Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Page 51

Læknaneminn - 01.12.1980, Page 51
Ogn um prostaglandin Sigurður Skarphéðinsson Prostaglariclin nefnist hópur mólikúla, sem hefur mikla útbreicíslu og margvísleg lyfjafræðileg áhrif í mismunandi vefjum. Þessi mólikúl vöktu fyrst eftirtekt manna í kring- um 1930. En nafn sitt fengu þau frá Svíanum Ulf S. von Euler, sem talcli blöðruhálskirtil (prostata) vera framleiðanda þeirra. Prostaglandin eru ómett- aðar fitusýrur með grunnbyggingu prostanoic sýru (sjá mynd 1). Virkni þeirra er á margan hátt lík hormónum. Þau eru meðal virkustu lífefna, sem enn hafa fundist. Svo lítið magn sem 1 ng/ml veldur t. d. samdrætti í slétt- um vöðvafrumum dýra. Ymsar hugmyndir hafa verið á lofti um klínisk not þeirra. Meðal þess, sem nefnt hefur verið er: getnaðarvarnarlyf, hríðalyf, lyf til að enda með- göngu - koma í veg fyrir magasár, stjórnun á bólgu, stjórnun á blóðþrýstingi og asthmalyf. Prostaglandin eru framleidd með oxun fjölómett- aðra fitusýra, svo sem arachidonic sýru. Þau eru framleidd hvenær sem fruma er sködduð, hvort sem sá skaði er af völdum mekanisks-, efna- fræðilegs-, ónæmis- eða bakteríuáreitis. Ensímkerfið sem hvatar oxun fjiilómettaðra fitu- sýra í endoperoxið og síðan í prostaglandin og önn- ur myndefni, er himnubundið fjölensímakomplex, sem nefnist fitusýru-cyclooxygenasi. Ekki er vitað með neinni vissu við hvaða hinmur ensímið er bund- ið, en þó er talið að það sé lengt endoplasmic reti- culum. Þetta himnueðli ensímkomplexsins hefur haft í för með sér erfiðleika við að greina einstaka þætti en- símsins. Tilraunir gerðar með cyclooxygenasa kerfið í rottum hafa hins vegar sýnt fram á tilvist tveggja þátta: Annars vegar „fraction 1“ sem er dioxygen- asakerfi, er hvatar myndun prostaglandin endoper- oxið PGHj úr dihomo- y - linolenic sýru, og svo „fraction 11“ er hvatar isomerization endoperoxiða í PGEj. Cyclooxygenasa virkni virðist vera til staðar í öll- um þeim spendýravefjum, sem hingað til hafa verið athugaðir. Eðli oy uppruni fitusýru hvurfefnanna Hvarfefni cyclooxygenasa tilheyra hópi lífsnauð- synlegra fitusýra. Sýnt hefur verið fram á að byggingarlegar for- sendur fyrir ummyndun fitusýra í prostaglandin eru að til staðar sé cis-tvítengi í stöðu 8, 11, 14 og þar sem methyl esterar eru ekki nothæf hvarfefni, þá þarf einnig lausan carboxy-hóp. Hámarksvirkni fæst með 20 kolefna keðju er hef- ur cis-tvítengi í stöðu 8, 11, 14 eða 5, 8, 11, 14. Prostaglandin og önnur cyclooxygenasa myndefni eru ekki geymd innan frumunnar, þannig að losun á sér stað strax eftir nýmyndun. Til að nýmyndun verði, mega hvarfefnin ekki vera á ester formi. Hvarfefnin eru að öllum líkindum fengin frá phosp- holipið hluta frumunnar, fyrir áhrif hydrolytiska ensímsins phospholipasi A2. Myndun cycliskra endoperoxiða Rök fyrir tilvist cycloperoxiða, sem milliefna í cyclooxygenasa hvarfinu urðu fyrst ábyggileg með ísótópatilraunum Svíans Bengt Samuelsson 1965. í ljós kom að prostaglandin E og F höfðu annað hvort 1002 eða 1802 en aldrei blöndu þessara tveggja. Síðan kom í Ijós að PGE var ekki hægt að breyta beint í PGF og öfugt, sem einnig þykir benda til þess að þau eigi uppruna í sameiginlegu milliefni. LÆKNANEMINN 49

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.