Læknaneminn - 01.04.1995, Síða 106
stökkbreytingu verði lögblindir að meðaltali tuttugu
árum fyrr, eða um fimmtugt.
Eins og áður hefur komið fram, er ekki einungis
3q litningurinn gallaður í ríkjandi RP, heldur og
litningar 6,7 og 8. Ekki er búið að finna genin á
seinni tveimur litningunum þegar þetta er ritað, en á
litningi 6 er gen sem þýtt er úr frumuhimnutengt
glycoprotein, kallað perferín eða „retinal degene-
ration slow/RDS“, sem talið er nauðsynlegt við
ummyndun ljóss yfir í breytingu á himnuspennu
(phototransduction). Fundist hafa þrír stökkbreyti-
staðir á því geni.
Rannsóknir á autosomal víkjandi RP eru ekki
eins langt á veg komnar og rannsóknir á autosomal
ríkjandi RP. Fundist hefur ein fjölskylda með galla í
rhodopsíngeninu, og vantar í rhodopsín sjúklinganna
tvær lykkjur, einmitt þær sem taka við A-vítamíninu
(lykkja VI og VII).
Það er margt að gerast í erfðafræðirannsóknum á
RP og raunar leitun að þeim augnsjúkdómi sem er
meira rannsakaður um þessar mundir. Eitt af við-
fangsefnum þeirra sem leita svara við RP-gátunni
eru svokallaðar transgenískar mýs. Transgenískar
mýs voru fyrst búnar til árið 1992, en þetta eru mýs
með autosomal ríkjandi RP. Stökkbreyttum rhodops-
íngenum úr sjúklingum með ríkjandi RP er sprautað
inn í frjóvguð músaregg. Á tuttugasta ævidegi mús-
anna sést í smásjá, að transgeníska músin hefur
aðeins helming ljósnemakjarna á við músabróður
sinn úr sama goti. Sjónhimnurit þessara músa er
óeðlilegt, bæði hvað varðar styrk og B-bylgjudvöl. I
rafeindasmásjá sést síðan uppsafnað rhodopsín og
önnur opsín í þeim ljósnemum sem eftir eru, sem
gæti verið ein ástæða þess að ljósnemarnir eyði-
leggjast smám saman.
Ein af fjölmörgum ráðgátum sem glímt hefur
verið við síðustu ár er að þrátt fyrir galla í rhodops-
íni, eyðileggjast keilurnar á lokastigi sjúkdómsins,
en keilur hafa ekkert rhodopsín. Þar eð sjónhimnur í
transgenískum músum innihalda nær eingöngu stafi
þurfti að útbúa öðruvísi mýs. Því voru búnar til svo-
kallaðar kímerískar (chimeric) mýs, þar sem blandað
var saman fóstrum úr transgenískum músum, sem
eru svartar, og venjulegum albínómúsum. Afurðin
varð flekkótt á feldinn en með flekkótta sjónhimnu,
með flákum af eðlilegri sjónhimnu og transgenískri
sjónhimnu. Eftir sjö vikur varð hrörnun bæði í
eðlilegu sjónhimnunni og þeirri transgenísku. Því
var ályktað að það hlytu að raskast frumutengsl í
sjónhimnu RP sjúklinga og ljósnemaskemmdir í RP
væru því ekki einungis út af gölluðu rhodopsíni eða
perferíni. Þetta gæti kippt stoðunum undan þeim
hugmyndum að hægt sé að flytja sjónhimnu úr
eðlilegum augum yfir í augu RP-sjúklinga, líkt og
verið er að rannsaka nú á nokkrum stöðum í heim-
inum. Þær rannsóknir eru komnar mjög skammt á
veg.
Fleiri mýs hafa komið við sögu við rannsóknir
manna á meingerð RP. Mýs með gallað perferín frá
náttúrunnar hendi hafa aðeins helming ljósnema-
magns á við eðlilegar mýs. Ljósnemar þessara músa
eru jafnframt styttri en eðlilegir ljósnemar. Athyglis-
vert er að hluti ljósnemanna er starfhæfur fram á
elliár sem bendir til að skemmdir í perferíni sé ekki
bráðdrepandi fyrir ljósnema.
Ekki má gleyma rottunum. Árið 1981 birtust
fyrstu greinarnar þar sem notast var við svokallaðar
Tanhooded pink-eyed Royal College of Surgeons
rottur (RCS rottur)!. Þær hafa meðfæddan galla sem
lýsir sér á svipaðan hátt og RP manna. Þar liggur
gallinn í litþekju sjónhimnu. Eitt af hlutverkum
litþekjunnar er að hreinsa upp ónýta diska frá stöf-
unum sem eru í stöðugri endurnýjun. Hjá rottun-
um verður ekki slík hreinsun og því hleðst upp
„stafasorp“ sem talið er drepa ljósnemana með
tímanum.
Margt er enn á huldu um meingerð RP og eflaust
eru mörg lífefna- og lífeðlisfræðileg ferli að störfum
í einu.
Meðferð
Aðeins í tveimur heilkennum er RP læknanleg, í
abetalipoproteinaemiu (Bassen-Kornzweig heil-
kenni) og Refsum heilkenni. I abetalipoproteina-
emiu geta sjúklingar ekki flutt fituleysin vítamín frá
smáþörmum yfir í plasma. Meðferð felst í því að
gefa risaskammta af A-vítamíni. Ef sjúkdómurinn er
kominn nógu skammt á veg ganga sjónhimnurits-
breytingar algjörlega til baka á innan við sólarhring.
E-vítamín hefur einnig reynst vel í þessari tegund
RP. Sjúklingar með Refsum sjúkdóm hafa hækkuð
gildi phytonsýru í sermi, en þá vantar ensímið
phytonsýru-oxidasa. Þessi fitusýra safnast því upp,
m.a. í litþekju augans og ljósnemum fækkar jafnt og
þétt. Meðferðina fann Refsum sjálfur eftir að hafa
100
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.