Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 45

Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 45
þjóni hlutverki kolesterólbera, sem taki upp kóle- steról úr æðaveggjum og öðrum vefjum og flytji til lifrar." Samkvæmt þeirri skoðun mælir mikilvægi HDL í æðakölkun hvorki með né á móti áverkakenn- ingunni, þar eð það kemur til sögu löngu eftir að gert er ráð fyrir að æðaþelsáverkinn hafi átt sér stað. Iflónóhlónal henniny Þótt áverkakenningin geti skýrt á sæmilega sann- færandi hátt niðurstöður flestra dýratilrauna, svo og klínískra og faraldsfræðilegra athugana á áhættu- þáttum æðakölkunar, er kenningin ekki þess megn- ug að skýra til hlítar athuganir, sem maður að nafni Benditt hefur gert, og er höfundur svokallaðrar mónóklónal kenningar.100 1 athugunum sínum nýtti hann sér þá staðreynd, að sérhver kona er frumu- mósaík í erfðafræðilegum skilningi.101 I henni búa tvö mismunandi og stundum aðgreinanleg frumusam- félög annað með starfhæfan x-litning frá móður, hitt með föður x-litning í slíku hlutverki. Allar frumur innihalda þó báða x-litningana. Svo virðist sem hending ráði, hvorum litningnum er kippt úr starfhæfu sambandi, en hinar mismunandi frumur skipa sér hlið við hlið í hinum ýmsu líffærum, þeg- ar fóstrið vex, og mynda mósaík í bókstaflegum skilningi. Allir afkomendur tiltekinnar frumu erfa x-litningseiginleika hennar. Ef á x-litningi móður er gen, sem segir fyrir um myndun einhverrar sam- eindar, sem unnt er að mæla, og ef x-litningur föður mælir fyrir um myndun annars forms slíkrar sam- eindar, er unnt að greina á milli þeirra frumusam- félaga, sem gera mósaík tiltekins einstaklings. Eitt slíkt x-litnings gen mælir fyrir um gerð hvatans Glu- kosa-6-Phosphate-Dehydrogenase (G-6-PD), og tvö mismunandi form mæla fyrir um gerð tveggja hvata- tegunda, A og B, sem unnt er að grein á milli með rafgreiningu.102 U. þ. b. 40% af svörtum konum í Bandaríkjunum eru misþátta með tilliti til G-6-PD, þ. e. sumar frumur þeirra mynda A-form hvatans, aðrar mynda B-formið. Benditt12,100,1 03 ákvað að rannsaka ósæðar úr svörtum konum, sem krufnar voru, og bera saman heilbrigða hluta æðanna og þá sem báru merki æðakölkunar. Til að gera langa sögu stutta þá komst hann að raun um, að 80% kalkaðra Mónóklónal kenning Stökkbreyting sléttrar vöðvafrumu ^ v Fjölgun mónóklónal frumna Reykingar Kólesterólepoxíð Önnur mutagen Æðaþelsáverki hvetur (promoter) V Bandvefsmyndun og fitusöfnun Mynd 3. svæða („discrete, raised atherosclectic plaques“) mynduðu annað hvort A eða B form G-6-PD (mono- typic), sárasjaldan bæði formin. Hins vegar voru bæði formin til staðar í meinsemdum sérhverrar ós- æðar, en sjaldnast innan einnar og sömu meinsemd- ar. I hinum heilbrigða hluta æðarinnar voru þau svæði, sem aðeins mynduðu annað form hvatans mjög Htil, þ. e. a. s. mynstur mósaíkurinnar, var mjög fíngert og stakk í stúf við það, sem uppi var á teningnum í kölkuðum hlutum æðarinnar. Vísinda- menn við John Hopkins háskólann endurtóku þessar athuganir og komust að nákvæmlega sömu niður- stöðu.104 Benditt benti á, að tvær skýringar á þessu fyrir- bæri væru hugsanlegar: 1. Einhvers konar val fer fram, þegar sléttum vöðvafrumum fjölgar, þannig að frumur með annan eiginleikann (A eða B) ná sér á strik á kostnað hinna. 2. Frumur sérhverrar mein- semdar eiga ætt að rekja til einnar frumu: eru mónó- klónal. Benditt hafnaði fyrri skýringunni á þeim grund- velli, að ýmist A- eða B-form hvatans fyrirfyndist í æðakölkun, og væri því vandséð, að annað formið væri hinu hagstæðara fyrir framgang og fjölgun hinna sléttu vöðvafrumna. Hann ályktaði því, að 43 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.