Læknaneminn - 01.12.1980, Síða 9
Mynd 2. Anteroposterior mynd aj trachea í harni með LTB.
„Vínjlöskuútlitið“ á larynx er dœmigert jyrir subglotti.sk
þrengsli.
A sjúkrahúsi
I Bandaríkjunum eru um 5-10% barna með LTB
lögð inn á sjúrahús. 011 börn með einkenni hypoxiu
skyldi leggja inn á sjúkrahús. Há öndunartíðni, óró-
leiki, breytingar á meðvitund og cyanosa eru allt
einkenni hypoxiu. Oft þarf líka að taka tillit til
heimilisaðstæðna. Sé ekki hægt að treysta foreldrum
eða ef heimili barnsins er langt frá sjúkrahúsum er
rétt að leggja barnið inn.
Venjulega eru þessi börn hrædd og gráta mikið.
Öndun er illa samhæfð við slíkar aðstæður og því
mikilvægt að róa börnin. Foreldrar ættu því alltaf
að vera hjá barninu, í það minnsta í upphafi sjúk-
dómsins. Það er mikilvægt að börnin hafi ró og forð-
ast ber ónauðsynlegar rannsóknir. Stöðug observa-
tion er þó nauðsynleg. Sedation er contraindicerud
vegna þess að hún getur hulið ýmis einkenni hy-
poxiu.
Orsakir hypoxiu eru ekki að fullu Ijósar en lík-
lega er hér um að ræða samspil margra þátta. I þessu
sambandi hefur verið nefnt: dreifð sýking í lungum,
glottisk erting sem síðan valdi reflex bronchocon-
striction, sýking í neðri loftvegum með retentio á
sputum og subglottisk þrengsli. Líklega er um að
ræða sambland allra þessara þátta.
Sterar
Því hefur verið haldið fram að bólgueyðandi
áhrif stera minnki bjúg í larynx og mildi þannig
sjúkdóminn.3 Af þessum sökum er stutt steragjöf
víða hluti af meðferð.
Nýlega hafa birst fjöldi greina, aðallega frá
Bandaríkjunum, þar sem notkunargildi stera við
LTB er stórlega dregið í efa. Barker (1979) hefur
nýlega kannað mikinn fjölda heimikla um þessi mál
og komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert benti
til að sterar breyttu gangi LTB. Fann hann heldur
ekkert sem benti til að stutt steragjöf væri skaðleg.
„Racemic adrenalin“
,,Racemic adrenalin“* er nokkuð notað við með-
höndlun á LTB í Bandaríkjunum. Jordan og Adair
(1971) birtu einna fyrstir niðurstöður um notkun
* Hér er átt viS blöndu af L- og D-isomerum adrenalíns
í hlutföllunum 1:1, þynnta 1:8 í vatni. Affra jafngilda vaso-
constrictora má einnig nota.
LÆKNANEMINN
7