Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 83

Gátt - 2004, Qupperneq 83
83 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Ráðgjöfin hefur verið á faraldsfæti og má sem dæmi nefna þegar kom að því að heimsækja starfsmenn á bensínstöðvum, þá stóðu ráðgjafar gagnvart þeim vanda að ómögulegt yrði að kalla alla saman og halda kynn- ingarfund. Var þá ákveðið að hver bensínstöð fengi heim- sókn og ráðgjöf boðin þeim sem vildu. Þannig ferðuðust ráðgjafarnir um á milli stöðva til þess að kynna sig og ræða við áhugasama. Hugtakið „farandráðgjöf“ átti þarna vel við. Í þessu verkefni hefur komið í ljós að það má alltaf finna leiðir ef vilji er fyrir hendi. Fyrirtæki hafa yfirleitt tekið mjög jákvætt í að fá verkefnið „Námsráðgjöf á vinnustað“ til sín og opna þannig umræðuna um mikilvægi þess að vera virkur í eigin símenntun og persónulegri uppbyggingu. Sú umræða skilar sínu til fyrirtækjanna, sérstaklega þeirra sem bjóða upp á uppbyggingu færni í starfi. Það er mikill akkur í því að fyrirtæki sjái hag sinn í því að taka þátt í verkefni sem byggist á þeirri hugsjón að efla þekkingargrunn þjóðar- innar. Samvinna hagsmunaaðila við að upplýsa og opna tækifæri til uppbyggingar á færni er forsenda fyrir því að hækkun menntunarstigs þjóðar eigi sér stað. Þátttaka fyrirtækja er því nauðsynleg ef árangur á að nást. Málefni viðmælenda Ráðgjafar verkefnisins hafa rekið sig á að fólk á vinnu- markaði tengir náms- og starfsráðgjöf gjarnan skóla- kerfinu og glímu barna og unglinga við námstengda erfiðleika. Það á því erfitt með að sjá tilgang þess að sækja sér slíka þjónustu þegar hún stendur til boða. Vegna þessa hefur verið lögð áhersla á að kynna verkefnið vel fyrir starfsmönnum og sérstaklega hag þeirra af þessari þjónustu. Eins og komið hefur fram hafa um 100 einstaklingar sótt sér ráðgjöf um ýmisskonar málefni. Sem dæmi um málefni má nefna upplýsingar um nám og störf, leiðir til að byggja sig upp í starfi, áhugasviðsgreiningu, aðstoð við að setja sig í samband við rétta aðila, persónulega ákvarðanatöku og setningu markmiða. Sumir koma ein- faldlega af einskærri forvitni. Niðurstöður einstaklings- viðtalanna hafa verið flokkaðar eftir þeirri stefnu sem einstaklingurinn setur sér í lok viðtals (sjá Töflu 1). Áhugi á námi en... Í viðtölunum hefur komið í ljós að flestir vilja læra og eiga sér sína drauma um nám og starfsframa. Vegna ýmissa hindrana hafa viðmælendur átt erfitt með að finna hentugar námsleiðir og því lagt þessa drauma á hilluna og lagt meiri áherslu á að sjá fyrir sér og sínum. Um þriðjungur hópsins (32%) var óviss um eigin áhugasvið. Í önnum hvunndagsins er oft lítill tími fyrir sjálfsskoðun af því tagi. Þá er nokkuð algengt að einstaklingar sem vita hvað þeir vilja og myndu gjarna ljúka framhaldsskóla- námi eru bundnir fjárhagslega og hafa ekki svigrúm til þess að stunda nám í dagskóla. Nám í kvöldskóla sam- hliða vinnu er mun tímafrekara í önnum talið en hefðbundið dagskólanám og skapar því of mikið álag í of langan tíma að mati margra viðmælenda. Aðgengi að fjármagni fyrir dagskólanám ásamt markvissu mati skólanna á raunfærni myndi mögulega virkja mun fleiri fullorðna einstaklinga í því að ljúka framhaldsskólanámi. Lánshæft nám í undirbúningsdeildum fyrir háskólanám er einnig vænn kostur fyrir marga og mættu vera fleiri tæki- færi af þeim toga í íslensku skólakerfi. Önnur algeng hindrun þess að fólk sæki sér nám er vinnutími. Ástæður þess að áhugasamir einstaklingar sækja ekki námskeið geta tengst löngum eða óreglu- legum vinnutíma sem kemur í veg fyrir að starfsmenn geti setið námskeið á þeim tímum sem þau eru haldin. Þá eru margir sem veigra sér við því að biðja um leyfi vinnuveit- Tafla 1 Niðurstöður úr einstaklingsviðtölum Greining á áhugasviði 32% Námstilboð án prófa 26% Starfstengt nám 21% Annað* 12% Mat á raunfærni 9% *T.d. starfslok, ferilskrárgerð, starfsmannasamtal, ákvarðanataka, námserfiðleikar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.