Gátt - 2004, Side 70
70
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Lyki l l inn: Aðgengi og þátttaka
Samþætt stefnumótun fyrir nám fullorðinna getur tekið á
margs konar þáttum samtímis. Skýr áætlun getur verið
OECD-ríkjunum stoð til að bæta framboð á námi fyrir full-
orðna, til að bæta afköst og gæði þess og tryggja betra
samræmi í námstilhögun. Skýrslan lýsir nákvæmlega
eftirsóknarverðum atriðum til að móta samþætta stefnu
fyrir nám fullorðinna. Í þeim fimm efnisþáttum, sem taldir
eru upp hér á eftir, er nokkrum mismunandi aðferðum
lýst.
Afar mikilvægt er að gera nám heillandi í augum full-
orðinna. Ráðstafanir og aðferðir til að gera nám heillandi
í augum fullorðinna geta aukið aðsókn. Eins og þegar
hefur komið fram er áhugahvöt lykilatriði; nám verður að
gera heillandi í augum fullorðinna. Nokkrar einkar áhrifa-
ríkar ráðstafanir er hægt að benda sérstaklega á:
- Kennslufræði sem er sniðin að fullorðnum fremur en
unglingum. Í því felst að námsmaðurinn er í miðpunkti
og reynt eftir föngum að greiða fyrir námi hans og
námsefnið þannig fram sett að það skírskoti til reynslu
fullorðinna. Smiðjur handverksskóla, iðnskóla og
starfsnámssmiðjur á Spáni eru ágæt dæmi. Námskeið
Migros í Sviss eru dæmi um einkaframtak til að laða
fullorðna aftur að námi.
- Sveigjanlegt fyrirkomulag til að laga sig að aðstæðum
og áætlunum fullorðinna. Einingakerfi eins og hafa
verið reynd í Danmörku, Sviss og Portúgal geta hjálpað
fullorðnum við nám á hraða sem hentar. Upplýsinga- og
samskiptatækni og fjarnám getur reynst öflugt tæki til
að ná til ýmissa þeirra sem annars er erfitt að ná til.
Mentor-dagskrá er skipulögð í hverfamiðstöðvum á
Spáni og veitir greiðan aðgang að tölvutengdu efni,
hljóð- og hreyfimyndaefni auk samskiptatækni sem
tekur mið af fullorðnum í námi.
- Áætlanir til að ná eyrum fullorðinna sem annars mundu
ekki leiða hugann að námi eða sjá ekki ástæðu til að
fara í nám. Nýjar, aðgengilegar og réttar upplýsingar,
traust ráð og einstaklingsmiðuð leiðsögn er lykillinn að
farsælum árangri. Símenntunarvika á Bretlandi, náms-
hátíð í Sviss eða upplýsingar á Netinu um nám og
námsráðgjöf í Finnlandi (Opintoluotsi) eru góðar
fyrirmyndir.
- Viðurkenning á hæfni. Mat og viðurkenning á þekkingu
og færni sem fullorðnir hafa öðlast án þess þó að hafa
setið á skólabekk til þess að fullorðnir eyði ekki tíma
sínum í efni sem þeir kunna. Fyrirkomulag, sem
Portúgalar hafa til að greina, meta og votta skólagöngu
og reynslu fullorðinna, er til fyrirmyndar um þetta.
Ráðstafanir sem hvetja til starfsþjálfunar eru mikilvæg-
ar bæði fyrir starfandi og atvinnulausa. Talsverður hluti
náms er til að búa sig undir starf. Þess vegna skiptir miklu
máli í fyrirtækjum og almennt á vinnumarkaði að atvinnu-
lausir séu hvattir til náms sem getur komið sér vel í starfi.
Í því felast meðal annars ráðstafanir á ýmsum sviðum til
að auðvelda undirbúning og fjármögnun, auðvelda
samræmingu vinnutíma og námstíma og gera ávinning af
námi arðsaman. Meðal atriða, sem vert er að leggja
áherslu á, eru:
- Fyrirkomulag sem auðveldar verkafólki nám, þar með
talinn tími og kostnaður (t.d. með sveigjanlegri tíma-
stjórnun). Réttur verkafólks í Finnlandi og Noregi til
námsleyfis er mikilvæg uppörvun fyrir starfsmenn að
helga sig námi.
- Tryggja aðgang að færnimati og þjálfun til að endurnýja
færni starfsmanna sem búa við óöryggi, svo sem
hugsanleg fórnarlömb endurskipulagningar, þá sem
ekki hafa viðeigandi grunnmenntun og eldri starfs-
menn. Menntareikningar starfsmanna Skandia í Svíþjóð
eru eftirtektarverðir; fyrirtækið leggur í sjóðinn jafnmikið
og starfsmaðurinn en þrefalda upphæð starfsmanna
sem eru er eldri 45 ára og hafa ekki lokið prófi frá
sérskóla.
- Opinberar vinnumiðlanir sem vinna með sveigjanleg
líkön fyrir almenna þjálfun. Einingar, sérsniðin námstil-
boð, greiður aðgangur og skráning samkvæmt sænska
Vaggeryd-líkaninu (nefnt eftir bæjarfélaginu sem það á