Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Page 22

Læknaneminn - 01.12.1980, Page 22
munn lífgunaraðferðinni er beitt. Þetta tefur aðeins um nokkrar sekúndur, en getur losað upp mikið af vatni, sem annars væri blásið niður í lungun aftur. Betri cn eldri aSferðir A hvern hátt verkar „grip Heimliclis“? Þegar ýtt er á kviðinn þrýstist þindin snögglega upp og þrýstir lofti úr lungunum og snöggur loft- straumur losar bitann úr barkanum og þeytir honum upp í munn eða jafnvel út á gólf. Það sem ekki á að gera Mörgum verður fyrst á að berja fólk í bakið þeg- ar stendur í því. Þetta sóar dýrmætum tíma og ger- ir sjaldnast nokkuð gagn. Oft er reynt að fara með fingur ofan í kok og ná bitanum. Þetta er líka léleg aðferð og verður oft til þess að ýta bitanum lengra niður. Ef bitinn er kominn það langt niður að veru- leg hætta er á köfnun, verður honum trauðla náð upp með fingrunum. Oft er hægt að hafa endaskipti á börnum þegar stendur í þeim, en sú aðferð er talin lakari til að ná upp bitanum en grip Heimlichs. Hvernig á að forðast að það slandi í manni? Mat, sérstaklega kjöt, ætti alltaf að skera í litla bita og tyggja vel, sérstaklega ef viðkomandi notar falskar tennur. Menn ættu að forðast að tala eða hlæja meðan þeir tyggja. Öhófleg áfengisneysla fyr- ir eða með mat eykur hættuna á að standi í fólki. Sérstök hætta er á að hrökkvi ofan í börn. Aldrei ætti að leyfa börnunum að leika sér eða hlaupa með mat eða sælgæti eða yfirleitt nokkurn hlut uppi í sér. Börnum innan tveggja til þriggja ára aldurs er sér- staklega hætt vegna þess að þeim hættir til að stinga öllum hlutum upp í sig. Leikföng þeirra ættu að vera stærri en svo að þau komi þeim upp í munninn. Skrúfur, naglar, teiknibólur og aðrir smáhlutir eiga aldrei að vera þar sem böm geta náð í þá. Myndirnar með þessari grein eru úr „Clinical Symposia 31/3“ og eru birtar hér með sérstöku leyfi frá CIBA-GEIGY Ltd., Basel, Sviss. Öll réttindi áskil- in. Grein þessi hefur áður birst í tímaritinu Frétta- bréf um heilbrigðismál, 2. tbl. 28. árg. Er greinin birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjórnar þess. Barn með stridor Framh. aj bls. 14. HEIMILDIR: 1 Adair et al.: Ten-year experience with IPPB in treatment of acute LTB. Anaesth. Analg. 50:649, 1971. 2 Adams et al.: Fundamentals of otolaryngology. Phiia- delphia 1978. 3 Barker, G. A.: Current Management of Croup and Epi- glottitis. Pediatric Clinics of North America-Vol. 26, No. 3, August 1979. 4 Cohen S. R.: Audio-Digest Pediatrics, vol. 25 no. 21, nov. 1980. 5 Elner et al.: ÖNH-kurs för distriktslakare. Lund 1977. 6 Flisberg K.: Synpunkter pá genesen till pseudocroup. Lákarsállskapets riksstumma 1972. 7 Flisberg et al.: Laryngitis subglottica acuta-pseudocroup. Epiglottitis acuta. Lákartidningen-Volym 75, Nr. 42 1978. 8 Ingelstedt et ah: Kompendium i öron-, nás och halssjuk- dommar. Lund 1973. 9 Jepsen et al.: Öre, næse, mund og halssygdomme. Köben- havn 1977. 10 Kepe et al.: Pediatric Diagnosis and Treatment. Cali- fornia 1980. 11 Lissauer: The child with stridor. Hospital Update, Sept- ember 1980. 12 Lákemedelsinformation AB.: Fass 1980. Stockholm 1980. 13 Rundcrantz et al.: Öron nás och halssjukdommar. Lund 1979. 14 Socialstyrelsen: Barn och lákemedel-symposium. Uppsala 1980. 20 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.