Gátt


Gátt - 2004, Síða 70

Gátt - 2004, Síða 70
70 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Lyki l l inn: Aðgengi og þátttaka Samþætt stefnumótun fyrir nám fullorðinna getur tekið á margs konar þáttum samtímis. Skýr áætlun getur verið OECD-ríkjunum stoð til að bæta framboð á námi fyrir full- orðna, til að bæta afköst og gæði þess og tryggja betra samræmi í námstilhögun. Skýrslan lýsir nákvæmlega eftirsóknarverðum atriðum til að móta samþætta stefnu fyrir nám fullorðinna. Í þeim fimm efnisþáttum, sem taldir eru upp hér á eftir, er nokkrum mismunandi aðferðum lýst. Afar mikilvægt er að gera nám heillandi í augum full- orðinna. Ráðstafanir og aðferðir til að gera nám heillandi í augum fullorðinna geta aukið aðsókn. Eins og þegar hefur komið fram er áhugahvöt lykilatriði; nám verður að gera heillandi í augum fullorðinna. Nokkrar einkar áhrifa- ríkar ráðstafanir er hægt að benda sérstaklega á: - Kennslufræði sem er sniðin að fullorðnum fremur en unglingum. Í því felst að námsmaðurinn er í miðpunkti og reynt eftir föngum að greiða fyrir námi hans og námsefnið þannig fram sett að það skírskoti til reynslu fullorðinna. Smiðjur handverksskóla, iðnskóla og starfsnámssmiðjur á Spáni eru ágæt dæmi. Námskeið Migros í Sviss eru dæmi um einkaframtak til að laða fullorðna aftur að námi. - Sveigjanlegt fyrirkomulag til að laga sig að aðstæðum og áætlunum fullorðinna. Einingakerfi eins og hafa verið reynd í Danmörku, Sviss og Portúgal geta hjálpað fullorðnum við nám á hraða sem hentar. Upplýsinga- og samskiptatækni og fjarnám getur reynst öflugt tæki til að ná til ýmissa þeirra sem annars er erfitt að ná til. Mentor-dagskrá er skipulögð í hverfamiðstöðvum á Spáni og veitir greiðan aðgang að tölvutengdu efni, hljóð- og hreyfimyndaefni auk samskiptatækni sem tekur mið af fullorðnum í námi. - Áætlanir til að ná eyrum fullorðinna sem annars mundu ekki leiða hugann að námi eða sjá ekki ástæðu til að fara í nám. Nýjar, aðgengilegar og réttar upplýsingar, traust ráð og einstaklingsmiðuð leiðsögn er lykillinn að farsælum árangri. Símenntunarvika á Bretlandi, náms- hátíð í Sviss eða upplýsingar á Netinu um nám og námsráðgjöf í Finnlandi (Opintoluotsi) eru góðar fyrirmyndir. - Viðurkenning á hæfni. Mat og viðurkenning á þekkingu og færni sem fullorðnir hafa öðlast án þess þó að hafa setið á skólabekk til þess að fullorðnir eyði ekki tíma sínum í efni sem þeir kunna. Fyrirkomulag, sem Portúgalar hafa til að greina, meta og votta skólagöngu og reynslu fullorðinna, er til fyrirmyndar um þetta. Ráðstafanir sem hvetja til starfsþjálfunar eru mikilvæg- ar bæði fyrir starfandi og atvinnulausa. Talsverður hluti náms er til að búa sig undir starf. Þess vegna skiptir miklu máli í fyrirtækjum og almennt á vinnumarkaði að atvinnu- lausir séu hvattir til náms sem getur komið sér vel í starfi. Í því felast meðal annars ráðstafanir á ýmsum sviðum til að auðvelda undirbúning og fjármögnun, auðvelda samræmingu vinnutíma og námstíma og gera ávinning af námi arðsaman. Meðal atriða, sem vert er að leggja áherslu á, eru: - Fyrirkomulag sem auðveldar verkafólki nám, þar með talinn tími og kostnaður (t.d. með sveigjanlegri tíma- stjórnun). Réttur verkafólks í Finnlandi og Noregi til námsleyfis er mikilvæg uppörvun fyrir starfsmenn að helga sig námi. - Tryggja aðgang að færnimati og þjálfun til að endurnýja færni starfsmanna sem búa við óöryggi, svo sem hugsanleg fórnarlömb endurskipulagningar, þá sem ekki hafa viðeigandi grunnmenntun og eldri starfs- menn. Menntareikningar starfsmanna Skandia í Svíþjóð eru eftirtektarverðir; fyrirtækið leggur í sjóðinn jafnmikið og starfsmaðurinn en þrefalda upphæð starfsmanna sem eru er eldri 45 ára og hafa ekki lokið prófi frá sérskóla. - Opinberar vinnumiðlanir sem vinna með sveigjanleg líkön fyrir almenna þjálfun. Einingar, sérsniðin námstil- boð, greiður aðgangur og skráning samkvæmt sænska Vaggeryd-líkaninu (nefnt eftir bæjarfélaginu sem það á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.