Læknaneminn - 01.12.1980, Side 70
Malbiksdýr. A þessari mynd má gjörla sjá svip meS slíku.
dýri og amerískum túrista.
Þrátt fyrir allt höfðum við nú þó nokkurt sam-
band við Danina, aðallega í formi fótbolta. Þeir
leikir fóru yfirleitt fram í nágrenni Bodington-hallar,
og að þeim loknum var alltaf haldið á barinn. Dan-
irnir voru síðan að teiti með okkur fram eftir nóttu,
en entust venjulega ekki nema til 3 eða evo, enda
höfðu sumir Islendinganna ríka tilhneigingu til að
segja þeim að fara heim.
í staðinn fyrir öll þessi smápartý huðu Danirnir
okkur einu sinni í helvíti gotl partý í Devonshire-
höll þar sem þeir bjuggu. Sú höll var miklu eldri og
virðulegri en okkar, en herbergin öll hópherbergi.
í almenningnum var bar og þar söng kórinn Laryn-
gitis í fyrsta skipti opinberlega á erlendri grund. Var
það extrem vel heppnað. Auk þess spiluðu Gunnar
Thors og Per Tore á sama gítarinn samtímis.
Danirnir höfðu haft samband við Vöruhúsið, sem
er ballstaður, svipaður að gæðum og Sigtún. Þar
áttum við að komast inn á súperkjörum ef kæmum
fyrir 10. Ekki höfðu hinar dansk-íslensku fyllibytt-
ur nú rænu á að hafa sig af stað fyrr en löngu eftir
þann tima og varð úr heilmikið stapp og rifrildi fyr-
ir framan vöruhúsið. Einhvern veginn leystist það
og við komumst inn.
Á þessu diskóteki var samkeppni um Coca-Cola-
dulbúninga og í henni sigraði Foss, kunningi okkar
sem var á borði Guðrúnar Vigdísar. Feiri keppend-
ur voru ekki.
Eftir ballið var haldið til Devonshire- hallar á ný
og inn á herbergi sem einhver átti og étið brauð og
sungið Det var brændevin i flasken.
Gísli varð fyrri því óhappi að fara út um vitlaus-
ar dyr þegar hann ætlaði heim og lenti úti í garði.
Þá rakst hann á tvö dönsk ungmenni sem voru ákaf-
lega léttklædd í næturhitanum og lágu og hreyfðu
sig hratt og taktfast. Gísli spurði þau til vegar. Þau
tóku sér þá hlé og svöruðu honum greiðlega. Hann
kvaddi síðan og fór en þau héldu áfram iðju sinni.
Annars var gert þó nokkuð af því í ferðinni að
sækja diskótek staðarins. Það var eftir eina slíka
ferð sem Hjörtur Georg lagði fyrir leigubílstjórann
hin frábæru spurningu: „Are you loose?“ Og eftir
eitthvert Danapartýið í Bodington-höll fóru allir á
diskótek sem Belinda’s hét og var ferlega lélegt. Þar
sáu Eiríkur og Ásgeir tvær kornungar stúlkur sem
þeim fannst hætt komið á svo lélegu diskóteki. Tóku
þeir á sig barnapíuhlutverk og sýndist mönnum sem
þeim hæfðu ekki önnur hlutverk betur.
Um helgar var algengt að menn reyndu að ferðast
„Voulez-vous coucher avec moi ce soir?“
68
LÆKNANEMINN