Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 106

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 106
stökkbreytingu verði lögblindir að meðaltali tuttugu árum fyrr, eða um fimmtugt. Eins og áður hefur komið fram, er ekki einungis 3q litningurinn gallaður í ríkjandi RP, heldur og litningar 6,7 og 8. Ekki er búið að finna genin á seinni tveimur litningunum þegar þetta er ritað, en á litningi 6 er gen sem þýtt er úr frumuhimnutengt glycoprotein, kallað perferín eða „retinal degene- ration slow/RDS“, sem talið er nauðsynlegt við ummyndun ljóss yfir í breytingu á himnuspennu (phototransduction). Fundist hafa þrír stökkbreyti- staðir á því geni. Rannsóknir á autosomal víkjandi RP eru ekki eins langt á veg komnar og rannsóknir á autosomal ríkjandi RP. Fundist hefur ein fjölskylda með galla í rhodopsíngeninu, og vantar í rhodopsín sjúklinganna tvær lykkjur, einmitt þær sem taka við A-vítamíninu (lykkja VI og VII). Það er margt að gerast í erfðafræðirannsóknum á RP og raunar leitun að þeim augnsjúkdómi sem er meira rannsakaður um þessar mundir. Eitt af við- fangsefnum þeirra sem leita svara við RP-gátunni eru svokallaðar transgenískar mýs. Transgenískar mýs voru fyrst búnar til árið 1992, en þetta eru mýs með autosomal ríkjandi RP. Stökkbreyttum rhodops- íngenum úr sjúklingum með ríkjandi RP er sprautað inn í frjóvguð músaregg. Á tuttugasta ævidegi mús- anna sést í smásjá, að transgeníska músin hefur aðeins helming ljósnemakjarna á við músabróður sinn úr sama goti. Sjónhimnurit þessara músa er óeðlilegt, bæði hvað varðar styrk og B-bylgjudvöl. I rafeindasmásjá sést síðan uppsafnað rhodopsín og önnur opsín í þeim ljósnemum sem eftir eru, sem gæti verið ein ástæða þess að ljósnemarnir eyði- leggjast smám saman. Ein af fjölmörgum ráðgátum sem glímt hefur verið við síðustu ár er að þrátt fyrir galla í rhodops- íni, eyðileggjast keilurnar á lokastigi sjúkdómsins, en keilur hafa ekkert rhodopsín. Þar eð sjónhimnur í transgenískum músum innihalda nær eingöngu stafi þurfti að útbúa öðruvísi mýs. Því voru búnar til svo- kallaðar kímerískar (chimeric) mýs, þar sem blandað var saman fóstrum úr transgenískum músum, sem eru svartar, og venjulegum albínómúsum. Afurðin varð flekkótt á feldinn en með flekkótta sjónhimnu, með flákum af eðlilegri sjónhimnu og transgenískri sjónhimnu. Eftir sjö vikur varð hrörnun bæði í eðlilegu sjónhimnunni og þeirri transgenísku. Því var ályktað að það hlytu að raskast frumutengsl í sjónhimnu RP sjúklinga og ljósnemaskemmdir í RP væru því ekki einungis út af gölluðu rhodopsíni eða perferíni. Þetta gæti kippt stoðunum undan þeim hugmyndum að hægt sé að flytja sjónhimnu úr eðlilegum augum yfir í augu RP-sjúklinga, líkt og verið er að rannsaka nú á nokkrum stöðum í heim- inum. Þær rannsóknir eru komnar mjög skammt á veg. Fleiri mýs hafa komið við sögu við rannsóknir manna á meingerð RP. Mýs með gallað perferín frá náttúrunnar hendi hafa aðeins helming ljósnema- magns á við eðlilegar mýs. Ljósnemar þessara músa eru jafnframt styttri en eðlilegir ljósnemar. Athyglis- vert er að hluti ljósnemanna er starfhæfur fram á elliár sem bendir til að skemmdir í perferíni sé ekki bráðdrepandi fyrir ljósnema. Ekki má gleyma rottunum. Árið 1981 birtust fyrstu greinarnar þar sem notast var við svokallaðar Tanhooded pink-eyed Royal College of Surgeons rottur (RCS rottur)!. Þær hafa meðfæddan galla sem lýsir sér á svipaðan hátt og RP manna. Þar liggur gallinn í litþekju sjónhimnu. Eitt af hlutverkum litþekjunnar er að hreinsa upp ónýta diska frá stöf- unum sem eru í stöðugri endurnýjun. Hjá rottun- um verður ekki slík hreinsun og því hleðst upp „stafasorp“ sem talið er drepa ljósnemana með tímanum. Margt er enn á huldu um meingerð RP og eflaust eru mörg lífefna- og lífeðlisfræðileg ferli að störfum í einu. Meðferð Aðeins í tveimur heilkennum er RP læknanleg, í abetalipoproteinaemiu (Bassen-Kornzweig heil- kenni) og Refsum heilkenni. I abetalipoproteina- emiu geta sjúklingar ekki flutt fituleysin vítamín frá smáþörmum yfir í plasma. Meðferð felst í því að gefa risaskammta af A-vítamíni. Ef sjúkdómurinn er kominn nógu skammt á veg ganga sjónhimnurits- breytingar algjörlega til baka á innan við sólarhring. E-vítamín hefur einnig reynst vel í þessari tegund RP. Sjúklingar með Refsum sjúkdóm hafa hækkuð gildi phytonsýru í sermi, en þá vantar ensímið phytonsýru-oxidasa. Þessi fitusýra safnast því upp, m.a. í litþekju augans og ljósnemum fækkar jafnt og þétt. Meðferðina fann Refsum sjálfur eftir að hafa 100 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.