Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 8

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 8
Höfnun ígræddra nýrna Mynd 1. Meinafræðilegar breytingar við bráða höfnun Eitilfrumur og aðrar frumur safnast í millifrumuvef hins ígrædda nýra. Slík íferð (I) er dæmigerð fyrir bráða höfnun og sést áður en klínísk einkenni koma í Ijós. (G = Glomerulus). Immunology, Fourth Edition, by Roitt et al, 1966. Mosby-Wolfe Publishers Ltd., London, UK. en auk þess sjást gauklaskemmd, bandvefsaukning í millifrumuvef og pípluhrörnun. Þeir þættir sem auka áhættuna á langvinnri höfnun, ónóg ónæmisbælandi meðferð, vefjamisræmi, bráð höfnun og sýkingar, benda til að ónæmissvörun hrindi ferlinu af stað (8). Þó virðist vera sem ýmsir þættir utan ónæmiskerfisins skipti máli fyrir framhaldið (8). Lík- indi hinna vefjameinafræðilegu breytinga við æðakölk- un hafa vakið athygli og leitt til rannsókna. Niðurstöð- urnar benda til að bæði háþrýstingur (9) og hækkaðar blóðfitur (8) séu áhættuþættir fyrir langvinnri höfnun. Nú er verið að kanna áhrif ýmissa efnaskiptaþátta. Margir sjá langvinna höfnun sem ferli svipað æðakölk- un, þó upphaflega orsakað af ónæmissvörun og ein- kennt af ýktum bólgubreytingum. LYF GEGN HÖFNUN Með lyfjum má bæla andsvar ónæmiskerfisins gegn hinu framandi líffæri. Fram á síðustu ár hafa fjögur lyf (barksterar, azatíóprín, cýklosporín og eitilfrumu- mótefni) verið notuð í þessum tilgangi en nýlega hafa þrjú ný ónæmisbælandi lyf verið skráð í mörgum lönd- um og fleiri eru á leiðinni. Oll þessi lyf hafa á einhvern hátt truflandi áhrif á starfsemi T-fruma. 1. Barksterar hafa bæði ónæmisbælandi og bólgueyð- andi áhrif. Við höfnun eru það aðallega fyrrnefndu áhrifm sem koma að gagni. Þau fást við hindrun tjáningar gena ýmissa frumuboðefna sem myndast í T-frumum (10). 2. Azatíóprín hindrar fjölföldun litninga og kemur á þann hátt í veg fyrir virkjun T-fruma. 3. Cýklósporín hindrar virkjun IL-2 gensins (11). 4. Bæði einklóna og fjölklóna mótefni gegn eitilfrum- um hafa öflugan eyðileggingarmátt gegn þessum frumum. Einklóna mótefni hafa þann kost að bein- ast á sértækan hátt að T-hjálparfrumum (12). Fyrirbyggjandi meðferð Með hjálp barkstera og azatíópríns festist nýrna- ígræðsla í sessi nothæfrar meðferðar á sjöunda áratugn- um. Upp úr 1980 voru flestar ígræðsludeildir farnar að nota cýklósporín sem nú er meginuppistaða höfnunar- meðferðar. Notkun þess hefur aukið eins árs lifun ígræddra nýrna um 10-15% og gert ígræðslu brjóst- holslíffæra mögulega (13). Tilraunir hafa verið gerðar með ýmsar samsetningar og skammta af barksterum, azatíópríni og cýklósporíni. Tilgangurinn var að finna þá meðferð sem gefur hagstæðast jafnvægi milli lifunar nýrna og hinna margvíslegu lyfjaaukaverkana. Ekki er enn hægt að fullyrða um hvernig réttast sé að beita þessum lyfjum en venjulegt er að gefnir séu fremur litl- ir skammtar af öllum þrem. Víða er því haldið áfram til frambúðar en annars staðar hefur verið reynt að hætta við annað hvort stera eða cýklósporín. Nú eru flestir á þeirri skoðun að óverjandi sé að hætta við cýklósporín ef ekki fyrir hendi einstaklingsbundin frábending og hafa því breytingar á barksterameðferð meira verið reyndar. Vænlegast til árangurs er líklega að gefa bark- stera í upphafi en draga síðan mjög hægt úr meðferð- inni (10). Hin nýju ónæmisbælandi lyf eiga sjálfsagt eftir að breyta meðferðinni verulega á næstu árum. Mýkofenílat mófetíl á trúlega eftir að víkja azatíópríni úr sessi (14). Takrólímus og rapamýsín eru hins vegar líkari cýklósporíni að verkun en ekki er alveg fyrir séð hvernig þau munu koma inn í myndina (15,16). Meðferð við bráðri höfnun Ef höfnunartilhneigingin nær yfirhöndinni eru gefn- ir stórir skammtar af barksterum í æð í 4-6 daga. Sömuleiðis er munnleiðis meðferð oft aukin í nokkrar vikur. Mótefni gegn eitilfrumum eru gefinéf sterameð- ferð dugir ekki eða ef frá upphafi er gert ráð fyrir lélegri sterasvörun. Slík meðferð er áhrifarík en er þó ekki beitt sem fyrsta valkosti vegna aukaverkana (17). LÆKNANEMINN 6 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.