Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 38
aortae), eyðing í rifi til meinvarps eða eyðing í rifi samfara þéttingu til perifers bronchocarcinoms. Meinlausir hlutir, eins og hárfléttur og húðfellingar, geta gefið annarlega skugga og magablaðra uppi í brjóstholti Iíkst vökvafylltu holrúmi eða ígerðar- holu. Ennfremur verðum við ætíð að hafa hugann opinn fyrir hlutum eins og göllum í folíum og öðru artefacta, þó ekki sé annað en plasthylki utan af ein- nota sprautum, er slæðst geta á lak eða borð undir sjúkling. Að þessu búnu snúum við okkur að sjálfum lung- unum og athugum þá óeðlilegu skugga, holur eða tóm, sem þar kunna að koma fram. Það sem skapar lungnateikninguna er fyrst og fremst blóðinnihald æðanna, það eru hinar hvítu rákir, er við sjáum fyr- ir okkur, fyrir utan þá skugga sem rif, hjarta og hinar stóru æðar ásamt þind og lifur valda. Nær allir vefir líkamans, nema þeir sem innihalda kalk eða filu, hafa líka atómþyngd og þar með svip- aðan absorpsjónsstuðul (nánast eins og vatn) og skugginn, sem þeir gefa því líkur, munurinn sem fram kemur stafar fyrst og fremst af vefjaþykktinni, absorpsjón röntgengeislanna verður meiri í gegnum þykkari vefjalög, daufur skuggi táknar þannig þunnt lag, þéttur skuggi meiri vefjamassa, enginn skuggi: tóm eða enginn vefur, loft að öllum jafnaði; og það er einmitt það, sem gefur okkur kontrastinn í lungna- myndunum: svertuna; loftið í berkjunum og lungna- blöðrunum skapar kontrastinn mót hinum blóði fylltu æðum er þau umlykja, en steinsölt blóðsins gefa því hærri absorpsjónsstuðul heldur en mjúku vefjunum og því verður andstæða þeirra og loftsins ráðandi, berkjuveggina sjáum við ekki, þeir eru of þunnir til þess, einnig sjálfir æðaveggirnir. (Absorp- sjónin stendur í réttu hlutfalli við þriðja veldið af atómtölu efnisins, vetni hefur atómtöluna 1, kolefni 6, súrefni 8, en kalíum 19 og kalsíum 20, baríum í magakontrast 56, blýið 82; þetta eitt segir sína sögu.) Ef við höfum hluta af lunga, þar sem loft er horfið úr lungnablöðrunum og smáberkjunum, t. d. undan exudati, vökva eða íferð, þá sjáum við ekki leng- ur æðarnar á þessu svæði, af því að loftið, sem gef- ur kontrastinn er horfið. Á hinn bóginn geta berkj- ur, sem eru loftfylltar og áður voru ósýnilegar, orð- ið sýnilegar af því að núna skapar hinn þéttari vefjamassi, sem orðinn er, kontrastbakgrunn mót loftinu í þeim. Á þessu byggist hið s. k. air bron- chogram (loftberkjur) m. a. Vökvi, hvort heldur er vökvi í brjóstholi eða lungum, aukinn interstitiel vökvi, íferð eða loftsvipting í lungnageira vegna stíflu í berkju, varpar gráhvítum skugga á filmuna; kontrastinn, þ. e. svertan á þessu svæði er horfin (aukin geislaabsorpsjón). Á þessum samleik hins hvíta og svarta byggist greining okkar á sjúkdómum og sjúklegu ástandi í lungunum, blæbrigðamun þeirra og samblöndun. Eitt gleggsta dæmið hér um er hið s. k. Silhouette-sign, eða randhvarf (myrkvi), sem ég mun að lokum lítillega minnast á áður en ég sný mér að síðari hluta þessarar greinar þ. e. a. s. að greiningú og einstökum sjúkdómum í lungum. Þeg- ar hluti af rönd hjartaskuggans, mediastinum eða þindar máist út eða hverfur, liggur mein í lunga eða brjóslhimnu þar á bak við; skuggi þess rennur sam- an við skugga þessara hluta og máir hann út (myrkvun); það snertir eða liggur upp að röndum þess. Ef um randhvarf á hæ. hjartarönd er að ræða, gefur það til kynna að meinið liggur í lobus medius en í lingula, ef um hvarf í vi. hjartarönd er að ræða. Líði hins vegar skuggi yfir bjarta-, ósæða- eða þindarskuggann, án þess að rendur þeirra hverfi, heldur haldist eftir sem áður skýrar, þá liggur hann ekki upp að þeim, meinið ér fjarri þeim og nægur loftfylltur lungnavefur stendur á milli til að skapa kontrastmuninn. 36 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.