Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 74

Gátt - 2004, Qupperneq 74
74 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Hvað felst í Davis- le iðrétt ingunni? Hér á eftir fer lýsing á dæmigerðu ferli þegar aðferðafræði Ron Davis er beitt til að vinna á lestrar- og skriftar- örðugleikum. Textinn er fenginn á vefsíðu www.lesblind.is en honum er breytt með það fyrir augum að hann falli betur að tímaritsgrein. Hann er því á ábyrgð höfunda þessarar greinar. Lesendur eru hvattir til að heimsækja vefinn og kynna sér starfsemina. Viðtalsgreining Fyrsta skrefið er um tveggja klukkustunda viðtalsgreining þar sem greindar eru þarfir einstaklingsins og markmið. Heildarmyndin er skoðuð til að greina sterkar og veikar hliðar hans. Viðtalsgreining er EKKI lestrar- eða lesblindu- greining heldur til að ákvarða hvort líklegt sé að viðkom- andi geti og muni nýta sér Davis-kerfið. Lagt er mat á hvort viðkomandi hafi gott vald á orðlausri (myndrænni) hugsun vegna þess að Davis-kerfið nýtist best þeim sem búa yfir þeim eiginleika. Metið er hvort gagnkvæm löngun og vilji leiðbeinanda og viðskiptavinar sé til að vinna saman. Síðast en ekki síst er kannað hvort viðkomandi hafi næga áhugahvöt til að nýta sér kerfið eftir að nám- skeiðinu lýkur. Þetta er grundvallaratriði vegna þess að ef viðkomandi fylgir ekki námskeiðinu eftir að því loknu þá eru allar líkur á að árangur sá sem náðst hefur á námskeiðinu renni út í sandinn. Þá er betur heima setið en af stað farið. Skynstilling/athyglisþjálfun Skynstilling er til þess gerð að viðkomandi nái valdi á að beita fullri athygli. Þetta er sambland skynjunar- og líkamsæfinga. Þegar skynstillingu er náð verður strax mun auðveldara að ná og halda athygli við lestur. Athyglisrof/skynvilla veldur bæði mistökum og innri ringulreið. Þegar skynstillingu er náð gefur það viðkom- andi stjórn á skynjun sinni og þá er hægt að finna þrálát mistök í lestri og leiðrétta þau. Að meistra grunntákn Nýyrðið „meistrun“ er íslenskun á enska orðinu „mastery“. Meistrun er ekki það sama og að læra vegna þess að meistrun er meira en að læra. Með meistrun verður viðfangsefnið hluti af vitund okkar á svipaðan hátt og það að hjóla verður hluti af vitund okkar eftir að við höfum náð fullum tökum á því. Upp frá því þurfum við ekki að hugsa um hvernig við förum að heldur skellum við okkur einfaldlega á hjólið og hjólum af stað. Við Ron Davis þjálf- un er notaður plastleir vegna þess að hann örvar og virkj- ar sköpunargáfuna. Grundvallaratriði er að auðvelt verði að nýta sköpunarferlið til náms og viðkomandi nái að meistra bæði tákn og orð. Orð og tákn, sem rugla viðkom- andi í ríminu, eru leituð uppi og vandamálinu rutt úr vegi með því að átta sig á nákvæmlega réttri merkingu þeirra og forma í leir þrívíða mynd af merkingunni. Byrjað er á að nota þessa aðferð til þess að meistra stafrófið. Þegar því er lokið á viðkomandi venjulega létt með að þylja stafrófið bæði aftur á bak og áfram - í orðsins fyllstu merkingu. Greinarmerki eru meistruð með sama hætti til að skilja hvernig þau eru notuð sem eins konar „umferðarmerki“ við lestur. „Athygl isþjálfun le iðrétt i r skynjun; táknameistrun leiðréttir lesblindu.“ Ron Davis Að meistra orð Til að tileinka sér orð þarf að tengja saman alla þrjá hluta þess: merkingu, útlit og hljóð. Flett er upp á skýringu orðs og merking og útlit þess síðan mótuð í leir. Leiðbein- andinn hjálpar viðkomandi að tileinka sér „ruglorðin/ kveikjuorðin“ en flestir lesblindir eiga erfitt með að átta sig á merkingu þeirra. Öll þessi „ruglorð“ þarf viðkomandi að meistra á eigin spýtur með leirmótun að námskeiðinu loknu. Þessi eftirvinna tekur flesta um 80 klukkustundir og er oft skipt í eina klukkustund í hverri viku. Í ensku eru Hólmfríður E. Guðmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.