Læknaneminn - 01.04.1995, Page 123
AÐALFUNDUR
aftur og aftur án árangurs. Auk þess sýnir tölfræðin að
sárafáir ná í fjórða sinn og sumir þeirra sem þá ná eiga í
verulegum erfiðleikum með námið eftir að þeir komast
inn. Auk þess hafa sumir bent á að það sé ekki sanngjarnt
gagnvart þeim sem koma í fyrsta sinn að þeir þurfi að
keppa við fólk sem eytt hefur mörgum árum í að læra
nokkurra vikna námsefni.
3. Samnorrænn menntamarkaður. Menntamálaráð-
herrar norðurlandanna hafa gert með sér samning um
samnorrænan menntainarkað. Samningurinn kveður á um
að norrænir námsmenn skuli eiga rétt til inngöngu í há-
skólanám alls staðar á norðurlöndum með sömu skilyrðum
og heimamenn. Þessi samningur hefur ekki tekið form-
lega gildi og óvíst er hvort hann tekur nokkurn tíma gildi.
Læknadeild brást fljótt við og samdi nýjar reglur um
inntökuskilyrði fyrir útlendinga sem heimila öllum
norðurlandabúum með stúdentspróf að keppa í numerus
clausus í samkeppni við íslendingana. I kjölfar þessa máls
hófst umræða um hvort leyfa ætti útlendingum að taka
clausus prófin áfram á ensku og var það samþykkt í
deildaráði. Stjórn F.L. fundaði um þetta mál þann
19.1.1994 og lýsti sig andvíga þessu því að þá eru
nemendur ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli eins kveðið
er á um í samningnum. Nú í haustbyrjun varð úr þessu
nokkuð fjölmiðlafár. Ef útlendingar eiga að keppa við
íslendinga um sætin 30 þá er verið að fækka þeim tæki-
færum sem íslensk ungmenni hafa til þess að læra til
læknis. Aftur á móti má ekki gleyma þeirri staðreynd að
frá því að numerus clausus var tekinn upp í þeirri mynd
sem hann er í dag þá hefur enginn útlendingur náð þeirri
einkunn sem síðasti maður inn hafði. Nauðsynlegt er að
um þetta verði haldinn fundur fljótlega í F.L. og í
Stúdentaráði þar sem afstaða félaganna verði mótuð um
þessa fækkun og samnorrænan menntamarkað. Margir
eru sannfærðir um það að þrátt fyrir yfirlýsingar mennta-
málaráðherranna sé háskólum sem velja nemendur eftir
umsóknum í lófa Iagið að hafa hlutina eins og þeim sýnist.
Þess eru dæmi að dúxar úr íslenskum menntaskólum hafi
ekki komist inn í háskóla erlendis á þeim forsendum að
þeir hafi ekki nógu háar einkunnir. Þetta endurspeglar
þann vanda sem mönnum er á höndum þegar þeir eiga að
fara að bera saman t.d. nemanda með stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Isafirði, Samvinnuskólanum á Bifröst,
menntaskóla í Helsinki, og menntaskóla í Osló. Það sér
hver maður að slíkt er nánast ómögulegt. Nú nýlega kom
upp á yfirborðið annað mál þar sem nokkrir útlendingar
fóru þess á leit við læknadeild að þeir fengju að halda
áfram námi ef þeir næðu einkunninni fimm í clausus því
þeir hefðu hafið hér nám á þeim forsendum. Svo virðist
sem hluti útlendinganna hafi ekki fengið gögn þess efnis
að nýjar reglur hefðu tekið gildi og var því ákveðið að
verða við ósk þeirra.
4. Tutorakerfi. Á deildarráðsfundi þann 15.12.1993
var samþykkt að í vetur skyldi taka upp tutorakerfi sem
verið hefur í undirbúningi í mörg ár. Ekki höfum við heyrt
neitt né séð af þessu kerfi enn og er þó Iiðinn rúmlega
mánuður af skólaárinu og auglýsir stjórn F.L. hér með eftir
þessu kerfi.
5. Læknakennsla á útsölu. Mikil umræða varð um
fjárveitingar til læknadeildar sem eru hlægilega litlar (um
120 millj.). Nú er svo komið að stór hluti læknakennslu er
Háskólanum að kostnaðarlausu, m.a. 4. árs rannsókanar-
verkefnið (10 vikur), valtímabil á 5. ári (2 vikur) og
valmánuður á 6. ári (4 vikur). Samtals gerir þetta meira en
eitt misseri (16 vikur). Þetta er náttúrulega óviðunandi
ástand því að svona kerfi hlýtur að draga úr áhuga manna
til þess að taka að sér nemendur. Auk þess innritar
læknadeild nú nemendur í MS- og doktorsnám sem má
ekki kosta neitt. Stjórn F.L. lýsir áhyggjum sínum yfir
þessari þróun og telur að ef ekki verði bætt úr fljótlega
leiði hún til þess að læknanám á íslandi verði annars
flokks nám.
IV. Læknanám á Læknasetrinu.
Fyrir nokkrum árum buðust læknar Lækna-
setursins, þar sem starfa sérfræðingar á mörgum sviðum,
til þess að kenna læknanemum endurgjaldslaust. Þetta
buðu þeir m.a til þess að bæta úr þeirri brýnu þörf sem er
á „ambúlant“ kennslu í læknadeild. Margir sem veikjast
þurfa aldrei að leggjast inn á spítala en þar mestur hluti
læknakennslu fer fram ef undan er skilin ein vika á
heilsugæslustöð og finnst því mörgum þeir ekki fá
heildaryfirsýn yfir læknisstarfið. Því er nauðsynlegt að
nemendur fái að kynnast því hvernig sérfræðingar starfa
á þessum vettvangi auk þess sem þeir ættu að geta dýpkað
þekkingu sína í þeim sérgreinum sem þeir hafa áhuga á.
þetta mál var kæft í kerfinu. Nú hefur F.L. í samráði við 6.
árs nema og Læknasetrið ákveðið að 6. árs nemar fái að
fylgjast með og taka þátt í störfum sérfræðinga á Lækna-
setrinu nokkra eftirmiðdaga á þessu haustmisseri.
Nauðsynlegt er að ný stjórn F.L. gangi í skipulagningu
þessa máls sem allra fyrst í samráði við Kristján
Erlendsson kennslustjóra læknadeildar. Ef þetta tekst vel
væri hugsanlega hægt að ná samningum við fleiri
læknastofur.
V. Ljósritunarvélin.
Gífurlegur kostnaður hefur verið af Ijósritunar-
vélinni sem rekinn er af F.L. í Læknagarði en mörg
nemendafélög reka svipaða starfsemi með hagnaði. Við
leggjum til að mjög óhagstæðum samningi um rekstur
vélarinnar verði sagt upp og allra leiða leitað til þess að
ná þessum kostnaði niður.
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg
117