Læknaneminn - 01.04.1995, Page 56
ÆÐAÞEL
HVAÐ MEÐ ÞAÐ?
Oskar Jónsson
Inngangur.
„Endothelial cells...[are]... more than a sheat of
nucleated cellophane..."
Lord Florey , 1966 (1)
Hjarta og æðasjúkdómar eru ríkjandi dánarorsök
í hinum vestræna heimi í dag. Sameiginlegt þessum
sjúkdómum eru breytingar í æðum sem skerða
hæfileika þeirra til þess að viðhalda eðlilegu
blóðflæði um líkamann. Æðaþelið myndar innsta
lag æðanna og er því í beinni snertingu við blóðið
og milli þess og vefjanna. Það gegnir lykilhlutverki
í starfsemi æðanna og þekking á eiginleikum þess
hlýtur að teljast mikilvæg til þess að skilja og
meðhöndla sjúkdóma í hjarta- og æðakerfinu.
Það er ekki langt síðan æðaþelið var aðeins talið
vera slétt lag innan á æðum með sértækt gegndræpi
fyrir vatn og sölt. En annað átti eftir að koma á
daginn. Nú er vitað að æðaþelið gegnir m.a. veiga-
miklu hlutverki í stjórnun á blóðflæði, blóðþrýstingi
og hindrun á blóðstorknun. Þetta gerir æðaþelið
m.a. með myndun og losun á æðavíkkandi og æða-
þrengjandi efnum og með yfirborði sem hindrar
myndun blóðsega (anticoagulant, antithrombotic) og
leysir þá upp ef þeir myndast (fibrinolytic).
I þessari grein verður fjallað um eiginleika
æðaþelsins og hiutverk þess í heilbrigðu og sjúku
æðakerfi.
Eðlilegt æðaþel.
Æðaþelið sem samanstendur af einföldu lagi
þunnra flöguþekjufruma er sennilega stærsta líffæri
líkamans. Það er álíka þungt og 5 heilbrigð hjörtu
og flatarmál þess í 70 kg manni jafngildir 6
BlÓð
Æðaþel
Sléttar vöðvafr.
í æðum
Frumur
-Neutrophilar
-Monocytar
-Blóðflögur
Alagskraftur
-Núningskraftur
-Þrýstingur
Æðavirk efni
-Peptíð (thrombín; SP; VP)
-Kínín (Bk)
-Amín (5-HT)
-Núkleotíð (ATP; ADP)
-AA afleiður (LTCa)
Mynd 1. Stjórnun œðaþels á starfsemi sléttra vöðvafruma. Æðaþelsfrumur búa yftr þeim hœfileika að skynja breytingar
áflœðisaðstœðum (hemodynamic) og bregðast við hormónum og þáttum sem seytt er af blóðflögum ogfrumum í blóði.
Þœr svara með því að mynda og losa þœtti sem m.a. stjórna samdrœtti og starfsemi sléttra vöðvafruma í œðum. Með
þessum hœtti taka þœr þátt í stjórnun blóðþrýstings ogflœðis. SP, substance-P; VP, vasopressin; Bk, bradykínín; 5-HT,
serótónín; ATP, adenósín trfosfat; ADP, adenósín difosfat; LTC4, leukótríen C4.
Höfundur er lœknanemi við Háskóla Islands
54
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.