Gátt


Gátt - 2004, Page 98

Gátt - 2004, Page 98
98 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Í þessu fyrsta ársriti er framsetning og frágangur greina með ýmsu móti og er það með ráðum gert. Framvegis munum við þó stefna að því að hafa staðlaðan frágang sem við biðjum efnishöfunda að kynna sér vel á þessari síðu. Efnisval Ritnefnd ákveður sjónarhorn og áherslur hvers ársrits, hefur samband við höfunda efnis og tekur afstöðu til þess hvort grein verður birt í ritinu. Efni sem á er indi í Gátt Gátt er ársrit sem ætlað er að vera vettvangur fyrir efni um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar starfsfræðslu. Í ritinu verða bæði ritrýndar greinar og almennar og þar fer fram kynning á rannsóknum og lausnum í fullorðinsfræðslu og símennt- un, jafnt hagnýtum sem fræðilegum. Ritið birtir greinar, viðtöl og frásagnir af nýjungum, farsælum verkefnum, framtíðarhugmyndum og breytingum á sviði símenntunar og starfsfræðslu ásamt reynslusögum af verkefnum á Íslandi, bæði úr fyrirtækjum og fræðslustofnunum. Lesendahópur Lesendur eru breiður hópur þeirra sem koma að full- orðinsfræðslumálum á Íslandi, stjórnendur, leiðbeinend- ur, námsráðgjafar, kostendur fræðslu, kaupendur fræðslu, nemendur og þátttakendur. Textinn þarf að höfða til þessa breiða hóps, vera skýr og aðgengilegur og hafa augljósa tilvísun í eða tengsl við það hagnýta hlutverk sem Fræðslumiðstöðin gegnir. Fræðigreinar og annað efni Áskilið er að þær fræðigreinar sem birtar verða hafi ekki birst í öðru íslensku riti. Almennt er miðað við að fræðigreinar og annað efni sem birtist í ritinu sé á bilinu 1000-4000 orð að lengd og með þarf að fylgja stuttur útdráttur (200 orð) sem hafður er fremst. Ætlast er til að höfundar breyti efni og lagfæri það í samræmi við ábendingar ritnefndar. Verulegar lagfæringar í próförk eru bornar undir höfund. Efni í ritið á að senda með tölvupósti á netfangið gatt@frae.is Myndskreyt ingar Höfundar efnis eru beðnir að hafa samráð við ritsjórn um skil á myndefni sem fylgir greinum þeirra. Heimildir Um tilvísanir og heimildaskrá vegna greina í ársritinu vísast til hins svokallaða APA-tilvísanakerfis bandaríska sálfræðingafélagsins. Handhægar upplýsingar um það er einnig að finna í ritinu Gagnfræðakver handa háskóla- nemum eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson. Dæmi um heimildaskráningu: American Psychological Association. (2001). Publication Manual of the American Psychological Association (5. útgáfa). Washington: APA. Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2002). Gagnfræðakver handa háskólanemum (3. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Upplýsingar sem þurfa að koma fram Með öllu efni sem sent er í ritið fylgi sérstök titilsíða, á henni þurfa að vera eftirfarandi upplýsingar: - Titill greinar, viðtals eða frásagnar sem gefi sem ljósasta mynd af efnisinnihaldi. - Nafn og núverandi staða höfundar - Síma- og faxnúmer, netfang T I L G R E I N A H Ö F U N D A

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.