Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 37
Stiiður
Hinar sígildu stöður (eða projeksjónir) við
lungnamyndatökur eru jrontal (PA) og hliðarpro-
jeksjónir (prófíll, lateral). Þegar það er unnt eru
myndirnar teknar af sjúklingnum standandi, FFF 2
m, framhlið að filmu, efri brún kassettunnar vel
upp fyrir herðar, miðgeisli í hæð við th3, einnig á
hliðarmyndinni og aðeins framan miðaxillar-línunn-
ar. Vinstri hlið látin snúa að filmu að öllu jöfnu,
hægri hlið að sé hún sjúk. Myndirnar eru að sjálf-
sögðu eins og alltaf, teknar í djúpri innöndun. Það
hefur vitanlega sína kosti, að taka standandi myndir:
það er yfirleitt hægara, sjúklingur getur betur andað
inn, innyflin síga niður, þindin stendur neðar og
meira sést af yfirborði lungnanna. Við bedside eða
rekkjumyndir er um AP-projeksjón að ræða og mið-
geisla heint rétt neðan við hóstina.
Til að fá lungnatoppana vel fram, þarf oft sér-
stakar projeksjónir, og er s. k. apico-lordotic staða
eða axialprojeksjón algeng: sjúklingnum er stillt
upp um 30 cm frá standinum (Bucky-plötunni)
með bakið að og síðan látinn halla sér aftur þannig,
að axlirnar hvíli að plötunni; miðgeisla er beint á
mitt bringubein. Við öfuga apico-lordotiska stöðu
snýr sjúklingur framhliðinni að standplötunni, held-
ur í hana og hallar sér aftur. Einnig má taka mynd-
ir af lungnatoppunum þannig að sjúklingur snúi
baki eða framblið að og lampa síðan hallað 20-30°
niður og miðað rétt fyrir neðan viðbein.
Skáprojeksjónir eru sjaldan notaðar, en við verð-
um þó að vera undir það búin að geta beitt þeim.
Hins vegar eru decubitus- eða hliðarlegumyndir oft
teknar; sjúklingur liggur þá á annarri hvorri hlið-
inni, snýr framhlið að filmu, hefur hnén aðeins
beygð og miðgeisli er stilltur á th3, geislastefna lá-
rétt. Þessi staða er einkum notuð til að sjá vökva í
hrjsótholi og við verðum þá að sjá vel hrjsótvegg-
inn, sem niður veit á myndinni (samanhrotin lök t. d.
sett undir síðuna). Á standandi lungnamyndum geta
verið allt upp undir 200 ml af vökva í hrjóstholi, án
þess að við greinum það. Decubitusmyndir eru einn-
ig stundum notaðar til að sýna fram á aðskotahluti
í lungum, hjá smábörnum, sem ekki gefa skugga
(gegnlýsing erfið). Er þá tekin bæði hæ. og vi. hlið-
arlega. Normalt klemmist lungað sem niður veit
saman, ef ekkert er að (og innyflin ýta þindinni
upp), en stendur þanið ef aðskotahlutur í berkju
veldur stíflu (obstruktífri emfysema). Líka þótt það
snúi niður. Hjá ungabörnum (nýburum) getur það
ennfremur haft þýðingu að taka mynd af því liggj-
andi á baki með láréttri geislastefnu s. k. cross-table
mynd (supine), m. t. t. pneumothorax eða pneumo-
mediastinums. Að lokum er rétt að geta þess, að ef
um h'tinn pneumothorax er að ræða, sést hann betur
í útöndun heklur en í innöndun og því rétt að taka
líka fronlalmynd í djúpri útöndun, ef spurning er
um slíkt.
Úrlestur (undirstöðuatriSi)
Röntgenmynd af lungum er í raun svo margslung-
in, að heppilegast er að temja sér ákveðinn máta til
að lesa úr henni, en ekki skoða hana af bragði.
Hún tekur ekki eingöngu til þeirra sjálfra, heldur
og til hjartans, stóru æðanna, barkans, vélindans og
vefjanna milli lungnanna, til rifjanna, brjósthryggj-
arins, þindar, húðar og vöðvalaganna, svo að aðal-
atriðin séu nefnd. Margs er því að gæta.
Við lítum fyrst á myndina í heild, athugum hvort
hún sé hæfilega lýst, innöndun góð — þindarmörk
við 10.—11. rif að aftan í fullorðnum, við 8.-9. rif
í smábörnum, innstillingin sé rétt, sjúklingur ekki
snúinn — innri viðbeinsendar jafnlangt frá hrygg-
tindum eða miðju hryggjar og miðgeisli falli rétt á,
svo að spémynd komi ekki fram, bringubein og
hryggur sjáist vel í prófíl á hliðarmyndinni, þ. e.
myndin verður að vera tæknilega frambærileg.
Hér er um svart-hvíta mynd að ræða í einum
fleti, þ. e. a. s. í tvívídd. Hins vegar hefur hún vissa
dýpt vegna mismunandi blæbrigða eða grátóna frá
hvítu yfir í svart og við reynum að temja okkur að
horfa á hana og hugsa í þrívídd með því að nýta
okkur um leið þekkingu okkar í líffærafræði; lítum á
hana sem mynd í rúmi, reynum að kalla fram mynd-
líkan úr hinum fínu blæbrigðum hins svarta og
hvíta. Þetta er hlutur sem kemur með æfingunni og
því æskilegt að temja sér strax. Þessu næst, þ. e. a. s.
þegar við höfum viðurkennt myndina sem tæknilega
góða (hvergi skorin), þá athugum við hvort við sjá-
um breytingar í beinum eða húðlögum, t. d. geta
vörtur eða hnútar í húð gefið skugga, dæld eða
skarð í rifjabrún bent til hjartagalla (coarcatio
LÆKNANEMINN
35