Læknaneminn - 01.04.1995, Page 33

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 33
er á þeim næsta en ekki vaðið úr einum lyfjaflokki í annan. - Dregið verði úr fjölda fyrirlestra með því að minnka upprifjun úr öðrum fögum en benda frekar á sambandið þegar tilefni gefst til og takmarka yfirferð um sérhæfðari lyf eins og krabbameinslyf við almenn sérkenni lyfjaflokksins og verkunar- máta. - Kennarar komi sér saman um aðalkennslubók ásamt lista yfir ítarefni. - Kennsla miði að því að draga fram aðalatriði og leggja línur fyrir sem mest sjálfsnám. Það er takmarkað gagn af upplestri kennslutexta eða upptalningu atriða sem nemendur eru fljótari að lesa sjálfir heima. - Kennarar ýti undir virkni nemenda í kennslustund og bregðist vel við spumingum þeirra. Spurningar eru yfirleitt bomar upp vegna áhuga og forvitni og ætti því frekar að hvetja en letja. Hópurinn var sammála að þetta bréf orðaði vel þau vandamál sem varða kennslu í lyfjafræði. VEIRUFRÆÐI Námsefni í veirufræði er ekki nægilega klínískt og hagnýtt. Það mætti leggja miklu meiri áherslu á veirusýkingar, einkenni þeirra og mismunagreiningu frá öðrum sjúkdómum. T.d. mætti fara í viral exanthem (útbrot), öndunarfærasýkingar, meltingar- færasýkingar og aðrar virosur. Þannig myndast tengsl við klínísk fög eins og barnalæknisfræði og nem- endur koma betur undirbúnir í þau fög. I þessari yfirferð væri hægt að nota skyggnur (útbrot) og nota klínsk dæmi til að örva nemendur til að temja sér klínískan og þar með gagnrýnan hugsunarhátt við úrlausn vandamála. SÝKLAFRÆÐI Almenn ánægja með kúrsinn og þá sérstaklega verklega hlutann. Þó gildir það sama og með veirufræðina að meiri áherslu mætti leggja á sýkingar, einkenni þeirra og mismunagreiningu. KENNSLUMÁLARÁÐSTEFNA Hætt er við því að sú kennsla yrði á upptalningar- formi og því mætti nota óspart klassísk klínísk dæmi til þeirrar kennslu. KLÍNÍSKA NÁMIÐ Sjá „Nýir kennsluhættir“. Námsefni seinni þriggja ára ALMENNT Meta þarf verklegt nám til einkunnar sem gildir, eins og bóklega námið. Sjálfsagt er að meta verklega hæfni í fagi sem læknisfræði. Verklegu námi yrði örugglega betur sinnt og jákvæð áhrif umbunar eru vel þekkt. Hægt er að meta verklega hæfni bæði með því að gefa einkunn fyrir frammistöðu á deildum og með verklegu prófi. Æskilegt væri að klínísku kennslugreinarnar kæmu sér saman um þau viðmið (kriteria) sem lægju til grundvallar slíkri einkunn og að kennarar innan sama fags komi sér saman um þær kröfur sem gera á til læknanema til þess að einkunnir verði eins samanburðarhæfar og mögulegt er. For- dæmi fyrir slíki'i einkunn er til staðar í kvenlæknis- fræði og mættu önnur klínísk fög taka það form sér til fyrirmyndar. Komið hefur upp sú hugmynd að með endurbættu einingakerfi gæti verkleg einkunn gilt 10 einingar af 40 einingum hvers árs síðustu 3 árin í deildinni. Kennslumálaráðstefna Læknanema 1995 ályktar því: „Taka ætti upp verklega einkunn í öllum klínískum greinum og gildi sú einkunn 25% af lokaeinkun í viðkomandi kennslugrein“ 4.ÁR SVÆFINGALÆKNISFRÆÐI Kennslustaðir verklegs náms eru misgóðir. Nokkrir nemendur tóku verklega hlutann á Sjúkra- húsi Akraness og voru mjög ánægðir. Læknar og annað starfsfólk sinnti þeim vel. Voru nemendur með marklýsingu frá yfirlækni svæfingadeildar Lsp. meðferðis sem nýttist vel. Nemendur á Bsp. voru almennt ánægðir en spurning hvort betra væri að nemanda væri skipaður ákveðinn sérfræðingur til að LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg. 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.