Læknaneminn - 01.04.1995, Page 43

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 43
BLÓÐHÆGÐIR BLOÐHÆGÐIR (HEMATOCHEZIA) Helgi Birgisson1 og Tómas Guðbjartsson2 Inngangur Blóðhægðir er ferskt blóð í hægðum og er algengt vandamál sem læknar þurfa að fást við bæði innan sem utan veggja sjúkrahúsa. Mikil blæðing getur verið lífshættuleg og er fljót og örugg grein- ing, ásamt réttri meðferð mikilvæg fyrir horfur sjúklinga. Blæðing í meltingarvegi getur birst sem blóðhægðir (hematochezia), blóðuppköst (hemop- tysis) og sortusaur (melena). Auk þess getur verið um hulda blæðingu (occult bleeding) að ræða (Tafla I). Magn og staðsetning blæðingar ræður því með hvaða hætti blæðingin gerir vart við sig, en því neðar sem blæðir frá meltingarveginum þeim mun líklegra er að ferskt blóð sjáist í hægðum. Þannig þarf a.m.k. 300ml blæðingu frá risristli til þess að Hematochezia er klínískt heiti samsett úr orðunum hema, sem þýðir blóð og chezein, sem táknar að hafa hœgðir. Samkvœmt íðorðasafni lækna (1), eru blóðhœgðir íslenskt samheiti hemtocheziu en er sjaldan notað. Oftar er talað um ferska blœðingu frá endaþarmi eða ferskt blóð í hœgðum. I þessari grein höfum við kosið að nota orðið blóðhœgðir enda lýsandi og tungutamt íslenskt orð. 1. Höfundur er unglœknir á Landspítala. 2. Höfundur er í framhaldsnámi í skurðlækningum í Helsingjaborg, Svíþjóð. ferskt blóð sjáist í hægðum en innan við einn ml ef blæðingarstaður er við endaþarmsopið. Blóðhægðir eru yfirleitt vegna blæðingar í meltingarvegi neðan við ligamentum of Treitz (Mynd 1). Blæðing í vélinda, maga og skeifugörn getur þó orsakað blóðhægðir sé um nógu mikla blæðingu að ræða. I slíkum tilvikum er blóðmagnið það mikið að maga- sýran nær ekki að umbreyta öllum blóðrauðanum (heme) í hematin, en hematin litar hægðirnar svartar likt og við sortuhægðir (2). Orsakir Orsök blóðhægða er oftast að finna í ristli, en tíundi hver sjúklingur blæðir frá efri hluta meltingarfæra (Tafla 2) (3,4). Af ristilsjúkdómum eru fjórir langalgengastir sem orsök blóðhægða; æðamisvöxtur, ristilpokar, gyllinæð og ristil- krabbamein (Tafla 3). BLÆÐING í MELTINGARVEGI - klínísk mynd Blóðhæeðir : Ferskt blóð í eða með hægðum BlóðuDDköst: Blóðug uppköst Sortusaur: Svartar, illa lyktandi og tjörulegar hægðir Hulin blæðina Blóð í hægðum hulið berum augum Tafla 1. Helstu tegundir blœðinga í meltingatyegi. LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.