Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 46

Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 46
frumurnar væru mónóklónal og æðakölkun líktist á þann hátt ýmsum æxlum, t. d. leiomyoma uteri.105 Hann steig feti framar og lagði til, að fyrsta spor á ferli æðakölkunar (initation) væri stökkbreyting (mutation) sléttrar vöðvafrumu, sem við stökkbreyt- inguna öðlaðist aukið vaxtarmagn eins og hver önn- ur æxlisfruma. Æðakölkun væri því í eðli sínu nokk- urs konar góðkynja æyli (leiomyoma) í slagæðar- vegg (mynd 3). Ymsir áhættuþættir gætu hugsanlega hrundið af stað æðakölkun með því að valda stökk- breytingu (mutangenicit) :100 Reykingar með beinni neyslu efna, sem valda stökkbreytingum (mutagen), hátt kólesteról í blóði við myndun kólesterólepoxíða, sem einnig valda stökkbreytingum og geta valdið bandvefsæxlum í músum og rottum. LDL gæti einn- ig þjónað ldutverki burðarefnis fyrir efni, sem valda stökkbreytingum. Aðra áhættuþætti, svo sem há- þrýsting, er miklu erfiðara að skýra heklur en á grundvelli áverkakenningar. Á það skal þó hent, að þessar tvær kenningar eru ekki ósættanlegar. Ef stökkhreyting er nauðsynlegt upphaf æðakölkunar, eins og mónóklónal kenningin heldur fram, er hugs- anlegt að sú frumufjölgun, sem alltaf er hluti af vefjasvari við áverka, veiti hinni breyttu frumu tækifæri til að njóta þeirra yfirburða til vaxtar, sem hún öðlaðist við stökkbreytinguna.103 Slík aðgrein- anleg stig hafa verið skilgreind í krabbameinsmynd- un og nefnd „initiation“ og „promotion“ eða upp- haf og hvatning. Er auðvelt að hugsa sér, að slík samverkun margra þátta eigi hlut að máli í æða- kölkun. Spurningin um það, hvort val frumna með sér- staka eiginleika fer fram, þegar frumum fjölgar í innlagi slagæðar, snertir kjarna mónóklónal kenn- ingarinnar. Tilraunir framtíðarinnar hljóta að bein- ast að henni. Ef slíkt úrval á sér stað er óþarft að gera ráð fyrir stökkbreytingu og uppruna í einni frumu. Nýlega skýrðu Pearson og félagar107 frá at- hugunum á blóðsegum á mismunandi þróunarstig- um (organization). Eftir því, sem lengra líður frá myndun blóðsegans og „organisering“ eykst, öðlast hann meiri mónóklónal eiginleika. Þótt líklegra virð- ist, að úrval frumna ráði undir þeim kringumstæð- um frekar en stökkbreyting, benda höfundarnir á, að hugsanlegt sé, að blóðseginn gegni hlutverki hvata (promoters), sem hvetji fjölgun frumna. Afkomend- ur stökkbreyttrar frumu með aukna vaxtareiginleika næðu þá yfirhöndinni og önnuðust það hlutverk að umbreyta blóðseguni í bandvef (organization). Lýsósóm henniny Bæði áverkakenning og mónóklónal kenning álíta, að fjölgun sléttra vöðvafrumna í innlagi slagæðar sé sú grundvallarbreyting í æðakölkun, sem síðar leiðir til bandvefsmyndunar og fitusöfnunar. Hvor- ug kenningin skýrir þó hvers vegna kólesteról og kólesterólestrar taka að hlaðast upp innan sléttra vöðvafrumna í innlagi, þannig að sumar þeirra breytast í fitufylltar froðufrumur (foam cells). Ein af mörgum hugmyndum um þetta efni rekur ætt til athugana á lýsósómum slagæða.1 08’109 Lýsó- sóm eru frymisblöðrur, sem innihalda fjölda hvata, og gegna nokkurs konar meltingarhlutverki innan frumna, þar sem kjarnasýrur, prótein, kolvetni og fitusameindir eru brotin niður. I þessum hópi eru kólesterólestrar, sem eru klofnir í frítt kólesteról og fitusýrur. Þar sem kólesteról kemst út úr frumum tí- falt hraðar heldur en kólesterólestrar110 er ljóst, að lýsósóm eru nauðsynlegur hlekkur í kólesterólhöndl- un frumunnar. Ef litið er á fitusöfnun í æðavegg, sem röskun á jafnvægi milli aðfærslu og framleiðslu annars vegar, og brottflutnings og úrvinnslu hins vegar, virðist rökrétt að beina athyglinni að því, hvernig lýsósómin gegna hlutverki sínu við mismun- andi aðstæður. Upplýsingar af þessu tagi hafa einkum komið úr tveimur áttum. Fyrst frá de Deuve og samstarfsmönn- um 108,11 í 0g Sjgar fra Wolinsky og félögum109’112 við Albert Einstein háskólann í New York. Þeir hafa sýnt fram á bæði í dýratilraunum og í alhugunum á slagæðum manna, að fyrstu merki fitusöfnunar í sléttum vöðvafrumum verður innan lýsósóma, þótt síðar safnist einnig fita utan lýsósómanna. Þegar kanínum er gefið kólesteról eykst virkni ýmissa hvata, þ. á m. cholesteryl esterasa. Þegar kólesteról- átið leiðir til æðakölkunar, er náin fylgni milli kóle- sterólmagns í frumum og virkni lýsósóm hvatanna. Niðurstöður athugana á ósæðum manna á ýmsurn stigum æðakölkunar voru áþekkar. Verður að telja sannað, að hvatning lýsósóma sé einn af þeim „at- burðum“, sem eiga sér stað í æðakölkun manna og 44 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.