Læknaneminn - 01.12.1980, Side 32
Framhlið á borðplötu við stand, reitir með
filmustærðum og kammerum (I, II og III)
Mynd 2.
Obeina aðferðin
Hún er fólgin í myndatöku á sjálfum skyggni-
skerminum og er þá sérstakur spegla- og linsubúnað-
ur lil þess að minnka myndina ofan í 100X100 mm
(70 mm). Þessi aðferð er einkum notuð við bóp-
skoðanir, t. d. á slarfsfólki á stofnunum eða stórum
vinnustöðum, einkum við berklaeftirlit, a. m. k. hér-
lendis t. d. á Heilsuverndarstöðinni (rykmengun o.fl.
tilefni).
I þessu sambandi er ekki úr vegi að fara nokkrum
orðum um gegnlýsingu í sjónvarpi og samtímis
myndatöku, þar sem þá er notuð óbeina aðferðin.
Með tilkomu myndmagnarans er þetta orðið auðvelt,
ekki síður kvikmyndun en stakar myndir, en sam-
hliða myndatökunni, hvort heldur um er að ræða
stakar röntgenmyndir eða kvikmyndir, má gera aðr-
ar rannsóknir, t. d. þrýstingsmælingar á blöðru og í
þvagrás eða þvagflæðimælingar (simultan micturi-
tion cinematography and urinary flow recording).
Það þarf miklu minna geislamagn til að gera mynd-
ina á magnaraskerminum jafnskýra og myndina á
skyggniskerminum, en stærð hennar (myndarinnai
á magnaraskerminum) er miklu minni eða lþ^—2
Hliöarmynd (buckyplata)
a) kasetta
b) kammer og leiðslur til rofa
c) dreifisía (Bucky)
Mynd 3.
cm eftir gerð þeirra. Ljóstapið við myndatökuna er
hverfandi. Sérstakur ljósdeilir beinir eða útdeilir
ljósi magnaraskermisins með tilhjálp spegla í fleiri
áttir þannig að við skyggninguna fer nær 100%
Ijóssins til myndarinnar á sjónvarpsskerminum og
nær ekkert annað, en við myndatökuna fer hins veg-
ar um 15% ljóssins til sjónvarpsins og 85% til
myndatökunnar (kvikmyndun, röntgenmyndun),
speglarnir snúast sjálfkrafa.
Það eru ýmis atriði, sem áhrif hafa á gæði mynd-
arinnar burtséð frá gerð filmunnar og gæðum henn-
ar, réttri lýsingu, réttu hitastigi í vél á framkallara,
skoli og þurrkhólfi, réttri innstillingu og öðru slíku.
Ber þar fyrst og fremst að nefna þrjú mikilvæg atriði
er áhrif hafa á myndskerpuna: fókusstærðin, efnis-
gerð folíanna og hreyfing þess líkamshluta er mynda
á.
Fókusstœrðin. Þar sem fókusinn er ekki punktur
heldur flötur, veldur það vissri óskerpu. Fókusstærð-
in er gefin upp í lengd hliðarinnar á þeim ferningi
sem varp fókusflatarins í geislastefnuna myndar (sjá
mynd 4).
Ef við köllum þykkt sjúklings d, fókus-filmu-fjar-
30
LÆKNANEMINN