Gátt - 2004, Side 97
97
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
N Á M S K R Á R M E T N A R T I L E I N I N G A
Á F R A M H A L D S S K Ó L A S T I G I
Menntamálaráðuneytið hefur staðfest mat á 5 náms-
leiðum Mímis-símenntunar til eininga í framhalds-
skólanámi. Innan tíðar verða fleiri námsskrár yfirfarnar.
Samstarfsaðilar geta falið Fræðslumiðstöð atvinnulífs-
ins að yfirfara námsleiðir og námsskrár með það fyrir
augum að þær verði metnar til eininga í framhalds-
skólanámi.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur, í samræmi við
þjónustusamning við menntamálaráðuneytið, yfirfarið
námsskrár í óformlegu námi og gert tillögur um mat til
eininga á framhaldsskólastigi í samvinnu við matsnefnd
á vegum menntamálaráðuneytisins. Nú hafa verið yfir-
farnar 5 námsskrár fyrir Mími-símenntun, sem er sam-
starfsaðili Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Innan tíðar
verða fleiri námsskrár yfirfarnar og einnig eru ný náms-
tilboð í vinnslu.
Menntamálaráðuneytið hefur staðfest að eftirtalin náms-
tilboð fyrir ófaglært starfsfólk á vinnumarkaði megi meta
til eininga á framhaldsskólastigi, sem hér segir:
MFA-skólinn 350 kennslustundir 27 einingar
Af þessum námsleiðum er MFA-skólinn elstur, hann
hófst árið 1993 og hefur verið haldinn 17 sinnum. Hann er
ætlaður atvinnulausu fólki og hefur verið haldinn í
Reykjavík, Akureyri, Sauðárkróki og Keflavík.
Grunnmenntaskóli 300 kennslustundir 24 einingar
Grunnmenntaskólinn var haldinn í fyrsta skipti árið 2001
og er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem vill efla sig í
almennum greinum.
Landnemaskóli 120 kennslustundir 10 einingar
Landnemaskólinn er fyrir nýja Íslendinga, sem starfa á
íslenskum vinnumarkaði og vilja þjálfa íslensku og kynna
sér íslenskt samfélag. Þrír hópar hafa lokið námi í
Landnemaskólanum
Jarðlagnatækni 300 kennslustundir 24 einingar
Jarðlagnatæknin er ætluð starfsmönnum orku-, fjarskipta-
og verktakafyrirtækja, sem starfa við jarðlagnir. Fimm
hópar hafa lokið námi.
Aftur í nám 95 kennslustundir 7 einingar
Tilgangur þess er að styrkja sjálfstraust námsmanna,
þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis og
búa þá undir frekari þjálfun eftir að námskeiðinu lýkur.
Einn hópur hefur lokið námi.
Námið má meta á móti allt að 12 einingum í vali, 12
einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir
styrkleika viðkomandi einstaklings. Styrkleiki einstakl-
ings er metinn eftir: Framlögðum gögnum um fyrra nám,
starfsferilsskrá, viðtali eða stöðuprófi. Ekki er tryggt að
námsmaður geti nýtt allar einingarnar til styttingar á
námi í framhaldsskóla, heldur fer það eftir tegund náms
og námsferli viðkomandi námsmanns hvernig þær
nýtast honum, þegar inn í framhaldsskólann er komið.
Námsskrárnar eru fáanlegar á vef Fræðslumiðstöðvar
atvinnulífsins: frae.is