Gátt - 2004, Síða 69
69
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
einkum fyrir þá sem ekki eru sannfærðir um að hafa hag
af því. Fjárþröng er einnig nefnd sem ástæða fyrir því að
hafa ekki efni á námi.
Enn ein ástæðan er sú staðreynd að fullorðnir, sem þurfa
mest á námi og þjálfun að halda, eru oft þeir sem telja
sig hvorki þurfa nám né þjálfun og sjá ekki að þeir hafi
hag af námi. Margir sem hafa stutta skólagöngu eða
vinna ósérhæfð störf telja færni sína góða eða
afburðagóða og sjá þess vegna enga þörf á að bæta sig.
Þess vegna er eitt af mikilvægustu viðfangsefnum þeirra
sem eiga eftir að marka stefnu fyrir nám fullorðinna að
styðja viðleitni til að halda á lofti þeim hag sem er hægt
að hafa af námi. Einnig að styðja viðleitni til að auðvelda
fullorðnum, einkum þeim sem hafa litla sérhæfingu, nám
og aðgang að námi.
Þrátt fyrir fjárfestingar opinbera geirans og einka-
geirans í námi fyrir fullorðna dugir það ekki. Jafnvel þótt
fyrirtæki fjárfesti í námi mjög sérhæfðra starfsmanna
sinna er arðurinn óviss þar sem mögulegt er að „ræna“
sérhæfðum starfsmönnum. Þegar svo ber undir vilja
fyrirtæki frekar „kaupa inn“ sérhæfða starfsmenn en að
fjárfesta í þjálfun starfsmanna sinna. Enn fremur hefur
mikil áhrif þröngsýni sem byrgir fyrirtækjum og einstakl-
ingum sýn á þann hag sem þau hafa af þjálfun.
Margt hindrar fullorðna í að taka þátt í námi. Í sumum
landanna, sem voru heimsótt, eru biðlistar vísbendingar
um ófullnægða þörf fyrir grunnmenntun fullorðinna.
Ófullnægð og bæld þörf er erfið viðfangs; þeir sem hafa
litla sérhæfingu og stutta skólagöngu, búa í dreifbýli eða
glíma við sálfræðilegar hindranir segja ekki frá því sem
þarf til að þeir sæki nám. Önnur hindrun felst í því að
margir aðilar - fyrirtæki, starfsgreinasamtök, skólakerfið
og einkareknar fræðslustofnanir – bjóða upp á stutt
námskeið með óljósu innihaldi og óljóst hvort það er
áfangi á markaðri leið. Námstækifærin eru fjölmörg en
sundurlaus og fátt sem hvetur námskeiðhaldara til að
leggja sig fram um að ná til þeirra sem eru í mestri þörf.
Lausnir
Jöfnuður og skilvirkni eru ástæður þess að OECD-ríki
hafa gert sér grein fyrir nauðsyn opinberra afskipta. Til
langs tíma litið hafa ríkin sett sér markmið sem fela í sér
bæði efnahagslegar og ekki efnahagslegar forsendur. Í
brennidepli er að bæta menntun þeirra sem hafa litla
menntun. Þau ætla einnig að beita opinberum afskiptum
til þess að ná betri samfélagslegri þéttni og efna-
hagsvexti til að draga úr atvinnuleysi fyrir persónulegan
og samfélagslegan þroska. Þróun lýðræðislegra gilda og
framför í hæfni til að láta að sér kveða í efnahagslífi og á
vinnumarkaði eru tilgreindar nauðsynlegar ástæður fyrir
þátttöku hins opinbera í námi fullorðinna.
Mörg ríki virkja ýmsar uppsprettur til að styðja við þróun
náms fullorðinna á ýmsum sviðum. Flest hafa þau
sérstaka grunnmenntun fyrir fullorðna til að gera þeim
kleift að sækja í lengra nám. Starfsþjálfun af ýmsu tagi er
í boði til þess að auðvelda fólki að fá vinnu. Með lögum,
fjárhagslegri örvun og samningum er sýnd viðleitni til að
ná til verkafólks og þjálfa það. Samtök, sem ekki eru rekin
með hagnaðarvon, og samfélagslegar stofnanir eru einnig
mikilvægir birgjar fyrir nám fullorðinna.
Nýlega hafa ríki tileinkað sér margvíslegar aðferðir til
að nálgast nám fullorðinna sérstaklega. Aðferðirnar eru
allt frá almennum áætlunum til að auka námsframboð til
sérsniðinna áætlana um að endurnýja hæfni, einkum
jaðarhópa, eða auka framboð á þjálfun fyrir starfandi fólk.
Margar þessara umbóta beinast einnig að því að bæta
framkvæmd og árangur á samþættan og heildstæðan
hátt sem er námsmannamiðaður. Tilraunir hafa verið
gerðar til að gera kerfi skilvirkari með frumdrögum að
þróun stefnumörkunar, stilla saman strengi (einnig sam-
félagslega) hagsmunaaðila, betrumbæta núverandi
námsframboð, nýta rekstrarfé betur og taka meira tillit til
persónulegra þarfa. Valddreifing hefur verið mikilvægur
þáttur þessa ferlis. Stefnumörkun hefur tekið mið af efna-
hagslegu og félagslegu samhengi, sögulegri þróun
menntakerfis og stjórnmálalegs skipulags í hverju landi
um sig.