Gátt - 2004, Qupperneq 85
85
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
verkþáttum starfa aukið gildi með því að gera þá gagn-
sæja í gegnum matsferlið.
Það er hverjum einstaklingi mikilvægt að vera meðvit-
aður um eigin færni og styrkleika. Að geta lýst þeim og
sýnt fram á staðfestingu á þeim ætti að vera eðlilegur
hluti af þátttöku í atvinnulífinu. Það krefst þó þjálfunar
eins og svo margt annað. Eitt af hlutverkum náms- og
starfsráðgjafa í þessu ferli er að leiðbeina fólki við að
skrá raunfærni sína og að lýsa þeim verkefnum og
verkþáttum sem það hefur sinnt í gegnum störf og
einkalíf. Þannig má draga fram styrkleika sem vænlegt er
að byggja á og fá viðurkennda.
Framhald
Ráðgjafar eru nú í þann mund að meta og greina skipulag
og ferli verkefnisins „Námsráðgjöf á vinnustað“ í því
skyni að nýta það sem hefur gengið vel og þróa nýjar
leiðir þar sem það á við. Töluverð þekking og reynsla
hefur áunnist í gegnum verkefnið. Það sem hefur áunnist
á síðastliðnu ári birtist aðallega í því að starfsmenn hafa
að eigin frumkvæði samband við náms- og starfsráð-
gjafana í auknum mæli til þess að fá upplýsingar og
leiðbeiningar um námstengd málefni. Einnig hefur hluti
hópsins nýtt sér þessa þjónustu enn frekar og komið í
fleiri en eitt viðtal. Fyrir þá hefur ráðgjöfin verið í boði á
réttum stað á réttum tíma þar sem þeir hafa verið
reiðubúnir til að leggja vinnu í að láta námstengda drauma
sína rætast. Fyrir aðra er það nóg í bili að vita af þessari
þjónustu, út á hvað hún gengur og hvar hana er að finna.
Ef koma á til móts við þarfir fólks á vinnumarkaði með
skamma skólagöngu, er brýnt að vera í beinum tengslum
við það. Fræðslumiðstöðin leggur áherslu á að byggja
upp námstilboð og ráðgjöf útfrá þeim þörfum sem
greinast í vinnu með einstaklingum og hópum. Það eykur
líkurnar á þróun hentugra námstilboða sem skila árangri
fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Framtíðarverkefni
Framundan er þróun ráðgjafar í tengslum við mat á raun-
færni. Lögð verður áhersla á að þróa árangursríkar
aðferðir í því skyni að gera ferlið skýrt og skiljanlegt fyrir
einstaklinginn, sem og að veita honum stuðning í því.
Á lesblindunámskeið og nú í
Grunnmenntaskólann
Olga Jakobsdóttir vann á Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund þegar hún fór í námsráðgjöf hjá Mími-
símenntun. Hún segir að aðdragandinn hafi verið á
þá leið að námsráðgjafi, sem hélt fund með
Eflingarfélögum, á vinnustaðnum hafi ráðlagt sér
að sækja námskeið vegna lesblindu. Þegar því
lauk hafði hún aftur samband við ráðgjafann og vegna hvatn-
ingar hennar ætlar hún í Grunnmenntaskólan í haust. Ef námið
gengur vel í vetur hefur hún áhuga á að fara í nám í grafískri
hönnun í Iðnskólanum næsta haust.
Þetta framtak hjá Eflingu og Mími-símenntun, að senda náms-
ráðgjafa á vinnustaði og kynna fjölþætta möguleika til náms, er
frábært og ég vona að sem flestir nýti sér ráðgjöfina, sagði Olga
og brosti.
Úr Fréttablaði Eflingar - stéttarfélags, september 2004, birt með
góðfúslegu leyfi.
Olga Jakobsdóttir
Úr Össuri í rafeindafræði
- þakklátur Eflingu fyrir námsráðgjöf
Sveinn Svavarsson vinnur í koltrefjadeild
hjá Össuri og fór í námsráðgjöf hjá Mími-
símenntun á vegum Eflingar. Hann segir
að námsráðgjafi hafi komið á fund með
Eflingarfélögum, sem vinna hjá fyrirtæk-
inu, og kynnt þeim ýmsar leiðir til náms.
- Áhugi ráðgjafans hafði mikil áhrif á mig.
Í framhaldi af því ákvað ég að skrá mig í kvöldskóla í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti í vetur og undirbúa mig fyrir nám í rafeind-
arfræði næsta haust. Mig hefur lengi dreymt um að fara í slíkt
nám og núna finnst mér ég vera tilbúinn til þess að láta þann
draum rætast. Námsráðgjöfin kom sér mjög vel og ég er þakklát-
ur Eflingu og námsráðgjafanum mínum fyrir stuðninginn og
hvatninguna, sagði Sveinn að lokum.
Sveinn Svavarsson