Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Page 69

Læknaneminn - 01.12.1980, Page 69
Lars Enevoldsen, sem tók krufninganámskeiðiö al- varlega. AS síðustu var horft á videomynd um hand- legg. Lagopoulos lagði nú blátt bann við myndatök- um í salnum og í tilefni af því tóku nokkrir dólgar myndir þar fyrir framan nefið á honum. Þá sagði hann þeim hvað besti bjórinn í Leeds héti og rak þá út. Seinna meir í námskeiðinu svindluðu sumir á þessu myndabanni, þeir sem æstastir voru í að taka myndir af líkunum, en aðrir töldu sig geta fundið skemmtilegra myndefni. Enn aðrir höfðu alls ekki myndavél. Að kvöldi þessa dags uppgötvaðist að bar var í Bodington-höll. Tilvist hans átti eftir að varpa lífs- ljóma á dvöl okkar þarna, því á barnum var oft set- ið á kvöldin og málin rædd og margir feitir bjórar hesthúsaðir. Upp frá þessu fór að færast rútína yfir dagana. Morgunmatur var étinn á morgnana, síðan var farið í skólann. Þar voru teknar þéttar pásur fram til hálf fimm á daginn. I hádeginu var talsvert étið af há- degismat á stofnun sem bar nafnið Students’ Union, eða Félagsstofnun stúdenta. Hún stóð hálfan kíló- meter ofan við skólann. Að kennslu lokinni var gjarnan farið í miöbæinn til bjórinnkaupa og kannski annarra innkaupa í forbifarten. Á kvöldin tók við sjónvarp og bar, einkum bar, svo af bar. Honum var lokað klukkan hálf ellefu sem er alltof snemmt, en það er lenska. Barþjónninn var yndis- legur ungur maöur sem gat brosað svo að munnvikin mættust í kross milli herðablaðanna á honum. Eftir lokun var haldið í partý á almenningi hallarinnar og drukkin bjórinnkoma dagsins en síðan haldið aftur í skólann (sumir lögðu sig stundum). Nokkrir úr hópnum, þ. á m. ég sjálfur, vöndu sig á að starfa á hurðum þeirra sem þurfti að vekja til skólagöngu. Oft reyndu sofandi nemendur að ná sambandi við sofandi vekjara með bréfaskriftum. Fyrsta bréfið fékk ég frá Frikka. Það var á þá leið hvort ég vildi vera svo afskaplega vænn að gera svo afskaplega vel að vekja hann ef ég yrði sjálfur vakn- aður. En skjótt skipast veður í lofti og ekki leið á löngu þar til bréfin fóru að innihalda öndverðar ósk- ir. Þannig var mjög skorinort bréf á hurðinni hjá Axel einn morguninn. Það var á ensku, ég veit ekki af hverju: Please don’t knock on my door this morn- ing or I will cut your throat at the dissection room. Stranglega var bannaS aS taka myndir í helgidóminum. See you this afternoon, love, Axel. P. S. I love you. Sama morgun var bréf á Eiríks hurð: „Hér inni er maður sem ætlar að sofa fram yfir 8. Bankið ekki, undirritað Amnesty International. Og undir lokin skrifaði Frikki þvottakerlingunum bréf: „Dear lad- ies, I’m in a terrible hangover today“ o. s. frv. Það er sem sagt Ijóst að er frá leið urðu menn misjafn- lega duglegir að vakna í morgunsárið. En almennt var þó vel mætt í krufningarnar af hálfu Islendinga. Það var snemma ljóst að í námskeiðinu með okk- ur voru nemendur af dönsku þjóðerni, 30 stykki eða svo. Fyrsta krufningadaginn kom í ljós að stjórn- endur námskeiðsins höfðu blandað saman íslend- ingum og Dönum í hópa, líklega að undirlagi Pear- sons til að efla „public relation“. íslendingar voru ekki ánægðir með það. Þannig lentum við dr. Stefn- ir í hópi með 4 Dönum nr. 9. Þar voru tveir strákar, Lars og Mikael sem voru ákaflega gáfaðir og tvær stelpur sem voru ákaflega ljótar. Dr. Stefnir hætti strax og flýði undir verndarvæng Guðrúnar Vigdís- ar. Ég talaði dönsku við fólkið fram að hádegi og þau töluðu dönsku við mig og skildi ég ekki þau og þau ekki mig. Þegar ég gerði mér auk þess ljóst að Danirnir mundu verða að pæla í húöinnervasjón upphandleggs og axlar allan daginn flýði ég líka undir væng hjá Guðrúnu Vigdísi. Svona held ég að þetta hafi verið í flestum blönd- uðu hópunum, annað hvort leystust þeir upp eða þeir skipust í tvennt: íslendinga annars vegar og Dani hins vegar, sem slörfuðu sjálfstætt og óháðir hverjir öðrum, annar hópurinn stjórnborðsmegin en hinn bakborðsmegin. læknaneminn 67

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.