Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 56
► ADP, collagen, thrombin
Losun
á ADP, 5TH,
— o.s.fn/.
etc.
PG ■ prostaglandin
-> Klumpun
Mynd 7. Þáttur thromboxane A2 í blóSflögavirkni.
skammta. Athygli vert er að PGF2ft orsakar æða-
samdrátt, gagnstætt PGE, og getur mótvirkað þá
aukningu á æðagegndræpi sem serotonin (5-—HT)
histamin og PGE valda. Vegna þessa hafa komið upp
hugmyndir um að PGF2u sé á einhvern hátt þátttak-
andi í að binda enda á bólgusvörun.
Prostaglandin D leiðir, líkt og PGE, til langvar-
andi æðaútvíkkunar og aukins æðagegndræpis, sé
því sprautað undir húð. Hins vegar þarf margfalt
stærri skammta en af PGE.
Dæmi um bólgueyðandi miðil sem hindrar prosta-
glandin efnaskipti er aspirin. Það kemur í veg fyrir
prostaglandin myndun með því að hefta beint cy-
clooxygenasa ensímið. Auk þessa er nú ljóst að
bólgueyðandi steralyf geta komið í veg fyrir prosta-
glandin myndun, en gagnstætt aspirin-lyfjum þá
verka sterar ekki á cyclooxygenasa, heldur koma í
veg fyrir losun þeirra fitusýra, sem þörf er á, til að
myndun prostaglandina gangi eðlilega fyrir sig.11
Þetta verður líklega með þeim hætti að sterinn
tengist móttaka (sec. messanger) í frumu umfrymi.
Hvort þessi komplex berst til kjarnans er ekki vitað
með vissu en hins vegar er vitað að á eftir fer fram
transcription og translocation, því RNA og prótein
efnaskipta inhibitorar hefta steraáhrifin.16
Greinilegt þykir að framleiddur er af frumunni
faktor sem blokkerar phospholipasa A2. Líklega er
54
um að ræða peptíð eða prótein þar eð nýmyndun
þess er stöðvuð af cyclohexamidi.
Sú staðreynd að virkni stera er háð samfelldri
nýmyndun próteina bendir einnig til þess að sterar
verki ekki með því að auka stöðugleika himnunnar.
Auk þessa valda sterar samdrætti í framleiðslu
prostaglandina og ýta undir niðurbrot þeirra með
áhrifum á ensímferlana sjálfa. Áhrif þessi virðast
nást fram með losun á prótein faktor (RCF) í blóð,
sem örvar niðurbrots ensímin (prostaglandin-15-
hydroxy dehydrogenasi) en letur jafnframt myndun
prostaglandina.13'14
Prostaglandin o»/ blóífstorknnn
Prostaglandin endoperoxiðum er umbreytt í blóð-
flögum í TxA2 af thromhoxane synthetasa. TxA2 er
einn af grundvallar þáttunum í verkun blóðflaga við
blóðstorknun. Það veldur beint klumpun,12 auk þess
að koma henni af stað gegnum losun á t. d. ADP,
sem einnig orsakar klumpun og ýtir þannig undir
frekari frameiðslu á TxAo. Óstöðugleiki TxA2 gerir
það að verkum að samfelld framleiðsla á þennan
cycliska hátt er nauðsynleg (sjá mynd 7).2 Áhrif
PGE, og PGE2 á flöguklumpun eru nær engin í sam-
anburði við TxA2.
TxA2 hefur helmingunartíma um 30 sek., en það
brotnar niður í TxB2, sem er óvirkt mólikul.
Auk þess að valda klumpun blóðflaga er TxA2
kröftugur miðill æðasamdráttar, sem reyndar einnig
þjónar tilgangi við stöðvun blæðinga. Það er því
augljóst að TxA2 er mikilvægt við blóðstorknun.
En einhverja stjórnun verður að hafa á jafn kröft-
ugum miðli og TxAo svo það grípi ekki inn í í tíma
og ótíma. Hvað mikilvægast er að blóðflögur loði
ekki við heilbrigt æðaþel. Heilbrigt æðaþel breytir
ekki prostaglandin endoperoxiðum í TxA2 heldur í
prostacyclin, en PGIo verkar sem antagonisti TxAo
þ. e. það kemur í veg fyrir blóðklumpun og slakar á
æðaveggjum. Talið er að endoperoxið losni þegar
blóðflögur rekast á æðaþelið. Jafnvægið milli TxAo
frá blóðflögum og PGIo frá æðaþelinu er þannig
mikilvægur stjórnunarþáttur, í því hvort blóðstorku
ferillinn fer af stað eður ei.
Með lillili til þessarar vitneskju hafa einkum 3 að-
ferðir komið til tals við leit að antithrombotic með-
LÆKNANEMINN