Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Síða 44

Læknaneminn - 01.12.1980, Síða 44
raunadýrum sármynclun í æðaþeli,42 og æðar, sem venjulega kalka ekki, verða æðakölkun að bráð ef á þeim mæðir hár blóðþrýstingur.44-4"’ Fyrr eru nefnd dæmi af skammhlaupum (shunts) og bláæðum, sem notaðar eru í slagæðaskurðlækningum. Hins vegar eru beinar athuganir á slagæðum manna, sem sýna að háþrýstingur valdi æðaþelsskemmdum, mjög af skornum skammti. Oldrun Hár aldur er vel þekktur áhættuþáttur í æðakölk- un. Averkakenningin býður upp á a. m. k. tvær skýr- ingar. I fyrsta lagi hið augljósa tækifæri, sem lang- ur tími gefur endurteknum áverka til að hafa áhrif á heilbrigði æðaveggjarins,81 og snertir eina af grundvallarhugmyndum áverkakenningarinnar um endurtekinn eða langvinnan áverka. Með aldrinum verður einnig breyting á kollageni í öllum vefjum líkamans að slagæðum meðtöldum. Vegna kross- bindinga, sem myndast smám saman milli kollagen- keðja, verður kollagenið mun stífara en það er á ungum aldri.81 Auðvelt er að hugsa sér, að æðavegg- ur, sem hefur stífnað og glatað teygjanleik (compli- ance), er lakar búinn til að mæta ágangi blóðstreym- is, því mæðir meira á æðaþelinu og líkur á sármynd- un aukast. Sykursýki Margir þættir virðast stuðla að aukinni æðakölk- un meðal sykursjúkra. Þeir hafa oft hækkaða blóð- fiLu, bæði kólesteról82 og þríglýseríða83 með þeim afleiðingum, sem síðar verða ræddar. Þeir hafa jafn- an hátt insulínmagn í blóði,84 jafnvel þeir, sem háð- ir eru insulíngjöfum og eru á meðferð.60,85 Sýnl hefur verið fram á, að insulín hvetur til fjölgunar sléttra vöðvafrumna.86 Hugsanlegt er, að áhrif in- sulínsins sjálfs í miklu magni hafi áhrif á framgang æðakölkunar.84 Blóðflögur sykursjúkra klumpast af minna tilefni en blóðflögur heilbrigðra.87 Minna þarf því til, að blóðflöguvaxtarvakinn, sem að fram- an er lýst, losni úr læðingi og hafi áhrif á æðavegg- inn. Nýlega hefur einnig verið sýnt fram á, að kolla- gen sykursjúkra stífnar um aldur fram,8S þ. e. á til- tölulega ungum aldri hafa krossbindingar milli kolla- genkeðja leitt til öklrunar bandvefs með nákvæmlega sömu afleiðingum og lýst var að ofan við öldrun: Stífir æðaveggir, aukin hætta á æðaþelssköddun, aukin æðakölkun. Hátt kólesteról í blóði Nýlegar tilraunir hafa leitt í Ijós, að LDL hefur toxisk áhrif á æðaþel jafnt í frumugróðri80 sem í til- raunadýrum. Fyrr er lýst tilraunum í öpum,41 sem hlutu æðaþelssár af völdum langvinnrar kólesteról- hækkunar. Samkvæmt því skýrast skaðleg áhrif hyp- erkólesterólemiu auðveldlega á grundvelli áverka- kenningar. LDL hefur einnig reynst hindra myndun PGL í ræktuðum æðaþelsfrumum00 og virðist bjóða heim þess konar röskun á jafnvægi milli blóð- flagna og æðaveggjar, sem þráfaldlega hefur verið getið og líkleg er til að stuðla að æðakölkun. Loks virðist ljóst, að rof í æðaþel af hvaða ástæðu sem er, hlýtur að leiða til meira fituflæðis inn í æðavegg- inn, þegar blóðfita er há, heldur en þegar hún er lág. Reykingar Tóbaksreykur inniheldur fjölmörg efni, sem gætu verið skaðleg æðaþeli. Böndin hafa borist að kol- sýrlingi, sem líklegustum skaðvaldi. Þegar kanínur anda að sér lofti með 0,017% af kolsýrlingi, þannig að blóðrauðamettun verður u. þ. b. 15% (sambæri- legt við stórreykingamenn), skaddast slagæðaþel þeirra.91,02 Sé þeim samtímis gefin kólesterólrík fæða streymir kólesteról inn í æðaveggina í miklu meira magni en í kanínum, sem fá sömu fæðu, en anda að sér fersku lofti.03 Faraldsfræðilegar rann- sóknir hafa einnig sýnt nána fylgni milli kolsýrlings- mettunar blóðrauða og æðakölkunar í reykinga- mönnum.04 Hins vegar virðist ljóst, að áhrif reyk- inga eru fjölþættari heldur en ein saman áhrif kol- sýrlings á æðaþel: reykingar hvetja blóðflöguklump- un,05 lækka háþétti lípóprótein (HDL),00 og niko- tin dregur úr PGI^-myndun.97 Lesandinn kannast hér sjálfsagt við sama stef og kyrjað hefur verið framar á þessum síðum og mun Ijóst, að allar þessar athugandr eru í sátt við áverkakenninguna. Hábéttilipoprotein (HDL) Á seinni árum hefur athyglin mjög beinst að HDL sem verndandi þætti gegn æðakölkun.08 Jafnframt hefur líkum verið að því leitt, að fitusameind þessi 42 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.