Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 86

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 86
OSÆÐ ARÞREN GSLI COARCTATION OF THE AORTA Helgi H. Helgason1, Bjarni Torfason2, Hróðmar Helgason3 Inngangur Meðfæddir hjartagallar eru um þriðjungur með- fæddra fæðingargalla og er nýgengi þeirra um 1% (10/1000). Þar af eru alvarlegir hjartagallar um 0.5%. Osæðarþrengsli (Coarctation of the aorta, CoA) eru um 10% hjartagalla og er þau því 4 algengasti hjartagallinn. Nýgengi þeirra á Islandi er 1:1760 fæddra barna, og eru þrengslin allt að helmingi algengari hjá körlum (2). Hvatinn að þessari grein er sú aukna umfjöllun um meðfædda hjartagalla, sem orðið hefur hér á landi, undanfarin misseri. Sjúkdómsmyndir ósæðar- þrengsla eru mjög einkennandi og mismuna- greiningar fáar. Skilgreining ósæðarþrengsla Ósæð á upptök fyrir ofan ósæðarloku og endar þar sem hún greinist í tvennt (a. iliaca interna et externa), neðarlega í kvið, á móts við hryggjarliði L2-L3. Coarctation of the aorta túlkum við sem ós- æðarþrengsli. Aortic stenosis þýðum við sem ós- æðarlokuþrengsli. Þeim skiptum við svo upp í 1 Höfundur er lœknanemi við Háskóla Islands 2 Höfundur er hjartaskurðlœknir og starfar á Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala 3 Höfundur er barnalœknir og starfar á Barnaspítala Hringsins Landspítala. subvalvular, valvular og supravalvular eftir afstöðu þrengslanna til lokunnar. Hér verður einungis fjallað um algengustu gerð ósæðarþrengsla, þ.e. þrengsli í námunda við fósturæð (ductus arteriosus) á ósæðarboganum (Mynd 1). Einföld ósæðarþrengsli eru ekki eini mögulegi gallinn á ósæðarboganum heldur eru þeir margir, allt frá vægum þrengslum, til rofs, sem klýfur ósæðina í tvo hluta. Orsök Erfðafræðilegar orsakir ósæðarþrengsla eru óþekktar en þær erfast ekki eftir venjulegu Mendel- ísku mynstri. Sumir telja að gallinn erfist með ríkjandi stökkbreytingu (autosomal dominant), sem hafi mikla sýnd og breytilega tjáningu, og lýsa ósæðarþrengslum hjá fimm einstaklingum í þrem ættliðum sömu fjölskyldu (4). Ósæðarþrengsli eru ntjög algeng hjá einstaklingum með Turner heil- kenni (XO) og Kabuki heilkenni (5) en þau koma einnig oft fyrir hjá sjúklingum með Downs heilkenni (6) og einstaklingum með aðra galla af neural crest uppruna (7). Meingerð Um meingerð ósæðarþrengsla og tengdra galla á ósæðarboganum er mikið deilt. Eftirfarandi hug- myndir eru líklegar sem skýringar: Coarctation er dregið af latneska orðinu coarctatus, sem ýmist þýðir samdráttur eða þrengslij 1). 80 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.