Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 7
Höfnun ígræddra nýma færis og hjástoðarkerfið (complement) virkjast á klass- ískan hátt. Afleiðingin er æðaþelsbólga og útbreidd blóðsegamyndun sem eyðileggur líffærið. Þessi tegund höfnunar er oft nefnd „æðahöfnun" (vascular reject- ion). Blóðgjafir, þunganir og fyrri ígræðslur geta valdið myndun mótefna gegn framandi MHC mótefnavök- um. Nú á dögum er leitað reglulega að mótefnum í sermi verðandi nýrnaþega en mótefni gegn fjölda MHC mótefnavaka draga verulega úr líkum á að finna nothæft líffæri. Igræðsla er aldrei framkvæmd án þess að fyrir liggi neikvætt krosspróf milli sermis þega og fruma gjafa. Bráð böfnun Þegar talað er um höfnun í daglegu sjúkrahúsmáli er að jafnaði átt við bráða höfnun. Ónæmiskerfi líffæris- þega slcynjar aðskotahlutinn og hótar í sífellu að gran- da honum. Stöðug gjöf ónæmisbælandi lyfja kemur oftast í veg fyrir eða dregur úr eyðileggingunni. Stund- um verður hið ígrædda líffæri þó að lúta í lægra haldi og tapar allri starfsgetu sinni jafnvel þó meðferðin sé aukin. Aðaleinkenni bráðrar höfnunar eru hiti, slapp- leiki og minnkandi þvagútskilnaður. Höfnun getur þó verið einkennalaus lengi framan af og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með þeim blóðgildum sem endurspegla starfsemi nýrans [kreatínin, þvagefni (urea)], einkum í upphafi. Fyrstu þrjá mánuðina eru líkurnar á bráðri höfnun mestar en hættan er alltaf fyr- ir hendi. Einkenni höfnunar eru ósértæk og því verður að hafa mismunagreiningar í huga. Rétt er að byrja á að mæla blóðþéttni hins ónæmisbælandi lyfs cýklósporíns því ofskammtur cýklósporíns getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Aðrar mismunagreiningar sem sérstak- lega þarf að athuga eru þvagflæðishindrun, þrengsl í slagæð nýrans og cýtómegalóveiru-sýking. Öll áreiti sem eru skaðleg heilbrigðum nýrum geta að sjálfsögðu líka skaðað ígrædd nýru. Oft er útilokunaraðferðin notuð við greiningu á höfnun en áreiðanlegust er grein- ingin ef stuðst er við vefjameinafræðilegar rannsóknir (sjá að neðan, mynd 1). T-eitilfrumur eru lykilfrumur bráðrar höfnunar. An þeirra verður engin höfnun. Hins vegar hefur talsverð- ur vafi leikið á innbyrðis vægi hinna ýmsu tegunda T- fruma. Flestir munu þó vera sammála um að gangur bráðrar höfnunar sé á þessa leið (5) (mynd 2): Ónæm- issvörunin hefst þannig að átfruma kemur hinum framandi mótefnavaka á framfæri við T-hjálparfrumu, eftir að hafa umbreytt honum og sameinað hann MCH II mótefnavaka þegans. Við þetta virkjast T-hjálpar- fruman og fjöldi efnahvarfa fer af stað en það leiðir til framleiðslu frumuboðefna (cytokines). Meðal þeirra er interleukín-2 (IL-2), boðefni sem stuðlar að vexti for- stigs frumuskaðlegra (cytotoxic) T-fruma. MHC II mótefnavaki gjafans sem kemst í snertingu við T-hjálp- arfrumu veldur sömu svörun. Frumuskaðlegar T-frum- ur ásamt aðvífandi átfrumum og drápfrumum valda vefjaskemmd á hinu ígrædda nýra. Við smásjárskoðun á nýrnasýni er íferð þessara fruma í píplum (tubuli) og millifrumuvef nýrans helsta merki um bráða höfnun (6). Frumuboðefni starfa sem boðberar innan ónæmis- kerfisins og geta ýmis konar áreiti hrint framleiðslu þeirra af stað. Frumuboðefni geta ýmist haft áhrif á móðurfrumur sínar eða aðliggjandi frumur. Þau gegna viðamiklu hlutverki við höfnun. Atfrumur, þekjufrum- ur og trefjakímfrumur mynda TNF-alfa, IL-1, IL-6 og efnaboðbera (chemokines) til að draga að bólgufrumur og virkja átfrumur. Eitilfrumur framleiða IL-2, IL-4, IL-5, IL-7, IL-10 og interferon-gamma í þeim tilgangi að eyðileggja frumur gjafans. Fyrrnefnda ferlinu hefur verið líkt við vopnaaðdrátt en hinu síðarnefnda við vopnabeitingu. Svokallaðar viðloðunarsameindir (ad- hesion molecules) á píplufrumum virðast hjálpa til með því að beina ferð bólgufrumanna að vígvellinum, pípl- um og millifrumuvef. Langvinn höfnun Menn hafa nýlega komið sér saman um þau skil- merki sem þarf að uppfylla fyrir greiningu á langvinnri höfnun (7): 1. Vefjameinafræðilegar breytingar sem samræmast greiningunni 2. Stöðug versnun á starfssemi hins ígrædda nýra 3. Tími frá ígræðslu a.m.k. þrír mánuðir 4. Utilokun annarra orsaka starfstruflunar Langvinn höfnun einkennist sem sé af hægfara en stöðugri hnignun á starfsemi nýrans. Samfara kreatínínhækkuninni sést oft nýtilkominn eða vaxandi háþrýstingur og prótínmiga (3). Sjúkdómseinkennin eru annars hin sömu og við nýrnabilun af hvaða ástæðu sem er. Af vefjameinafræðilegum breytingum er sam- miðja þykknun á æðaþeli lítilla slagæða mest áberandi LÆKNANEMINN 5 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.