Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 38

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 38
náminu hvort það sé til dæmis einhver fín hjarta- kírurgía til staðar eða ekki, heldur miklu frekar hvort einhver kennslulegur metnaður og vilji sé til staðar. Niðurstaða okkar er sú að æskilegt væri að þessir þrír staðir gætu tekið að sér skipulagða verklega kennslu í bæði lyflæknis- og handlæknisfræði með einum eða öðrum hætti, og þá sérstaklega nema á fyrri stigum klíníska námsins (þe. 2.,3. og 4. ár). Einnig kæmi til greina að verkleg kennsla í geislalæknisfræði færi að hluta til fram í Domus Medica en þar er mjög fullkomin aðstaða til myndgreiningar og margir sérfræðingar til staðar og þar af leiðandi mikill ónýttur kennslukraftur. HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR ÚT Á LANDI I tengslum við námskeið í heimilislæknisfræði á 5. ári ætti að nýta heilsugæslustöðvarnar úti á landi í meiri mæli til kennslu. Hingað til hefur aðeins ein heilsugæslustöð, heilsugæslustöðin á Egilstöðum verið notuð í þessum tilgangi. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja hefur verið með kennsluna sem þar er í boði og komast mun færri að en vilja. Mjög fýsilegt væri að fleiri stöðvar úti unr land kæmu inn í þessa kennslu. Tilgangurinn með því væri sá að þá gæfist mönnum kostur á því að kynnast heilsgugæslunni bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni þar sem aðstæður eru oft mjög frábrugðnar því sem við þekkjum hér á suðvestur- horninu. STOFUR SÉRFRÆÐINGA Læknanemar á Læknasetrinu er gott dæmi um slíkt fyrirkomulag. Það þyrfti að nýta stofur sérfræðinga í auknum mæli til kennslu, því eins og þrónunin hefur orðið eru sjúklingarnir oft greindir þar og meðhöndlaðir, og koma jafnvel aldrei inn á sjúkrahús. Þannig fer mikið sjúklingamateríal fram hjá okkur. Til dæmis mætti athuga þetta í sambandi við námskeið í geðlæknisfræði, þar sem stúdentar dvelja langtímum saman á geðdeildum Lsp. og Bsp. en sjá lítið nema króníska geðsjúkdóma sem svara ekki lyfjum þ.e. sjá ekki nema alsvæsnustu tilfellin. Á sama tíma eru 80-90% þeirra, sem eru á meðferð vegna geðsjúkdóma hverju sinni, alfarið meðhöndl- aðir á stofum úti í bæ og koma því ekki fyrir okkar sjónir. Með öðrum orðum, í verklega náminu lærum við aðeins að greina og meðhöndla geðsjúkdóma sem eru svo illvígir að sjúklingur þarf á innlögn að halda en eru ekki endilega lýsandi fyrir geðsjúkdóma í heild. Kennslumálaráðstefna Læknanema 1995 ályktar því: „Mörg tækifæri til kennslu eru ónýtt á heilsu- gæslustöðvum út á landi, á stofum sérfræðinga og sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Tilraunir til slíks hafa geflst mjög vel og viljum við sjá meira af því á næsta vetri.“ Nýir kennsluhættir ALMENNT Almennt voru nemendur þeirrar skoðunar að í deildinni væri alltof mikil áhersla lögð á fyrirlestra og glósur á kostnað virkrar þátttöku nemenda í náminu. Forsenda þess að fyrirlestrum sé fækkað er að það sé vel skilgreint hverjar kröfurnar eru í kúrsum og greinargott yfirlit, yfir það námsefni sem ætlast er til að nemendur kunni, sé-til staðar. Einnig þyrfti að koma fram hvaða hlutar námsefnis eru mikilvægari en aðrir með tilliti til hagnýts notagildis. Eitthvað þarf þó að koma í stað fyrirlestra og eru tillögur í þá veru kynntar hér að neðan. Kennslumálaráðstefna Læknanema 1995 ályktar því: „Of mikil áhersla er lögð á fyrirlestra á kostn- að annarra kennsluhátta í læknadeild.“ TÖLVUR Óhætt er að segja að tölvuöldin hafi enn sem komið er farið fram hjá læknadeild. I flestum deildum Háskólans er aðstaða fyrir nemendur til tölvuvinnu. Þó er læknisfræði það fag innan háskól- ans sem einna best gæti nýtt sér kosti tölvunnar við nám og upplýsingaöflun. Það er einnig fyrirsjáanlegt að læknar framtíðarinnar komi til með að nýta sér tölvutækni í æ ríkari mæli. Því er þetta aðgerðaleysi í tölvumálum með öllu óskiljanlegt. Hægt er að nota tölvur í læknanámi á margvíslegan hátt: 1) Með tengingu við tölvunet Háskólans fæst samband við hið margfræga Internet og þar með við 36 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.