Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 36
inn 14-19 cm að þykkt, meðal 20-25 cm og stór
25-30 cm).
Fyrir kemur að taka þurfi skásneiðar, t. d. kemur
anterior segmentið í lob.sup.dext, og lob. medius bet-
ur fram í hægri afturskáa (55°) og anterior seg-
mentið í lob. sup. sin. og lingula í vi. afturskáa
(45°). Líka getur afstaða perifers meins til brjóst-
veggjarins og central meins til mediastinums komið
betur fram. Transversal sneiðmyndatökur notum við
ekki (sjúklingur situr eða stendur) en hún er aðal-
lega viðhöfð til að sjá betur smá mein rétt ofan við
þind eða vökvaborð í holrúmi.
Eg gat þess í upphafi að við notuðum jafnan
lineer eða einvíddar sneiðingu á lungum, en marg-
víddar sneiðanir eru líka notaðar og sums staðar,
t. d. víða í Bandaríkjunum, nota menn þær frekar,
og þá er jafnan notuð jöfnunarsía (compensating
filter) neðan á geislasíuna (collimatorinn). Eitt og
sama tæki getur keyrt eftir fleiri ólikum hreyfingum
— á línu, á hring, á sporbaug, á skrúfu (trispiral)
eða veltihring (hypocyclus).
Við s. k. zonografi (þykk-sneiðun) er notað lítið
sneiðhorn, undir 10° (6—8° við einvídd, 1^2“2)/2°
við tvívídd). Sneiðarnar eru þykkari, ekki eins
skarpar og sjaldan notaðar á lungu, helst ef um lítil
börn er að ræða til að sjá einnig trachea og bron-
chial-tréð. Oftast er þá sneitt með 1 cm bili út frá
trachea-planinu, í miðju brjósli í báðar áttir. Líka
er það til að nota simultan-kassettur (foliubók:
simultan tomographia) með 4^7 filmum í og eru þá
margar sneiðmyndir teknar í einni og sömu exponer-
ingu og hægt er að velja hvort haft er V2 eða 1 cm
bil á milli sneiða. Venjuleg prufumynd er þó tekin
áður og KV og MAS-ar valin með tilliti til efstu
sneiðanna.
Berkjurannsókn (bronchograph ia)
Þá er vatnsleysanlegu skuggaefni sprautað í gegn-
um kateter ofan í lungnaberkjurnar; eftir yfirborðs-
deyfingu er farið með kateter í gegnum nös eða
munnhol ofan í larynx og trachea ofan í hæ. eða vi.
aðalbronchus, og síðan er kateterinn annað hvort
þræddur selektíft inn í berkjustofna hvers lungna-
blaðs fyrir sig og reynt að fá fyllingu á berkjukerf-
um þeirra, þá er notaður mjúkur gúmmíkateter með
röntgenþéttum enda, ellegar að kateter er lagður
niður út af opum aðal-stofnberkjanna, þá er stífur
eða hálfstífur plastkateter notaður og kontrast
sprautað niður og reynt að fá fyllingu á berkjukerf-
um lobanna. Kontrastinum er sprautað hægt niður í
smá skömmtum meðan sjúklingurinn dregur djúpt
að sér andann og reynt að fá fyllingu á stórum og
meðalstórum berkjugreinum að minnsta kosti og úl
í minni greinarnar, en alls ekki í alveolurnar. Sjúkl-
ingurinn er látinn hætta að anda á meðan að mynd-
irnar eru teknar (í djúpri innöndun) og teknar eru
frontal, ská og hliðarprojeksjónir og yfirlitsmyndir
í lokin, helst upp við stand.
Rannsóknin er ætíð gerð í skyggningu (tv) og
myndir teknar með yfirlampanum á aðalborðinu í
automati (skyggnimagnari, kammer o. s. frv. eru
undir borðinu). FFF er 1,20 mm og ef um meðal
manneskju að ræða gætu KV verið þessi: 80 KV á
frontal, 84 KV á skáa, 100 KV á hlið, miðsverta og
miðkammer í öllum tilvikum og 24x30 cm filmu-
stærð notuð. 1 lok rannsóknar er sogið sem mest upp
af kontrastinum aftur og sjúklingurinn látinn hósta
vel upp, e. t. v. bankaður. Einnig er þess gætt að
sjúklingurinn borði ekki né drekki næstu 5 stund-
irnar vegna deyfingarinnar.
Bronchografían er sjaldan gerð í svæfingu, nema
hjá börnum (í inntúbasjón) og yfirleitt aðeins öðru
megin í senn. Notaður er seigfljótandi vatnslevsan-
legur joðkontrast, t. d. dionisil (propyliodan) eða
broncho-abrodil.
Æðarannsókn (Pulmonal angiograph-y)
Þá er þrætt inn í v.cava hæ.atríið eða ventrikelið
eða art.pulmonalis og kontrast dælt inn eins og við
aðrar angiografíur og myndir teknar á filmuskipt-
ara. Fáum við þá myndir af lungnaæðunum. Þessi
rannsókn hefur fyrst og fremst gildi við primerar
æðaanomalíur í lungum (aneurysma, arteriovenös
fistúlur) lungnaembolíur og við greiningu túmora
í vissum tilvikum, einkum til að meta innvöxt eða
útbreiðslu bronchialcancers yfir í mediastrinum m.
t. t. þess, hvort hann sé skurðtækur eða ekki.
Aðrar rannsóknir
Eins og skönnun, CT og hljóðbylgjurannsóknir
(sjaldan) verða ekki teknar fyrir hér.
34
LÆKNANEMINN