtæki í þjónustu, einkum félagslegri og persónulegri þjónustu, fjármálafyrirtæki og eignasölur. Ástæður lítillar og ójafnrar þátttöku eru mismunandi. Tímaþröng er ástæða sem fullorðnir nefna oftast fyrir því að þeir skuldbinda sig ekki í nám, einkum nám sem ekki er starfsþjálfun. Með hliðsjón af skyldum vegna vinnu og fjölskyldu er erfitt að finna tíma til að gefa sig að námi, Ásmundur Hilmarsson

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.