Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 115

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 115
SNÁKURINN hafa verið tignað sem sjálfstæð guðsbirting, en einnig er að finna á ýmsum listaverkum þennan staf í hendi Ishtar eða sólarguðsins Marduks. Um 2000 f. Kr. ákvarða prestar Hammurabis hið opinbera goðaveldi og komst Ningishzida ekki þar á meðal, en táknið var samt notað áfram. Dæmi um það má finna í yngri goðafræði frá Hierapolis í Sýrlandi. Þar vardýrkuð guðaþrenningin Baal, Baalad og Simeos, en sá síðast taldi var táknaður með staf er tveir snákar hringuðu sig utan um. Athyglisvert er að á sama tíma er einnig í Babýlon þekkt annað tákn, stafur með einum snák og táknaði hann móður- gyðjuna, sem allur lífsmáttur var frá kominn og tengdist þar með frjósemi, vorkomu, lífi og upp- risu. Egyptaland Faraóarnir voru álitnir synir sólarguðsins Amon- Ra. Á myndum af þeim má oft sjá hina heilögu slöngu Uraeus koma út úr enni þeirra og veita þeim lífsmagn og töframátt. Egypski læknaguðinn Horus var með slöngu í höfuðbúnaði sínum. Hann er hlið- stæða Appollos í grískri goðafræði og er oft sýndur sem maður með fálkahöfuð. Horus glataði öðru auga sínu í bardaga við Seth og fékk bætt það af Thoth, sem á sér hliðstæðu í Hermesi í grískri goðafræði. Auga Horusar hefur þótt boða gæfu og má t.d. oft finna smækkaða mynd af því milli laga í vafningum múmíanna. Um 3400 f. Kr. sameinar Menes faraó Egypta- land, sem hafði áður verið skipti í tvö ríki. Frá sama tíma er þekkt tákn mjög svipað því sem síðar var kennt við guðinn Hermes í Grikklandi; einn stafur með vængjum efst og tveir snákar sem hlykkja sig upp eftir stafnum. Snákarnir tveir tákna konungsnkin tvö, vængirnir tveir voru fegnir frá Horusi sem var tákn guðdómsins í óshólmahluta Egyptalands og stafurinn var hinn heilagi uas stafur sem var tignaður í öðrum hluta landsins. Víða eru til minni um að snákur hafi unnið gegn guði sköpunarinnar, líkt og í Gamla testamentinu. Eitt elsta dæmið er egypski flugsnákurinn Apepi sem barðist gegn guðinum Ra. Svipað minni er að l'inna í Jobsbók biblíunnar: „Fyrir andgust hans verður himininn heiður, hönd hans leggur í gegn hinn flughraða dreka“. Grikkland í Grikklandi finnast merki um staf bæði með einum og tveimur snákum. Stafur nteð tveimur snákum var nrerki guðsins Hermesar (Mynd I), en stafur með einum snák varð tákn lækningaguðsins Asclepiosar. Táknin eru þó ekki einvörðungu tengd þeim. Þannig eru tveir samtvinnaðir snákar þekktir sem tákn varnarmáttar og voru meðal annars í brjósthlíf Pallas Aþenu, auk þess sem táknið var víða að finna á hjálmum og skjöldum. Caduceus Caduceus er það heiti sem oftast er haft yfir staf Hermesar sem áður hefur verið lýst. Táknið er samt líklega eldra því það hefur verið þekkt í Grikklandi frá því um 6000 f. Kr. og hefur ekki alltaf verið notað í tengslum við þann guð. Heitið er f raun latnesk útgáfa af gríska heitinu kerykeion og er sem fyrr segir látið tákna staf með tveimur vængjum efst og tveimur snákum sem hlykkjast upp eftir honum og vita höfuðin að hvort öðru. Merkið var notað sem friðarmerki og var sem slíkt notað í hernaði svipað og hvítt flagg, sem tákn vopnahlés í dag. Einnig var þetta stafur sendiboða og var sem slíkur borinn fyrir opinberum sendimönnum. Þar eð táknið er þekktast sem tákn guðsins Hermesar, er rétt að vrkja nokkuð að ætt og uppruna hans. Hermes var sonur Seifs og Maiu, en hún var dóttir Atlasar. Hann er samkvæmt arfsögnum talinn fæddur í helli í Arcadiu í suður Grikklandi. Hermes var sendiboði guðanna og auk þess guð undirheima sem leiðbeinir sálum látinna til Hadesar. Stafinn sjálfan hlaut Hermes að launum frá Appollo fyrir að hafa fundið upp lýruna. Stafurinn bjó yfir mætti til að sameina alla sem hatur hafði sundrað. Einnig sendi hann mönnum svefn og drauma með stafnum. Hermes fór með stafinn til heimabyggðar sinnar og kastaði honum milli tveggja snáka sem börðust og undu þeir sig upp eftir honum í friðsemd. Vængirnir virðast síðan bætast við stafínn um 300 f. Kr. Yfirleitt er þetta samsetta tákn talið fylgja valdi og frið. Það hefur nokkur tengsl við lækningar því stafurinn er talinn hafa mátt til að bæta karlmennsku og geðheilbrigði, auk þess sem hann bægir frá plágurn, auðveldar barnsburð og hjálpar til við grasalækningar. LÆKNANEMINN 1. Tbl. 1995 48. Árg. 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.