Læknaneminn - 01.12.1980, Page 29
TAFLA I
Áfentfi til lœUningu
Reglugercf um sölu áfengis til lækninga er frá 13.
maí 1952, og byrjar á þremur skilgreiningum:
1. Afengi er allur vínandi (aethylalcohol) sem er
meiri en 2,25% að rúmmáli (w/w).
2. „Áfengi til lyfja“ er það áfengi sem notað er
við lyfjagerð:
Etanólum 100% (w/w)
Spíritus fortes 96% (w/w)
Spíritus dilutus 66% (w/w)
3. „Áfengislyf“ eru öll lyf sem innihalda vínanda,
svo og það áfengi til lyfja sem selt er óblandað
úr lyfjaverslun.
Lyfsöluhafar afla sér alls áfengis hjá Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins, sem í samráði við landlækni
skammtar lyfj averslunum áfengi.
Utgefendum lyfseðils er aðeins heimilt að ávísa
áfengislyfjum til lækninga, sjúkdómsrannsóknar og
annarrar lækningastarfsemi, og mega lyfsöluhafar
ekki afhenda áfengi úr lyfjaverslun til annars. Ávís-
un áfengis fer fram á tvennan hátt, eftir því hvort
þau eru talin hæf til nautnar eður ei. Hæft til nautn-
ar telst áfengi til lyfja, óblandað öðrum efnum. Skil-
greining á áfengi óhæfu til nautnar er nokkuð viða-
meiri, en þau eru i aðalatriðum: blönduð áfengis-
lyf, svo og áfengislyf sem í er 8,6% eða minna af
vínanda miðað við þyngd (w/w).
Um ávísun áfengislyfja óhæfra til nautna gilda
sömu reglur og um önnur lyf, þó má aldrei láta út
meira en það sem samsvarar 50 g vínanda með lyf-
seðli, en 25 g vínanda án lyfseðils.
Áfengislyf hæft til nautnar má aðeins ávísa með
svonefndum áfengislyfseðli, en til þess þarf útgef-
andi lyfseðils leyfi heilbrigðisráðherra. Eyðublöð
að áfengislyfseðli fær útgefandi hjá landlækni mest
til 3ja mánaða í senn, og má ekki ávísa meira af
áfengislyfjum en sem svarar 86 g vínanda, og ekki
tíðara en til 3ja nátta í senn.
Telji læknir (dýralæknir, tannlæknir) sig þurfa
að nota áfengi, mengað eða ómengað, til annars en
lækninga (t. d. efnarannsókna, vísindarannsókna o.
s. frv.), getur hann sótt um það með rökstuddri
beiðni til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, og er
leyfi ákveðið af forstöðumanni lyfjadeildar í sam-
ráði við landlækni.
Helstu eftirritunarskyldu ávana- og fýknilyf:
Amobarbitalum (Pentymalum NFN).
Aprobarbitalum (Allypropymalum NFN).
Carisoprodolum (t. d. Somadril, Somadril comp.j.
Cocaini hydrochloridum (aðeins heimilað í augn-
dropum 2% og upplausnum 4%).
Codeinum, ef þaff er óblandaff öðrum virkum efnum,
eða í blöndu sé nteira en 1 g af Codeinum.
Dextropropoxyphenum (t. d. Abalgin, Abalgin
retard).
Diphenoxylatum, þó ekki í blöndu við Atropínsúlfat,
þar sem hlutföllin eru 100>I.
Fentanylum (t. d. Leptanal).
Glutethimidum (t. d. Doriden).
Hydroconum.
Meprobamatum, þó ekki í blöndum sem innihalda
<100 mg per skammt.
Methadonum.
Methaqualonum.
Morphinum.
Opíum, ef magn er umfram 1 g. Óblandaðir ópíum-
dropar, ópíumstílar og ópíumtöflur eru þó ávallt eft-
irritunarskyld.
Oxiconum.
Pentazocinum (t. d. Fortral).
Pentobarbitalum (Mebumalum NFN).
Pethidinum.
Phenterminum (t. d. Mirapront).
Pholcodinum (t .d. Codisol).
Secobarbitalum (Meballymalum NFN).
Tetraponum.
Thebaconum.
HEIMILDIR:
Lyfjalög nr. 49/1978.
Reglugerð um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja, nr. 291/1979.
Reglugerð um sölu og meðferð ávana- og fýkniefna, nr. 390/
1974.
Reglugerð um sölu áfengis til lækninga, frá 13. maí 1952.
Leiðbeiningar um lyfseðlaritun ætlaðar læknastúdentum,
fylgirit Læknanemans, maí 1962. Örn Bjarnason.
Jens Schou: Forordningslære, om fremstilling og ordination
af lægemidler, 3. udgave.
LÆKNANEMINN
27