Gátt - 2010, Qupperneq 15

Gátt - 2010, Qupperneq 15
15 Þ á T T T A K A Í F R Æ Ð S L U o g N á M I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 E N g I N N E R E Y L A N d Orðræðan sem notuð er til að skýra fjarveru fólks frá fræðslu byggir oft á því að litið er á einstaklinga óháð félagslegu sam- hengi þeirra. Þar að auki ber nokkuð á þeirri skoðun að fólk skorti eitthvað sem fræðsla getur bætt. Enn fremur er það viðhorf áberandi að þeir sem ekki taka þátt í fræðslu séu lík- lega þeir sem mest þurfa á því að halda (Merriam o.fl., 2007). Starfsmaður á símenntunarmiðstöð komst svona að orði. „Svo er þetta alltaf spurning hverjir taka þátt og er hópurinn sem ætti að vera virkastur að koma í nám til okkar.“ Með því að horfa á þátttöku í félagslegu samhengi má finna aðrar skýringar eins og þá að í gegnum félagsmótun sem á sér stað innan fjölskyldunnar, í skólum og á vinnumarkaðinum verði jákvæð viðhorf gagnvart fullorðinsfræðslu einkennandi fyrir suma hópa en ekki aðra (Rubenson, 1989, bls. 64 vitnað til í Merriam o.fl., 2007). Þátttaka í fræðslu er auðveldari fyrir einstaklinga sem tilheyra hópum þar sem jákvætt viðhorf gagnvart fullorðinsfræðslu er ráðandi, því hún er skipulögð með þennan hóp í huga og oftar en ekki af aðilum sem til- heyra þessum hópum. Gengið er út frá því að væntanlegir þátttakendur þekki til þess sem er í boði, þeir geti tekið þátt á þeim tíma sem í boði er og hafi efni á því (Merriam o.fl., 2007). H I N d R A N I R E Ð A M ó T S T A Ð A ? Algeng skýring á fjarveru fólks frá fræðslu er að eitthvað hindri þátttöku þess. Crowther (2000) bendir hins vegar á að í stað þess að einblína á hindranir, sé ef til vill gagnlegra að líta svo á að þeir sem ekki taka þátt geri það vegna undir- liggjandi andstöðu við ríkjandi menntagildi. Hann segir að samkvæmt ráðandi orðræðu væri órökrétt að tala um mót- stöðu, því ef þátttaka er af hinu góða ætti mótstaða ekki að vera fyrir hendi. Í ljósi ríkjandi orðræðu væri því útilokað að ákvörðunin um að taka ekki þátt sé meðvituð. Ef fyrri reynsla af þátttöku í fræðslu er slæm, má spyrja sig af hverju fólk ætti að halda að það sé eitthvað betra að „setjast á skóla- bekk“ á fullorðinsaldri. Crowther heldur því sem sagt fram að fólk velji að taka ekki þátt og því má segja að fjarveran sé spurning um val, hún sé ákvörðun sem er tekin vísvitandi. Ýmsar rannsóknir styðja þessa fullyrðingu. Fólk gefur til að mynda gjarnan upp þá ástæðu fyrir því að taka ekki þátt að það hafi ekki trú á því að þátttaka myndi gagnast sér (Bolder o.fl., 1994; Paladanius, 2007). Svipuð viðhorf koma fram í okkar gögnum: „… þannig að það er náttúrulega líka þessi hópur sem er bara mjög sáttur við sitt hlutskipti og finnur enga þörf hjá sér til að nýta sér einhver menntunartilboð,“ sagði starfsmaður símenntunarmiðstöðvar. Orðræðan mótar það hvernig við skiljum og tökumst á við viðfangsefni okkar. Með endurskoðun á ríkjandi orðræðu felast ekki efasemdir um sannleiksgildi þeirrar þekkingar sem hún gefur af sér, heldur er markmiðið að gera takmörkun hennar ljósa til að átta sig á hvað hún felur í sér og hvað hún útilokar. Þannig erum við með þessum orðum ekki að efast um mikilvægi menntunar fyrir einstaklinga og sam- félag, heldur teljum við mikilvægt að vera tilbúin til að skoða ríkjandi orðræðu á gagnrýninn hátt og setja spurningamerki við þær forsendur sem liggja henni að baki. L E I Ð I R T I L A Ð A U K A Þ á T T T Ö K U Í F R Æ Ð S L U Fjöldi skýringa eru á því hvers vegna sumir taka lítinn eða engan þátt í fullorðinsfræðslu. Af umfjöllun okkar má ráða að þær hafa allar styrkleika sem má horfa til og nýta við skipulagningu fræðslu. Vissulega getur engin ein skýring náð yfir svo flókið fyrirbæri sem þátttaka fullorðinna í fræðslu er. Aftur á móti geta þær flestallar nýst sem verkfæri, sjónarhorn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.