Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Page 10

Læknaneminn - 01.10.1996, Page 10
NÁRAKVIÐSLlTfyrrihluti Faraldsfræði, einkenni og greining Tómas Guðbjartsson, Fritz Berndsen, Jónas Magnússon INNGANGUR Þótt nárakviðslit láti ekki alltaf mikið yfir sér eru þau geysialgeng og aðgerðir vegna nárakviðslita eru á með- al algengustu skurðaðgerða á Vesturlöndum. Allir læknar verða því að kunna skil á helstu atriðum varð- andi greiningu og meðferð þeirra. Þessi grein, og síðari hluti hennar sem birtist í næsta Læknanema, eru ætlað- ar bæði læknum og læknanemum. Markmið þeirra er fyrst og fremst að skerpa á hagnýtum atriðum í upp- vinnslu sjúklinga með nárakviðslit og veita innsýn í nýjungar í meðferð. Fyrri greinin fjailar um líffærar- fræði nárans, orsakir nárakviðslita, sjúkdómseinkenni og greiningu. I síðari greininni verður fjallað um með- ferð nárakviðslits auk ábendinga, fylgikvilla og árang- urs skurðaðgerða. SKILGREININGAR Kviðslit er skilgreint sem útbungun á lífhimnu (peritoneum), lífhimnufitu (preperitoneal fat) eða kvið- arholslíffæri í gegnum meðfædd og/eða áunnin göt eða veikleika á kviðveggnum (1). Nárakviðslit eru lang- stærsti hluti kviðslita, eða rúm 80% (sbr. töflu I). Þeim er oftast skipt í tvennt; hin eiginlegu nárakviðslit # eða nárahaula (hernia inguinalis) og lærishaula (hernia femoralis) (mynd 1). Nárahaular skiptast síðan enn frek- ar í miðlæga (hernia medialis/directa) og hliðlæga haula (hernia lateralis/indirecta) (sjá nánar í næsta kafla). Þegar nárakviðslit greinist hjá sjúklingi sem áður hefur gengist undir kviðslitsaðgerð er talað um endurteldð kviðslit (hernia recidivans), en greining þess er óháð því hversu langt er liðið frá aðgerðinni. Tómas Guðbjartsson stundar framhaldsnám í skurðlœkningum í Helsingjaborg, Svíþjóð. Fritz Berndsen stundar jramhaldsnám í skurðUkningum í Karlskrona, Svíþjóð. Jónas Magnússon er prófessor í handUknisfrœði við Uknadeild Islands ogforstöðu- Uknir handUkningadeildar Landspítala. LÍFFÆRAFRÆÐI NÁRANS 0G NÁRAKVIÐSLITA Flestum ber saman um að líffærafræði nárans sé frek- ar tyrfm. Til þess að geta skilið meingerð nárakviðslita og í hverju aðgerðirnar felast verður þó að þekkja hel- stu kennileiti nárans. Flér á eftir verður stiklað á stóru en ítarlegri umfjöllun um líffærafræði nárans er að finna í textabókum (sjá nánar heimildir 4 og 5). A fósturskeiði færast eistun niður í pung og þá verð- ur náragangurinn (canalis inguinalis) til en hann teng- ir punginn við kviðarholið. Náragangurinn er um það bil 4 cm að lengd og í honum liggur sáðstrengurinn funiculus). A leið sinni niður í punginn draga eistun með sér slíður af lífhimnu sem kallast processus vagina- lis í sáðstrengnum en í pungnum lokast hann af sem tunica vaginalis* (myndir 2 og3). Ysta lag sáðstrengsins er m. cremaster sem eru neðstu vöðvaþræðir m. obliqus internus. en hann er ásamt vöðvunum m. obliqus externus og m. transversalis burðarás kviðveggjarins á þessu svæði. Framanvert í sáðstrengnum liggur n. ilion- inguinalis en hún sést vel þegar sinafell (aponeurosis) m. obliqus externus er opnað. Þessi taug hefur þýðingu þar sem hún miðlar húðskyni frá nárasvæði. Sáðstrengur- inn innheldur einnig sáðrásina (vas deferens) auk æða og sogæða til eistans (mynd 3). Innri hringurinn (anulus internus) myndar upphaf náragangsins hliðlægt en hann liggur um það bil 1 cm fyrir ofan mitt nárabandið (ligamentum inguinalis) (mynd 4). Ytri hringurinn (anulus externus) er op á sinafelli (aponeurosis) m. obliqus externus og liggur rétt # Samkvæmt íðorðasafni lækna (3) eru orðin kviðslit og haull hvort tveggja þýðing á erlenda orðinu hernia. Til þess að forðast misskilning er í þessari grein orðið haull notað bæði fyrir hin eiginlegu nárakviðslit (samanber nárahaull), og lærishaula. Orðið nárakviðslit er síðan notað sem samheiti fyrir bæði nára- og lærishaula. LÆKNANEMINN 8 2. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.