Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Page 30

Læknaneminn - 01.12.1980, Page 30
Röntgenmyndatökur á lungum Fyrri hluti Henrik Linnet læknir TwUniley atriði Enda þótt röntgendeildir nú á dögum hafi í þjón- ustu sinni vel menntaða röntgentœkna til að sjá um myndatökur, ljósmyndara og sérþjálfað aðstoðarfólk til að sjá um framköllun og faglærða rafmagns- og læknifræðinga til að sjá um röntgentæki og viðhald þeirra, sýningarskápa, sjónvörp, framköllunarvélar og annað á hinu tæknilega sviði, þá er okkur viss nauðsyn á að vita deili á hinni tæknilegu hlið, eins og Ijóst má vera án sérstaks rökstuðnings og þá einn- ig þeim læknanemum, er hyggja á vinnu á röntgen- deildum, hvort heldur er hérlendis eða erlendis. Með þetta í huga mun ég taka hin tæknilegu atriði fyrir, eins og ég hygg að verði til skilningsauka og komi að notum við starfið á deildinni. Eg mun ekki taka fyrir gegnlýsingu á lungum sérstaklega, heldur einskorða mig að mestu við töku lungnamynda. VENJULEGAR AÐFERÐIR VIÐ LUNGNA- MYNDATÖKUR Beinar aðferðir Þá er notuð stór filma til að fá mynd af lungun- um í fullri stærð. Það er hin vanalega aðferð. Er þá algengast að nota 35,6X35,6 cm filmustærð eða 35,6X43,2 cm, þ. e. a. s. ef um fullorðna er að ræða, en að sama skapi minni filmustærð sem sjúklingur- inn er minni. Myndin er tekin á deildinni með þeim tækjum sem þar eru fyrir: það er, færanlegur rönt- genlampi með geislablennu, og er hann tengdur með leiðslum við afskermað stjórnborð, þar sem stillt er inn á viðeigandi spennu, KV, straumstyrkleika MA, og tíma s eða sec, eða MAS-tölu ÍMA sinnum tím- inn í sec), fókus valinn og sérstakur takki er fyrir myndatökuna. Þessi myndatökutakki hefur jafnan 2 hlaup, það fyrra til að setja anóðuna í gang, það síðara til að setja fyrst dreifisíuna í gang og síðan (strax á eftir) til að hleypa myndinni af; oft er hann gerður þannig að mjórri takki stendur upp úr öðrum breiðari og þegar ýtt er á mjóa takann, snýst anóð- an, og svo þegar ýtt er í botn á báða takkana, snýst sían og myndin smellur síðan af. Venjulega er tækjabúnaðurinn hafður þannig, að spenna, straum- ur og tími eru tengd hvert öðru á þann hátt, að ein- göngu þarf að velja KV og MAS-töluna (tvístilling) og báðir þættir MAS-tölunnar þ. e. straumstyrkleik- inn og tíminn breytast þá sjálfkrafa eftir ákveðnum innbyrðis hlutföllum eða prósentuvís. Eftir sem áð- ur stendur hin leiðin opin þ. e. frjálst val á spennu, straumi og tíma (þrístilling) enda getur það í viss- um tilvikum hentað betur. Enn fremur eru tækin nú á dögum jafnframt útbúin lýsingarautomötum (ex- poneringsautomötum) og eru þá venjulega 3 takkar í röð vinslra megin fyrir hin s. k. kammer (I, II og III) og aðrir 3 lakkar í röð hægra megin við þá á borðinu fyrir filmusvertuna (□ ö CH )• Kammerin mæla geislunarmagnið, sem fellur á filmuna, og er þá ýmist notuð jónómetrisk aðferð (jónunarstraum- urinn mældur) eða fotoeletrisk aðferð (birtan mæld, fotocella), þ. e. a. s. þetta eru eins konar skynjarar, þeir eru í sambandi við háspennurofann og rjúfa strauminn, þegar ákveðinni lýsingu er náð (expon- erast). Kammerin eru ætíð höfð milli sjúklingsins og filmunnar, venjulega undir síunni á borðplöt- unni á ákveðnum stöðum, eitt í miðju fyrir mið- geislann, hin tvö til hliðanna (mynd 3). Kammerin eru merkt inn á borðplötuna, einnig reitir fyrir við- komandi filmustærðir, svo innstillingarnar verði augljósari (mynd 2). Svertutakkarnir ráða næm- leika kammeranna og hafa þannig áhrif á filmusvert- una. Þegar automatið er notað veljum við svertu, kammer og KV. Þar sem mælarnir eru í borðinu fyr- ir MAS-a og tíma rennur um leið skífa fyrir til að sýna að þær stillingar eru farnar út og autómötin komin í staðinn (ein stilling). 28 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.